Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 12
Helgarblað DV
Nóvembertilboð
20 % afsláttur
Hægin dastólar
slillanlcíit bak. leður á slití'l. eða sferkt áklæöi.
tilboðsverð
5.30ÍL^r
settið kr. 231.660
Sófasett 3ja og 2 hægindastólar
öll sivti stillanleií. sterkt íauáklæði.
ínnlit
Síðnniú 1 a 13 Revkjavík
sími 544 8181
Dómarinn sem dæmdi Annþór Faðir
fórnarlambsins lýsir Símoni Sigvaldasyni
héraðsdómara sem hetju. Hann hafiþor-
að að kveða upp réttlátan dóm.
— >
( Framhald af
fymopnu \W j
Skreið inn í svefnherbergið
Það var föstudaginn 4. apríl sem
Annþór og Ólafur Valtýr Rögnvalds-
son brutu upp hurðina á íbúð Birg-
is Rúnars í miðbænum. Þeir voru
báðir vopnaðir kylfum. Ólafur
Valtýr henti keramikdiski í höfuð
Birgis en Annþór lét höggin dynja
með kylfu. Birgir Rúnar var
mjaðmagrindarbrotinn og tókst að
skríða inn í svefnherbergi.
Annþór elti hann og lamdi með
kylfunni þannig að Birgir Rúnar
handleggsbrotnaði þegar hann
reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér.
I dómnum yfir Annþóri segir að
brot hans í þessu máli séu alvarleg
og ófyrirleitin. Hann hafi veist að
Birgi Rúnari „með hrottafengnum
hætti“ og valdið honum umtals-
verðu líkamstjóni. „í þá för réðst
ákærði við þriðja mann og stóð að
atlögunni með ofurefli liðs þar sem
Birgir Rúnar stóð höllum fæti í kjöl-
far umferðarslyss. Lýsir slík atlaga
miskunnarleysi," segir í dómnum.
Handrukkari gengur laus
Réttarhöldin yfir Annþóri hafa
vakið gríðarlega athygli. Sú umfjöll-
un hófst rmeð því að ráðist var á
Friðrik Þór Friðriksson feikstjóra á
Ölstofu Kormáks og Skjaldar í byrj-
un október. Friðrik sakaði Annþór
um verknaðinn og hótaði að kæra
hann; sagði Annþór hafa verið
fenginn í verkið af þriðja aðila.
Hér væri handrukkari á ferð.
í kjölfarið fór DV yfir feril Ann-
þórs, sem er fæddur árið 1976, en
hefur frá árinu 1993 verið átta sinn-
um dæmdur fyrir gróf ofbeldis- eða
fíkniefnabrot, síðast árið 2003 í sjö
mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Það skilorð hefur Annþór nú rofið
en samt gengur hann laus.
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, segir að fangels-
ismálayfirvöld þurfi að óska eftir
því við lögreglu að birta dóm yfir
mönnum. Það taki alltaf einhverja
daga. Þangað til gangi Annþór laus.
Sekt leigusalans
Frá upphafi málsins hefur Ann-
þór neitað því að vera handrukkari.
I dómnum kemur hins vegar fram
að hjá lögreglu hafi Annþór viður-
kennt að Ragnar
Guðmunds-
son, leigu-
sali Birgis
I Rúnars,
' hafi fengið
Ihann til að
koma Birgi
út úr íbúð-
inni. Ragnar
hafði fundið
dóp á gistiheimil-
inu sem tilheyrði
Birgi Rúnari og
vildi strákinn út
úr húsinu.
Ragnar Guðmundsson
leigusalj FékkAnnþór til
að ganga i skrokk á Birgi
Rúnari en fær engan dóm.
Þann 1.
október var
ráðist á Friðrik
Þór Friðiksson
kvikmynda-
leikstjóra á
Ölstofu Kor-
máks og
Skjaldar. Frið-
rik var illa far-
inn eftir árás-
ina. Bólginn og marinn. Hann
fullyrti að Annþór Kristján Karls-
son hefði verið árásarmaðurinn
og sagðist ætla að kæra hann.
Friðrik bað um lögregluvernd til
að hann gæti lagt fram kæruna en
fékk ekki. DV hafði samband við
Friðrik Þór í gær og hann sagði
málið í fullum gangi. Lögfræðing-
ar væru með það í höndunum og
það kæmi í Ijós síðar hvað gerist.
