Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 8
8 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004
Helgarblað DV
Fréttaskýring
Bandaríkjastjórn ætlar að bregðast við mikilli aukingu á ópíumframleiðslu í Afganist-
an. Ætlar að eyða 780 milljónum dollara til verksins. í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um málið
kemur fram að Afganistan sé að breytast í sama „dóp-ríkið“ og það var fyrir 1999 er talíbanar stöðvuðu
framleiðsluaukninguna á ópíumi.
Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir því að hún muni bregðast við
mikilli aukningu á ópíumframleiðslu í Afganistan og hefur lagt
til að 780 milljóna dollara fjárveiting verði samþykkt til þessa
verkefnis á næsta ári.
Á sama tíma og þessi yflrlýsing var
gefin í vikunni kom út ný skýrsla á veg-
um Sameinuðu þjóðanna þar sem segir
m.a. að Afganistan sé að breytast í sama
„dóp-ríkið‘‘ og það var fyrir 1999 er
talíbanar stöðvuðu &amleiðsluaukn-
inguna á ópíumi. Búist er við að þe&
sem fara með raunveruleg völd í
Afganistan, héraðsstjórar með eigin
heri og flkniefhabarónar muni bregðast
við þessu af hörku en áædað er að ópí-
um standi und& yfir 60% af þjóðartekj-
um landsins.
f skýrslu SÞ eru Bandaríkjamenn og
NATO-heraflinn í Afganistan hvattir til
að beijast jafnmikið gegn ópíumfram-
leiðslunni og uppreisnarmönnum
taflbana. Talið er að Afganistan standi
nú undfr 87% af allri ópíumframleiðslu
í heiminum og áædaðar tekjur landsins
af ópíumi á síðasta ári eru 2,8 milljarðar
dollara eða um 160 milljarðar króna.
Talið er að tíundi hver Afgani hafi nú
tekjur sínar af framleiðslunni.
Söguleg mistök
I skýrslu SÞ er sagt að það yrðu
söguleg mistök ef Afganistan yrði yfir-
gefið í hendur ópíumsins. Og Antonio
Maria Costa, yfirmaður skrifstofu SÞ í
fíkniefna- og glæpamálum, segir að
skýrslan ætti að vekja heiminn upp af
værum svefni í þessu máli. .Afgönsk
stjómvöld em of veikburða til að fást
við þetta vandamál á eigin spýtur,"
segir Costa. „Fflaúefnin í landinu em
skýr og viðvarandi hætta. Óttinn um að
Afganistan sé að breytast í dóprfld er
raunverulegur."
Samkvæmt skýrslunni er ópíum-
framleiðslan í ár áætiuð um 4.600 tonn
eða nálægt því hámarki sem hún náði
1999 er tafibanastjómin greip í taum-
ana. Fréttaritari BBC í Kabúl, Roland
Buerk, segir að það sé auðvelt að sjá af
hverju 2,3 milljónir manna, eða tíundi
hluti íbúanna, hafi lifibrauð sitt af ópí-
um þegar haft er í huga að bóndi getur
hagnast tífalt meira á að framleiða efn-
ið en hann fær út úr hefðbundnum
landbúnaði.
Costa segir að það sé nauðsynlegt að
stöðva ópíumframleiðsluna á löglegan,
lýðræðislegan og efrtahagslegan hátt.
„Þetta verður langur og erfiður ferill,“
segir Costa.
Veik stjórn
Bandaríkjastjóm segir að hún hafi
nýja áætiun um hvemig berjast eigi við
ópíumvandann og muni styðja stjóm-
völd í Afganistan með ráðum og dáð í
komandi stríði. Vandamálið sem við er
að etja er að nýkjörin stjóm Karzanis
forseta ræður í raun engu í landinu ef
frá er talin miðborg Kabúl og nánustu
úthverfi borgarinnar. Á landsbyggðinni
ráða ýmsir héraðshöfðingjar, herstjór-
ar, uppreisnarmenn og fíkniefriabarón-
ar því sem þeir vilja.
