Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 62
Síðast en ekki síst DV
' 62 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar.
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
V an auglysingar@dv.is. - Dreiflng:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Stærstu p
eyju i heimi •
1. Hvað köllum við hana?
2. Hver gaf henni það
•nafn?
3. Hvað nefna íbúarnir
landið?
4. Hvað heitir höfuðborg-
in?
5. Hvað búa margir á eyj-
unni.
Svör neðst á síðunni
Allt um vegi,
færð og vega-
lengdir
Vegagerðin er veghald-
ari þóðvega og ber að sjá
.-i-samfélaginu fyrir vegakerfi
í samræmi við þarfir þess
og veita þjónustu sem miði
að greiðri og öruggri um-
Vefsíðan
www.vegagerdin.is
ferð. Vegagerðin skiptist í
miðstöð og fjögur svæði; í
miðstöðinni fer stefnu-
mótun fyrir Vegar-
gerðina fram og
stjórnun hennar í
■^heild en hvert
svæði um sig
annast fram-
kvæmdir, viðhald og sér
um að veita vegfarendum
þjónustu innan hvers
svæðis. Á vefsíðu Vegar-
gerðarinnar má kynna sér
starfsemi hennar en þar er
einnig að finna upplýsing-
ar um allt varðandi vegi,
vegagerð, vegalengdir
o.s.frv. Þar er einnig fjallað
um umferð, umferðarör-
yggi og umferðareftirlit,
•^sögu og minjar, vegflokka
og hæð staða yfir sjávar-
máli.
'O
S2
<D
■C
ro
*o
ro
>s
QJ
C
n
*o
*ro
O
Fákk til
tevatnsins
Máliö
Sá sem fær til tevatnsins
fær skammir eða að kenna
á því. Orðatiltækið er kunn-
ugt frá fyrri hluta 20. aldar
og afþvíþekkist
einnig afbrigðið
að fá til tefans. en
talið er aö þar sé um
skýringartilraun að ræða.
Uppruni orðatiltækisins er
óljós en ýmsum þykir
danskur uppruni líklegast-
ur. Sá sem svo lætur ein-
hvern fínna til tevatnsins er
að ná sérniðri á honum og
erþað einnig kunnugt úr
nútímamáli.
Svörviöspumingum:
1. Grænland. 1 Eiríkur rauði. 3. Kallaalit
áiunaat - Land mannanna. 4. Nuuk. 5. Um
60 þúsund manns.
Umferðarhornið
'Y'fc eykjavíkurlistinn hefur átt ótrúlega
|j~C erfitt með að ná áttum í skipulagsmál-
JL m. um. f dagblöðunum birtist nokkrum
sinnum í viku gagnrýni á skipulagið, eink-
um færslu Hringbrautar suður fyrir Um-
ferðarmiðstöð. Minna er talað um skilnings-
leysi Reykjavíkurlistans á mesta umferðar-
homi borgarinnar.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýr-
arbrautar er mesta umferðarhorn landsins.
Byggðar eru umferðarbrýr út um ailar triss-
ur á Reykjavíkursvæðinu og ráðgerð
milljarðatitgjöld í braut út um sund, nes og
eyjar, en Reykjavíkurlistinn þvælist gegn
mislægum gatnamótum á mesta umferðar-
hominu.
Þessi gatnamót hafa lengi verið mesta
slysahorn borgarinnar, en Reykjavíkurlist-
inn þverskallast enn við að láta gera þar
mislæg gatnamót. Hver lumman og lygin
hefur verið dregin upp eftir aðra til að út-
skýra, hvers vegna framkvæmdir á þessum
stað komast ekki á eðlilegan stað í forgangs-
röð framkvæmda.
Stundum er sagt, að undirbúningur máls-
ins sé í „eðlilegum farvegi", sem þýðir á máli
Reykjavíkurlistans, að hann er í salti. Stund-
um er sagt, að fleiri akreinar dugi til að laga
gatnamótin og stundum er sagt, að mislæg
gatnamót vaidi sérstakri mengun á þessum
stað eða flytji vandann annað.
Mest af þessu er bull. Sérstaklega er
ámælisvert að halda því fram, að mengun
aukist við, að ekki þarf að stanza bfla og taka
þá af stað að nýju. Þvert á móti minnkar
mengun við að bflar geta farið viðstöðulaust
í stað þess að stanza á fjölfamasta umferð-
arhomi borgarinnar og landsins alls.
Hitt er rétt, að flýting umferðar á þessu
homi veldur þrýstingi á önnur umferðar-
hom, svo sem við Lönguhlíð. Raunar er
óvenjulegt, að Reykjavflcurlistinn átti sig á
þessu, því að um tíma var að hann að gamna
sér við byggð úti í Eiðisvík, þótt hún mundi
auka álag á þrönga Hringbraut.
