Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
Barney, hundur Bush
Á heimasfðu Hvíta hússins er ýmislegur fróðleikur. Einkum er þar fjall-
að um stjórnmál og önnur viðlíka mál. Fleira er þó að finna á þessari síðu
og þar á meðal eru upplýsingar um Barney, hund Bush forseta, og konu
hans, Lauru Bush. Hundurinn er Scottish Terrier, fæddur í september
2002 í New Jersey en faðir hans var í eigu starfsmanns umhverfisráðu-
neytisins. Barney er fjörugur hundur sem hefur mikla ánægju af að leika
sér með bolta en uppgötvaði fyrir stuttu að skómir á heimilinu eru mun
skemmtilegri. Þó að hann sé ekki gamall hefur hann leikið stjörnuhlutverk
fjórum sinnum f myndum um Hvíta húsið og hefur
lifað spennandi tíma. Hann leikur sér
gjarnan í garði Hvíta hússins en þess á
milli er hann einn varðanna og það
kemst ekki hver sem er fram hjá hon-
um þó að ekki sé hann hár í loftinu.
Að kenna gömlum hundi að sitja
Á hundar.is er skemmtilegt blogg, skrifað af
Ingu Róbertsdóttur hundaþjálfara um hundana
hennar. Einkum segir hún frá Sunnu sem hún
fékk fyrir skömmu og hvernig gengur að kenna
henni upp á nýtt. Eftir því sem best má lesa út
úr blogginu átti Sunna erfiða æfi og var illa alin
þegar hún kom til Ingu. Hún er að byrja að
þjálfa hana með klikker og það er mjög fróð-
legt að fylgjast með hvernig hún ferð að því að
kenna fimm ára hundi alit
upp á nýtt. Og það
skemmtilegasta við það er
að Ingu gengur það bara
nokkuð vel og vinnur dag-
lega orustur f átt til betra
uppeldis, þó að stríðið sé
ekki unnið enn.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifarum dýrin
sín og annarra á
miðvikudögum í DV.
HAUSTTILBOÐ
Full búð af nýjum vörum fyrir hunda,
ketti og önnur gæiudýr.
30% afsl. af öilum vörum
Mán. föstd. 10-18, laugard. 10-16, sun 12-16.
Tokyo, Hjallahrauni 4, Hfj. S. 565 8444
Mikiðfjörá
Hvuttadögum
Hvuttadagar verða haldnir í
þriðja sinn um helgina í Reið-
höll Gusts Kópavogi.
Þar er hægt að finna á ein-
um stað allt sem tengist hund-
um, hvort sem er fóður, föt eða
tæki og tól sem menn þarfnast
við hundahald.
Það er Jón Guðmundsson
sem staðið hefur fyrir Hvutta-
dögum og á heiðurinn af hve
vel hefur tekist til. „Við erum
nokkur sem stöndum að þessu
en fannst að það vantaði þenn-
an vettvang fyrir hundaeigend-
ur og aðra þá sem áhuga hafa á
hundum. Þarna geta menn
kynnt sér allt það nýjasta á
markaðnum og þeir sem hyggj-
ast fá sér hund fá á Hvuttadög-
um allar upplýsingar um
hundategundir hjá ræktendum
sem verða með bása," segir Jón
er sjálfur á hann þriggja ára
blending.
Á hvuttadögum fer fram
tískusýning þar sem sýnt verð-
ur það nýjasta í hundafötum,
keppni í hundafimi fer fram og
leitarhundar verða sýnir. Auk
þess verða þeir sem þjónusta
hundaeigendur með bása en í
fyrra tóku um 4000 manns þátt
£ Hvuttadögum sem fram fara í
reiðhöll Gusts í Kópavogi og
standa yfir frá 12-17, báða dag-
ana.
Litla Cvaliertíkin Fífa er óforbetranlegur þjófur og stelur öllu steini léttara sem
skilið er eftir á glámbekk. Pennar, tvinnakefli og jafnvel nálapúðar og kveikjarar
eru meðal þess sem hún hnuplar.