Spurður hver hefðu verið við-
brögð hans við dómnum sem hér-
aðsdómur felldi í gær sagði Frið-
rik: „Égbið bara fyrir Annþóri.“
Gistiheimilið Adam HérréðustAnnþórog
félagar til atlögu.
Framburður Annþórs og ann-
arra vitna staðfestir hlutdeild Ragn-
ars í verknaðinum.
„Þetta hlýtur að vera einhver
misskilningur í dómaranum," sagði
Ragnar Guðmundsson, eigandi
Gistiheimilisins Adams og fyrrum
leigusali Birgis Rúnars. Þegar Ragn-
ari var bent á að í dómnum kæmi
fram að Annþór viðurkenndi að
Ragnar hefði beðið hann um að af-
skipti yrðu höfð af Birgi Rúnari
sagði Ragnar: „Þá er Annþór að
Ijúga."
Tímamótadómur
Faðir fórnarlambsins og lög-
fræðingar og dómarar sem DV hef-
ur rætt við eru sammála um að
dómurinn yfir Annþóri sé merkileg-
ur. Hann er mun þyngri en flestir
áttu von á. Mun þyngri en dómar
fyrir líkamsárásir af þessu tagi eru
yfirleitt.
Það sem gerir málið einnig
merkilegt er að Birgir Rúnar dró
kæru sína og framburð til baka.
Sagðist hafa fallið í stiga og hand-
leggsbrotnað við það. í dómnum
segir að sú útskýring sé ótrúverðug
Eftir að
árásin áFrið-
rik Þór komst í
kastíjós fjöl-
miðla og rétt-
arhöld hófust
vegna árásar-
innar á Birgi
Rúnar talaði
DVviðKarlJ.
Sigurðsson, föður Annþórs. Karl
sagðist hafa áttað sig á því þegar
Annþór var um fermingu að ekki
væri allt með felldu varðandi
drenginn. Hann hefði verið send-
ur á Dalbraut vegna vandræða og
taldi faðirinn að einelti í æsku
væri um að kenna. „Eins og
málum er komið vildi ég sjá son
minn á bak við lás og slá. Það
verður að bregðast við þessu öllu
og ég veit að Annþór hefði gott að
því að taka út refsingu," sagði
Karl faðir hans og miðað við
dóminn sem féll í gær virðist Karh
hafa orðið af ósk sinni.
Drengur-
inn sem Ann-
þór Kristján
Karlsson var
dæmdur fyrir
að hafa ráðist
á dró kæru
sína á hendur
Annþóri til
bakaíupp-
hafi málsins.
Að sögn foreldra hans óttaðist
Birgir Rúnar afleiðingarnar ef
hann héldi kæru sinni til streitu.
Þrátt fyrir að hafa dregið kæruna
til baka ákvað rfkissaksóknari að
ákæra í málinu og byggja á fram-
burði Birgis Rúnars við yfirheyrsl-
ur hjá lögreglunni. Tveimur dög-
um fyrir réttarhöldin kom Birgir
Rúnar í viðtal hjá DV. Hann sagð-
ist þá tilbúinn til að segja sann-
leikann; Annþór hefði handleggs-
brotíð hann, sagan um stigann
væri lygi. Tveimur dögum eftir
það birtist Birgir Rúnar niðurlút-
ur í héraðsdómi og kaus að halda
sig við frásögnina um stígann
sem dómurinn sagði ótrúverðuga
og ekki eiga sér stoð í málsgögn-
um.
og eigi sér enga stoð í gögnum
málsins.
Eftir stendur því að þungur
dómur féll í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í gær. Dómur sem að mati lög-
fræðinga og föður fórnarlambsins
sendir skýr skilaboð út í þjóðfélag-
ið. Og skilaboðin sem Símon
Sigvaldason sendir frá sér eru að
handrukkanir verði ekki liðnar. Það
er sama þótt vitnum sé ógnað og
framburðir dregnir til baka - sann-
leikurinn mun koma fram og menn
verða dregnir til saka.
„Þessi dómari er hetja," segir
Benedikt Arason, faðir fórnar-
lambsins. „Ég held að öll umræðan,
innrásin á DV og hvernig þið hafið
tekið á þessum málum hafi skipt
máli. Dómurinn sýnir það.“
simon@dv.is