Bezt er að klippa á tengsl Lönguhlíðar og
Miklubrautar og tryggja þairnig viðstöðu-
lausan akstur eftir allri Mikiubraut eins og
hún leggiu- sig. Miklatorg er að verða mis-
lægt. Aukin bflageymsluhús við Tjömina
geta teldð við hraðari straumi bfla frá
Kringlumýrarbraut og Miklubraut um
Miklatorg.
Hrokinn er megineinkenni Reykjavflcur-
listans í þessu máii sem öðrum sldpulags-
verkefnum. Oddamenn hans geta ekki tekið
gagnrýni og rökrætt hana og enn síður geta
þeir gefið eftir. Þessi viðbrögð em dæmi um,
að listinn hefur verið of lengi við völd í borg-
ixmi og þarf að fara að fá hvfld frá völdum.
Verst er, að samsæri Reykjavflcurlistans
gegn mislægum gatnamótum Miklubrautar
og Kringlubrautar veldur óþarfri mengun og
óþörfúm slysum á mesta umferðahomi
landsins.
Jónas Kristjánsson
Fyrst og síðast
göngufyrirtæki en Vegagerðin (Spölur
og Hvalfjarðargöng) X samkeppni á
íjarskiptamarkaði X ferskur flskur
boðinn á markaði innanlands X
tekjuskattshlutfall fyrirtækja lækkað X
aðstöðugjald lagt niður.
Þetta eru 18 stefnumál en Ólafur
Teitur telur Davíð líka hafa lukkast
tvö til viðbótar: Þensla í ríkiskerflnu
stöðvuð, sem og útþensla ríkisút-
gjalda. Hann viðurkennir hins vegar
að um þetta megi deila og prívat og
persónulega erum við svo miklir
frjálshyggjumenn hér á DV að við
myndum telja ærið vafasamt að þetta
hafi tekist.
ÞAU ÞRJÚ MAL sem Ólafur Teitur tel-
ur óútkljáð eru: Jafriræði kjósenda
(sem hann segir hafa aukist þótt um
jafnræði sé ekki að ræða) X lán til hús-
næðismála til viðskiptabanka (sem nú
allra allra síðustu vikumar er að verða
að veruleika) X og „mynda þarf sem
víðtækasta samstöðu um sanngjama
og réttíáta fiskveiðistefnu". Þetta segir
Ólafur Teitur erfitt að meta. Nokkuð
er til í því en við myndum þó óhikað
telja þetta stefnumál hafa mistekist -
og það iililega.
ÞAU ELLEFU STEFNUMAL sem Davíð
náði ekki á árunum þrettán em, segir
Ólafur Teitur: Fækkun þingmanna X
jöfnun aðstöðu í útvarps- og sjón-
varpsrekstri X „[újtflutningur á mann
auldst um 7-8% á ári næsta áratug X
stímpiigjöld felld niður X Húsnæðis-
stofnun lögð niður X vörugjald lagt
niður X Rás 2 seld (reyndar ekki leng-
ur á stefnuskránni) X slitíag á alla fjöl-
fama vegi X [fjorkaupsréttur aðila
innan sama sveitarfélags varðandi
sölu á veiðiheimildum... tryggður svo
sem unnt er" X skatthlutfall lækkað í
35 prósentXlækkun virðisaukaskatts.
ÓLAFITEITIÞYKIR ÞETTA nokkuð góð-
ur árangur („ótrúlega mörg áherslu-
mál ... hafi orðið að veruleika") þótt
fyrirsögnin á greininni sé nú hógvær-
leg; „Það hafðist að lokum." Eins og
hann segir: „Vafaiaust skiptir mestu
sú mikla og samfellda kaupmáttar-
aukning sem orðið hefur frá 1995.
Engum dettur í hug að hún sé ein-
göngu forsætisráðherra eða rflás-
stjórn að þakka en frelsisvæðing,
einkavæðing, skattalækkanir og skyn-
sarnieg hagstjóm hafa stuðlað að
henni. Athygli vekur að mörg stefnu-
málanna urðu ekki að veruleika fyrr
en á öðm og þriðja kjörtímabili en
miklir erfiðleikar vom í efnahagslífinu
á fyrstu árum Davíðs í Stjómarráð-
inu.“
Vafalaust skiptir mestu sú mikla
og samfellda kaupmáttaraukn-
ing sem orðið hefur frá 1995.
Engum dettur í hug að hún sé
eingöngu forsætisráðherra eða
ríkisstjórn að þakka en frelsis-
væðing, einkavæðing, skatta-
lækkanir og skynsamleg hag-
stjórn hafa stuðlað að henni.