Robert Charles, einn af aðstoðar-
utanrfldsráðherrum Bandaríkjanna,
segir að ópíumframleiðslan sé alvarleg-
asta vandamálið sem við er að gflma í
Afganistan í dag. Aðspurður af hverju
alþjóðlegar aðgerðir gegn framleiðsl-
unni hafi gengið svo illa sem raun ber
vitni segir Charles að það sé einkum
vegna þeirrar lögleysu sem rfld á lands-
byggðinni í Afganistan og skorts á hæfú
fólki til að eyðileggja valmúaakrana.
Valmúinn Bændur IAfganistan vilja heldur
rækta valmúa, sem ópium er unniö úr, en
aörar landbúnaöarafurðir.
„Nú em Bandaríkin og Bretland í
samvinnu við Afganistan að undirbúa
umfangsmiklar aðgerðir til að eyði-
leggja uppskeruna á næsta ári,“ segir
Charles.
Glæpir og spilling
Ópíum er að mestu notað til fram-
leiðslu á heróíni. Ópíum- og heróín-
framleiðslunni, smyglinu og sölunni á
því fýlgja glæpir og spilling um allan
heim. Ekkert eftirlit er með landamær-
um Afganistans og er fíkniefrumum
smyglað yfir landamærin til Pakistans,
Rússlands og áfram til Tyrklands og
þaðan til Evrópu. Smyglið er mikið yfir
landamærin til Paldstans þar sem
menn tengdir al-Kaída ráða lögum og
lofum á stórum svæðum. Smyglgróð-
inn er hluti af rekstrarfé hreyfingarinn-
ar. Einnig em ýmis Asíulönd að verða
stór í herómframleiðlsunni enda getur
hagnaðurinn af sölu þess numið stjam-
fræðilegum upphæðum.
í Bretlandi er heróínneysla vax-
andi vandamál en þar í landi telja
menn að glæpaflokkar frá Asíu séu að
reyna að sölsa undir sig markaðinn
með tilheyrandi ofbeldi, morðum og
skotbardögum. Steve Holmes, einn af
yfirmönnum fíkniefnalögreglunnar í
Bretlandi, segir að asískir glæpaflokk-
ar séu æ meira áberandi í heróínsöl-
unni. „Þetta eru yfirleitt vel skipu-
lagðir glæpaflokkar og þeir eru
viðriðnir öll stig sölunnar, ekki bara
innflutninginn," segir Holmes. „Þeir
nota þá reynslu sem þeir hafa öðlast
við innflutninginn til að skipuleggja
allt söluferlið, heildsöluna og götu-
söluna á Englandi og í ákveðnum
borgum.“
Bradford miðstöðin
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
Steve Holmes hefúr aflað sér er borgin
Bradford að verða ein helsta miðstöðin
fyrir heróínsöluna í Bretiandi. Áætiað er
að um 30 tonnum af heróíni sé smyglað
til Bretiands á hveiju ári og að lögreg-
unni takist aðeins að ná um tveimur
tonnum af því magni.
Donald Toon, yffrmaður glæpa-
deildar tollsins á norðurhluta Englands,
er sammála Holmes um aukin áhrif
Asíumanna í heróínsölunni, einkum
Pakistana. „Við höfum vissulega orðið
varir við auldn umsvif Pakistana í alvar-
legri og skipulagðri glæpastarfsemi
tengdri heróínsölunni," segir Toon.
„Við áætium nú að um fjórðungur af
heróínmarkaðinum á okkar starfssvæði
sé nú undir stjóm glæpaflokka frá
Pakistan."
Fflaiiefnalögreglan í Bretiandi hefur
einkum beint sviðsljósi sínu hingað til
að tyrkneskum og albönskum glæpa-
flokkum hvað varðar innflutning og
sölu á heróíni. Asíumenn em hins vegar
að reyna að bola þessum glæpamönn-
um út af markaðinum og er því sjónum
lögreglunnar beint að asískum sam-
félögum innan Bretiands í sí auknum
mæli þessa dagana.
Karzani Vandamáliö sem
viö er aö etja er aö nýkjörin
stjórn Karzanis forseta
ræðurí raun engu í land-
inu effrá er talin miöborg
Kabúl og nánustu úthverfi
borgarinnar.
Ffkniefnabrenna Fyrrímánuö-
inum brenndu lögreglumenn í
Afganistan mikiö magn afeiturlyfj-
um, eöa um 3 tonn afópíum, 4
tonn afhassi og 170 kg afheróíni.
,ír