Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 Fréttir DV Kaffibruni í Hafnarfirði Slökkvilið I lafnarfjarðar var kallað út vegna elds í skorsteini á kaffibrennslu við Staphraun um hálf níu leytið í gærmorgun. Hafði eldur náð að kvikna ofar- lega í skorsteininum og log- aði upp úr honum þegar slökkvilið kom á vettvang. Greiðlega gekk að ráða nið- urlögum eldsins en að sögn slökkviliðs voru skemmdir ekki eins miklar og ætla hefði mátt í fyrstu en þó má gera ráð fyrir því að gera þurfi við í kringum strompinn. Bauð brjósta- káf ánetinu Stúdent hefur verið bannað að bjóða hverjum sem vildi að káfa á brjóst- um sínum á netinu. Stúlk- an sem kallar sig Twinkly Spangle bauð upp á 15 mínútna káf á 32C brjóst- um sínum fyrir greiðslu en féð ætlaði hún að nota til að greiða skólagjöldin sín. Mynd af brjóstum sínum setti hún inn á eBay og það varð strax mikill áhugi á til- boðinu en fylgdi með að viðkomandi yrði boðið upp á te og kökur í leiðinni. For- ráðamenn eBay ákváðu hins vegar að henda aug- lýsingu hennar út þar sem hún bryti í bága við sið- gæðisreglur vefsíðunnar. „iviuuui uuysui 11 iii\iu uiii vinnuna þessa dagana," segir Jóhann Hauksson dagskrár- stjóri Rásar tvö.„Ég er þeirrar skoðunarað I öllu fjölmiðla- farganinu sé það Ríkisútvarp- ið sem Landsíminn getur staðið upp úr. Nú má RÚV ekki verða eins og risi á brauðfótum heldurþarfað blása tilsóknar. Égernú svo bjartsýnn aö ég vona að gott efni og vönduð vinnubrögð verði alltafofan á. Ilöndunum I kring um okkur fer fram sams konar umræða og hér, og þar eru margir sem veðja á almenningsútvarp." Kristrún Lind Óskarsdóttir, kennari í Ingunnarskóla í Grafarholti er eini kennar- inn sem hefur mætt til vinnu síðustu daga. Aðrir kennarar hafa tilkynnt forföll eins og tíðkast hefur víða í skólum landsins síðustu daga. Ottasl að hætustu kennararnir seni upp „Mér bar að mæta í vinnu samkvæmt lögum," segir Kristrún Lind Óskarsdöttir sem kennir yngri bekkjum við Ingunnarskóla í Grafarholti. Um 50% grunnskólakennara mættu ekki til kennslu í grunnskólum Reykjavíkur í gær, þrátt fyrir að hafa fengið símtal frá skólastjórum sem hvetja kennara til að mæta í vinnu. Flestir kennararnir segjast vera veikir og munu skóla- stjórar óska eftir læknisvottorðum haldi þetta áfram. „Ég var við ágæta heilsu og sá ekki ástæðu til þess að mæta ekki,“ segir Kristrún og þykir miður að kennarar sjái sig knúna til þess að grípa til þeirra aðgerða sem nú hafa verið í gangi. Kristrún hefur látið í ljós þá skoðun sína í ljós að hún vllji sjá aðrar leiðir í til lausnar á deilu kennara. Skólastjóra semja við sína kennara „Ég vil undirstrika það sem ég hef áður sagt. Það er líklega mun betra að brjóta samningana niður í smærri einingar og semja jafnvel við kennara á forsendum hvers og eins," segir hún og vísar til ólíkra starfa kennara sem fá mismunandi laun fyrir svipaða vinnu. Kristrún segist vilja sjá þann möguleika skoðaðan að gengið verði alla leið þannig að samningar verði í höndum skóla- stjóranna á grundvelli lágmarks- launasamninga. 600 kennarar segi upp „Ég óttast að hæfustu og sam- viskusömustu kennararnir segi upp. Þetta er fólk sem verður eftirsótt úti í atvinnulífinu og er ekki líktegt til þess að snúa aftur til kennslu," segir Kristrún. Hún telur ekki ólíklegt að upp- sagnirnar verði mun fleiri en nú hafa kom- ið í ljós. „Ég spái því að 10-15 prósent kennara komi til með að segja upp. Það hefur gríðarlega slæm áhrif á skólana, segir Kristrún sem telur að allt að 600 kennarar komi til með að segja upp í skólum landsins af 4500 starfandi kennurum. freyr@dv.is Tvítugur Eyrbekkingur með sérstöðu á Suðurlandi Jóhannes í Bónus á Selfossi „Ég notfæri mér þetta ekki þó ég kannski gæti stundum," segir Jó- hannes Erlingsson, tvítugur nem- andi við Fjölbrautarskólann á Sel- fossi, sem kallaður er Jóhannes í Bónus. Vegna þess að hann vinnur í Bónus á Selfossi um aðra hverja helgi og stundum á virkum dögum. „Það eru nú helst félagarnir sem kalla mig Jóhannes í Bónus og það er réttnefni þá daga sem ég vinn. Ég er nú bara stoltur af þessu ef eitt- hvað er,“ segir Jóhannes í Bónus sem hyggst þó ekki snúa sér alfarið að viðskiptum í framtíðinni eins og nafni hans Jóhannes Jónsson. „Ég er að pæla í kvikmyndagerð," segir hann. Sjálfur hefur Jóhannes í Bónus séð Jóhannes í Bónus nokkrum sinnum þegar sá síðarnefndi hefur heimsótt verslun sína á Selfossi: „Ég hef þó aldrei haft kjark til að ganga til hans og kynna mig. Kannski ég geri það næst,“ segir Jóhannes Er- lingsson sem er stundum kallaður Jóhannes í Bónus. Banaslys við strönd Suður-Afríku Hvítur hákarl á stærð við þyrlu drap konu Hvítur hákarl, sem sagður er á stærð við þyrlu, ban- aði eldri konu þar sem hún synti úti fyr- ir ströndinni við Cape Town í Suður- Affíku. Tyna Webb, 77 ára gömul, var að synda við Sunny Cove þegar sjónar- vottar sáu hákarlinn synda í kringum hana og ráðast svo til atlögu. Há-karlinn var sagður vera næstum sex metra langur. Um 15 manns urðu vitni að árás- inni. ,AUt sem fannst eftir árásina var sundhetta hennar," segir Paul Dennett einn þeirra sem var vitni að atburðin- um. Björgunarmenn sem kallaðir voru út, sem og þyrlur, leituðu að kon- unni um nokkum tíma s.l. mánudag en án árangurs. Þeir sáu hins vegar hákarlinn. „Hann var risastór, eigin- lega stærri en þyrl- an sem ég var í,“ segir Darren Zimmerman hjá Sjóbjörgunarsveit- inni í Cape Town. Hvítir hákarlar sjást oft á þessum slóðum á þessum árstíma en þeir sækja í seli sem em í miklum íjölda á þessum slóðum. Yfirvöld hafa ráðlagt fólki að leggjast ekki til sunds á þess- um slóðum á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.