ÓLAFUR TEITUR GUÐNAS0N, blaða-
maður á Viðskiptablaðinu, skrifaði í
blaðið í gær um Davíð Oddsson og
feril hans, nú þegar hann er um það
bil að láta af embætti. Gerir Ólafur
Teitur athyglisverða tilraun til að
meta árangur forsætisráðherra í starfi
með því að grandskoða samþykkt
landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið
1991 - þegar Davíð hrifsaði völdin af
Þorsteini Pálssyni - og leggur svo
dóm á hvort stefnumálin hafi náðst
fram eður ei. Aðferðin er auðvitað
ekki einhh't og sumt ómögulegt að
meta eins og Ólafur Teitur viðurkenn-
ir fúslega með ýmsum fyrirvörum sín-
um. En hann hefur þó tínt út úr sam-
þykktínni 34 stefnumál sem hann tel-
ur sig geta lagt mat á.
SKEMMST ER FRA ÞVÍ AÐ SEGJA að
Ólafur Teitur telur Davíð og félaga
hafa náð fram 30 stefnumálum en 11
ekki; þrjú mál telur hann í járnum.
Þau sem náðust fram eru að hans
dómi: Áfr amhaldandi sjálfstæði og yf-
irráð yfir auðlindum X styrkja X og
millifærslukerfi afnumið (að mestu) X
aukin þátttaka almennings í at-
vinnustarfsemi X horfið frá skatta-
hækkunum og jafnvægi náð í fjármál-
um rflásins X einkavæðing rfldsfýrir-
tækja X sala rfldsfýrirtækja og ríkis-
banka X aukin stóriðja X engar tak-
markanir á gjaldeyrisviðskiptum X
kaupmáttaraukning X lækkun
eignaskatta X skattíagning fyrirtækja
miðuð við afkomu X Iðnlánasjóður
lagður niður (í reynd) X fleiri orkufyr-
irtæki en Landsvirkjun X fleiri sam-
Davíö 20,
Rest 11
Eldraunir umboðsmanns
Svarthöfði kennir í brjósti um
umboðsmann Alþingis. Ekki bara
vegna þess að það er asnalegt að
vera umboðsmaður einhverrar
stofnunar, á meðan aðrir eru um-
boðsmenn rokkhljómsveita, heldur
af því að hann hefur það fyrir starf
að láta nöldra í sér.
Umboðsmaðurinn er hugmynd
sem er svolítið eins og hugmyndin
um eiginmann. Til hans leita hund-
fúlar konur á færibandi sem telja að
brotið hafi verið á sér. „Af hverju var
ég ekki valin? Er ég eitthvað verri en
þessi? Hvers vegna ertu ekki búinn
að þrífa?" Nei, þetta síðasta var frá
eiginkonunni. En þær segja saman í
kór: „Ég er betri en þessi! Er ég ekki
betri?" og vilja fá staðfestingu frá
honum. Allt óháð því hvað er rétt og
Svarthöfði
hvort þær háæruverðugu konur sem
leita til hans hafi heimtingu á leið-
réttingu í átt að jafnrétti, eða jafn-
réttingu, þá hlýtur þetta að vera
lýjandi starf.
Nú er Svarthöfði einnig einhvers
konar umboðsmaður fyrir sína
spúsu, Svarthöfðu, og lítur hann á
það sem 50 prósent starf. Svarthöfði
getur ekki ímyndað sér afleiðingarn-
ar ef Svarthöfða myndi spyrja hann
hvort hún væri ekki örugglega betri
en Rauðhöfða og hann segði nei.
Ekki nóg með að umboðsmaður
þurfi að kljást við sjálfsöruggar kon-
ur. Áður en yfir lýkur virðast aðstæð-
urnar umbreytast í ítalskt ættarmót
þar sem sökudólgur-
inn er hinn veljvilj-
andi en smái il
ombudsman, sem il
padrino er ekki sáttur
við. Erfiðleikar um-
boðsmanns byrja fyrst
þegar tengdafaðirinn,
dómsmálaráðherra,
hringir í hann, eða fé-
lagi hans sjálfúr Don
Oddzoni. „Hvernig
datt þér í hug að segja að þessi kona
væri betri en maðurinn sem ég
valdi?"
Nú minnist Svarthöfði þess að il
padrino valdi Ólaf Börk Þorvaldsson
af Oddzoni-ættinni sem hæstarétt-
ardómara en Hjördís Hákonardóttir
sagðist betri og fór til umboðs-
manns sem jánkaði því. Svarthöfði
veitir umboðsmanni nú fyllstu sam-
úð þegar hann þarf að ákveða hvor
konan er betri, Helga Jóns eða Ragn-
hildur Arnljóts, en vill helst ekki
koma nálægt því að velja á milli
þeirra.
Svarthöfði