Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2004, Side 32
i~J/, Q j í íJQj ÍQÍ Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrír hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^nafnleyndarergætt. r~J r->
550 5090
SKAFTAHLÍÐ24, 105 FtEYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS505000
Handrukkaraskelíir
færir Sesari jólin
• Um helgina var mikið um
/•dýrðir í félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi þeg-
ar íþróttaálftir-
inn Magnús
Scheving hélt
upp á fertugs-
afmæli sitt með
um 300 gestum.
Þemað í veisl-
unni var ekki
Latibær heldur
næstí bær við,
James Bond, og tók félagsheim-
ilið á sig l£ki spilavítis. íþróttaáif-
urinn er hinn sprækasti þrátt
fyrir aldurinn og lét sig ekki
muna um að vakna eldsnemma
morguninn eftir til að fara til
fundar við BBC í London þar
sem áhugi er á að kaupa afurðir
Latabæjar...
Eru ekki að losna
kennarastöður?
Handrukkaraskelfirinn og bar-
áttumaðurinn Guðmundur Sesar
Magnússon, sem á að baki hroða-
lega reynslu sem fórnarlamb hand-
rukkara, fékk sannkallaða himna-
sendingu í gær þegar sjónvarps-
konan Sirrý færði honum 500 þús-
und krónur að gjöf frá áhorfendum
Fólks á Skjá einum. Guðmundur
Sesar á í gríðarlegum fjárhagserfið-
leikum og er á heljarþröm eftir að
hafa barist árum saman við að ná
dóttur sinni úr klóm undirheima-
fólks. Hann segir fjárstuðninginn
breyta öllu fyrir fjölskyldu sina.
„Ég er gáttaður á þessu og afar
þakklátur fyrir stuðninginn sem í
þessu felst. Þetta sýnir að samfé-
lagið er meðvitað um að ráðamenn
verði að gera eitthvað í þessum
málum," segir Guðmundur Sesar
sem segir sögu sína í jólabókinni
Sigur í hörðum heimi.
í baráttu sinni við undirheima
er fjölskylda Sesars búin að tapa
flestum sínum veraldlegu eigum.
„Nú á ég fyrir leigunni næstu
mánaðamótín og við getum haldið
gleðileg jól, þökk sé áhorfendum
Sirrýar. Mestur tími minn undan-
farið hefur farið í að berjast í bönk-
um og semja við lögfræðinga,"
segir hann.
Sirrý færði honum bankabók í
gær með hálfri milljón í inneign.
Hún segir að gríðarleg viðbrögð
hafi orðið eftir að Sesar kom fram í
þætti hennar á dögunum. Velgjörð-
arfólk Sesars vill ekki láta nafna
sinna getið en fjárhæðinni var að
sögn Sirrýjar safnað á meðal
einstaklinga og fyrirtækja.
„Það er ánægjulegt hlutskipti
mitt að færa fjölskyldunni þessa
peninga og sýnir að fólki stendur
ekki á sama og það vill sjá eitthvað
breytast í baráttunni við undir-
heimana. Þessi styrkur er frá
þakklátum fjölskyldum en frum-
kvöðullinn vill ekki að fram komi
hverjir gefendurnir eru," segir
Sirrý sem í kvöld klukkan 20 mun
á heljarþröm Sirrý
Himnasending Guðmundur Sesar Magnússon hefur átt erfiða tíma íglímu við handrukkara
og dópsala. Hann missti íbúð slna á uppboði og berst íbökkum. Sjónvarpskonan Sirrý færði
honum jólin í gær.
sýna frá afhendingunni í þætti
sínum Fólk.
Guðmundur Sesar er ekki á
þeim buxunum að hætta barátt-
unni. „Mig langar helst tíl að halda
áfram baráttunni þar til hið opin-
bera sýnir vilja til að taka á þessum
málum í heild sinni. Það verður að
stöðva þessa vitfirringa sem halda
samfélaginu í þögn skelfingarinn-
ar. Ég er þakklátur DV og Sirrý fyrir
þá umfjöllun sem orðið hefur til
þess að hreyfa við þessum málum,"
segir Guðmundur Sesar.
*
Þreytt verkfallsbarn
biður um vinnu
Ungur Eskfirðingur sem að sögn
hafði fengið sig fullsaddan á kenn-
araverkfalli og skólakerfinu brá á
það ráð að sækja um vinnu hjá
stærsta atvinnurekanda staðarins,
Eskju, á dögunum. Drengurinn
kvaðst tilbúinn í hvað sem er.
„Hann bara kom hérna og bað
um vinnu," segir Halla Óskarsdóttir,
starfsmannastjóri Eskju. „Ég hélt að
hann væri að grínast en honum var
bara alveg sama um það og þegar ég
spurði hvort hann vúdi í bræðsluna
eða frystihúsið sagði hann mér að
hann væri búinn að fara niður í
frystihús. Hann gætí líka vel hugsað
sér að vinna hérna á skrifstofunni,"
segir Halla.
„Einhvern tímann hefði þetta nú
Áttu vinnu handa mér? Níu ára gekk
hann inn á skrifstofu Eskju og bað um vinnu.
DV-mynd eskja.is
ekki verið mikið mál, en nú eru sem
betur fer breyttir tímar hvað þetta
varðar."
Síðast þegar fréttíst sat dreng-
urinn á skólabekk eftir verkfall.
Byltingin étur bakarann
Andrés Sigmundsson, byltingar-
bakari í Vestmannaeyjum, er hom-
reka eftir að samstarfsmenn hans í
Vestmannaeyjalistanum og sam-
flokksmenn hans í Framsóknar-
flokknum snem við honum baki.
Framsóknarmenn í Vestmannaeyj-
um harma samstarfsslitin við
Vestmannaeyjalistann í
seinustu viku sem urðu
í framhaldi þess að gðj
Andrés Sigmundsson,
bakari og bæjarfulltrúi,
neitaði að segja af sér
sem formaður bæjar-
ráðs. Krafan um afsögn
kom í framhaldi þess að
upp komst að Andrés
hafði án samráðs
við félaga sína
undirritað fá-
ránlega vilja-
yfirlýsingu
um kaup á
Fiskiðju-
húsi fyrir rúmar 150 milljónir króna,
sem þykir fráleitt verð. Andrés varð
frægur þegar hann sleit samstarfi
flokks síns við sjálfstæðismenn og tók
upp samstarf við V-listann.
Stjórn Framsóknar í Eyjum telur
að samstarfið hafi verið farsælt og í
yfirlýsingu stjórnar félagsins segir að
fullur vilji hafi verið til þess að halda
bví áfram en Andrés bakari hafi
ekki haft samráð við félagið áður
en hann sleit samstarfinu. „Af
■ þeim sökum vill stjóm félagsins
I beina þeim eindregnu tilmæl-
um til Andrésar Sigmundssonar
að hann segi af sér starfi bæjar-
fulltrúa í ljósi undangenginna
atburða," segir Framsókn í
Eyjum.
Andrés bakari Gerði uppreisn
enernú hornreka.
KORKLOC
Komdu og skoðaðu úrvalið
eða hringdu og fáðu sendan bækling.
Þ.Þorgrimsson & Co
Ármúla 29, S:553 8640
www.korkur.ls
Stærð: 295x900x12mm
Fjöldi lita á lager