Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Qupperneq 72
af, þótt útlend orð séu ekki tekin upp í málið næst-
um óbreytt og íslenzkri endingu stundum bætt við.
Annars eðlis eru orð pau, er tekin eru úr öðrum
málum og afbakast hafa í alþýðu munni. Mörg af
þessum orðum hafa komist inn i mál vort á elztu
tímum og árlega má segja, að þess konar orð bætist
við. f-'ólkinu þykir fara illa að nefna útlent nafn eða
hlut, er ekkert íslenzkt heiti er á, og afbakar það því
þessi orð og ummyndar þau á þann hátt, að þau eru
sett í samband við eitthverl orð í íslenzku, er líkt er
því útlenda og virðist benda í sömu átt um notkun
o. s. frv. Hljóðlíkingin ein er oft nægileg til þess að
setja íslenzkan blæ á útlend orð og gera það tamt í
munni. Þessi orðabreyting eða orðmyndun getur
stundum haft víðtækar afleiðingar, eins og sést af
sænska orðinu váfFeldag; orð þetta er ummyndað úr
várfru-dag (boðunardagur Maríu), en eftir að þetta
orð beyttist í váffeldag eru etnar »vöplur« um alla
Svíþjóð á þessum degi.
Skal nú minnst á nokkur orð í íslenzku, er ætla
mætti, að væru góð og gild vara, en eru til orðin
á þenna hátt við ummyndun og orðasköpun al-
mennings.
Ef gest ber að garði er hann stundum aufúsugestur
eða auðfúsugestur, en ætti að heita áfúsugestur, sbr.
kunna áfúsu ( = vera þakklátur). Annars eðlis er
rassmalagestur, sem er ummyndun skólagenginna
manna úr latínu res male gesta(e) = illa gerður hlut-
ur. Vér skulum sýna þessum ókunna manni alla gest-
risni og bjóða honum að matast og drekka á islenzka
vísu og bjóða honum árbít og ákaviti, en árbítur ætti
að heita ábítur (sbr. þýzku imbisz af *in-bisz) og
hefir orðið ár, árla valdið breytingunni, en ákavítí
er ummyndun úr latínu aqua vitæ ( = lífsins vatn).
Ekki mun honum geðjast að makaríni (dönsku
Margarine) og vill ekki maka sig út á því. Hann segir
mér ef til vill, að lifibrauð sitt sé smíðar eða þess
(70)