Slelur nálapúðanum og tfnir
títuprjónana smehklega úr
„Hún er alveg ótrúleg því hún
stelur öllu steini léttara. Við getum
ekki skilið neitt eftir á borðum sem
freistar hennar, þá er það horfið,“
segir Aðalheiður Erna Gústafsdóttir í
Mosfellssveit en hún á Cavaliertík-
ina Fífu sem hún fékk fyrir tæpu ári.
í mestu uppáhaldi hjá Fífu em
pennar og tvinnakefli og jafnvel títu-
prjónapúðinn hennar Ernu er ekki
hultur því Fífa hefur sérstaka ánægju
af að tína prjónana úr honum og
raða þeim á gólfið. „Maður hefði
haldið að hún meiddi sig á prjónun-
um en hún hefur eitthvað lag á að
tína þá úr án þess að stinga sig. Kefl-
in á saumavélinni minni fá ekki
heldur frið því hún gerir sér lítið fyrir
og stígur upp á stól og nær í þau. Ég
er nú farin að loka saumaherberginu
mínu svo hún komist ekki inn,“ segir
Erna hlæjandi en alla hlutina sem
Fífa hnuplar fer hún með í sófann
þar sem hún á teppi sem hún liggur
á við hlið húsmóður sinnar. „Þangað
fer ég og leita að því sem ég sakna en
hún hefur þá vöðlað því sem hún
hnuplar inn í teppið og falið."
Fífu fékk Ema hjá Halldóm Frið-
riksdóttur ræktanda í Mosfelisbæ.
„Ég hafði átt þrjá hunda áður og
þegar sá síðasti dó ætlaði ég aldrei að
„Maður hefði haldið
að hún meiddi sig á
prjónunum en hún
hefur eitthvað lag á
að tína þá úr án þess
að stinga sig.“
eignast dýr aftur. Þegar ég hins vegar
sa hundana hjá Halldóm, sem býr
við hlið dóttur minnar, féll ég kylli-
flöt. Þessir hundar em hreint yndis-
legir,“ segir hún og lét sig ekki muna
um að bíða í eitt og hálft ár eftir Fífu.
„Ég sá ekki eftir því en hún er yndis-
leg,“ bendir Ema á og segir að ýmis-
legt hafi breyst á heimilinu eftir að
Fífa kom. Lífið og tilveran snýst um
hana en þau hjón, Ema og maður
hennar, em aðeins ein eftir og börn-
in farin að heiman. „Þetta er ótrúlega
skemmtilegt en ég vinn úti til klukk-
an 2 á daginn og þá bíður hún eftir
að ég komi. Það er svo notalegt að
vita af henni heima og ég flýti mér
alltaf heim til hennar. Hún sefur
uppí hjá okkur en það þarf ekki mik-
ið að hafa fyrir að ala svona hunda
upp, þeir em svo lilýðnir og góðir.
Fífa er óforbetranlegur hnuplari
Fyrst nagaði hún allt og átti til að
skemma húsgögnin með bleki. Nú
lætur hún sér nægja að feia hluti I
bóiinu sínu.
SENDING AF
JGLABÚRUM
Kid's 541.
fiskabúrasett
með: loki,ljósi
hreinsara og
. hitara.
L kr. 13.851.
Dýraríkið Grensásvegi s: 5686668 - Dýraríkiö Akureyj
iflFlÖLSKYLDU-OO
HOSDÝRAOARDURINN
i «:
NPHjlRtMIÍ
...20.-21, nóvember
HVUTTADACAR
Reiðhöll Gusts, Kópavogi.
Allt sem að viðkemur hundum.
Um 30 hundategundir,
gæludýraverslanir, hundafimi,
hjálparhundur og margt
fleira áhugavert.
Fráhær fjölskylduskemmtun.
Opið 12.00-17.00
’WAgriam
Dýravernd
Opið alla daga frá kl. 10-17
www.hvuttadagar.net