Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Page 14
74 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Helgarblaö DV Matsland ser ekk eftr nenu Rúnar Ben Maitsland afplánar nú þunga dóma fyrir fíkniefnainnflutn- ing á Lida-Hrauni. DV heimsótti Rúnar á Hraunið í fylgd Stefáns Mána rithöfundar. Rúnar hjálpaði honum við gerð bókarinnar Svartur á leik sem fjallar um undirheima Reykjavíkur. Heima sem Rúnar Ben þekkir vel. Þrátt fyrir glæpi sína tekst Rúnar á við hvern dag af æðruleysi. Hann á átta ára gamal barn £ Kanada sem veit ekki að pabbi þess er í fang- elsi en segist ekld sjá eftir neinu. Líf- ið sé ágætt bak við lás og slá. Það er nær tíu stiga frost þegar ég og Stefán Máni rithöfundur leggjum af stað upp á Lida-Hraun. Á leiðinni á Hraunið má sjá bfla við vegkant- inn, með brotnar rúður eða sprung- in dekk. Við ædum að hitta Rúnar Ben Maitsland. Alræmdan fíkni- efnasala sem fékk á dögunum sex ára dóm fyrir aðild sína að stórfelldu fflcniefnamáli auk þess sem hann situr af sér fimm ára dóm fyrir ann- an anga af sama máli. Skáld á Hrauninu Stefán Máni er með fjögur eintök af nýjustu bók sinni Svartur á leik í hvítum innkaupapoka. Hann ædar að gefa Rúnari bækumar ásamt nokkrum eintökum af Hótel Kali- fomíu sem Stefán gaf út í fyrra. í svörtum á leik rannsakar Stefán Máni undirheimana. Rúnar Ben hjálpaði honum í þeirri rannsókn. Og betri heimildarmann er trú- lega erfitt að finna. Rúnar Ben hefur verið viðriðinn glæpi allt frá ung- lingsárum sínum. Eftir nokkrar mín- útur, þegar ég sit með honum í gestaherbergi á Lida-Hraimi, horfir hann á mig og segir: „Ég kann bara ekkert annað." Þegar glæpir em allt sem þú kannt er kannski ekki að undra að vinnuveitandinn í dag sé Fangelsis- málastoftiun. Á leiðinni á Hraunið rifjar Stefán upp að hann hefði tvisvar sinnum áður komið á Litía-Hraun. Einu sinni til að heimsækja vin sinn. í annað skiptið til að lesa upp með Bubba Morthens á aðfangadag. Stefán segir þetta hefð hjá Bubba. Sjálfur hafi hann bara nennt að eyða einum aðfangadegi frá konu og barni. Nú emm við komnir á Hraunið og stöndum upp þegar Rúnar Ben Maitsland heilsar okkur með glað- legri rödd inni í gestaherbergi. Þungur dómur „Sælir drengir," segir Rúnar og fær sér sæti. Gestaherbergið er í gæsluvarðhaldsálmunni. Það er búið sófa, skrifborði og nokkrum stólum. Við hliðina á herberginu er lítill einangmnarklefi. Brún dýna liggur á gólfinu og járnhringir em fastir við gólfið. Trúlega til að hægt sé að binda menn niður þegar fjör færist í leikinn. Og þykk járnhurðin á einangrun- arklefanum stendur opin. Neglur hafa skilið eftir för í hurðinni. Eftir að Stefán Máni hefur afhent Rúnari bækurnar spyr ég Rúnar hver hans viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavflcur séu. Rúnar var dæmdur í sex ára fangelsi en hann hefur þegar hlotið fimm ár fyrir annan anga af sama máli. Bróðir Rúnars, Davíð Ben Maitsland, fékk fjögur og hálft. „í fyrsta lagi á ekki að hengja bróður minn fyrir að líta eins út og ég,“ segir Rúnar sem er ekki sáttur við hinn þunga dóm. „Údendingarnir frá Hamborg sem vom í viðskiptum við mig þekktu okkur ekki í sundur. Bróðir minn kom ekkert nálægt þessu þó vitnin hafi borið öðm við.“ Rúnar segir það einnig ljóst að dómnum verði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Refsingin sé aílt of þung miðað við eðli brotsins. Einn dagur í einu Stefán Máni tekur upp penna og áritar eintak handa Rúnari. Þeir kynnmst árið 1993 þegar Rúnar sat ásamt bróður sínum á Kvíabryggju og Stefán heimsóttí vin sinn þangað. Þegar Stefán byrjaði svo rannsóknar- vinnu sínu íyrir Svartur á leik leitaði hann til Rúnars sem sat í fangelsinu á Akureyri. „Mig vantaði bara ákveðnar upp- lýsingar," segir Stefán. „Til dæmis hvort það væri raunverulegt að menn græfu dóppeninga í jörðu í Hamborg. Það var svo tilviljun að mál Rúnars tengdist einnig Hamborg. Rúnar sagði mér að þetta væri ekki svo langt ffá því sem gerðist í raun og veru." Vemleiki Rúnars Ben Maitsland einskorðast í dag við Litía-Hraun. Rúnar er með gul sólgleraugu sem em kannski einkennandi fyrir viðhorf hans til h'fsins. Þetta er ekld neikvæð- ur maður sem segir okkur sögu sína þennan fimmtudag á Hrauninu. „Ég lít alltaf björtmn augum á hlutina," segir Rúnar. „Það hvarflar ekki að manni að strjúka eða brjóta reglurnar. Tíminn héma er fljótur að líöa. Þú verður bara að taka einn dag fyrir í einu." Stubbarnir á Hrauninu Rúnar segir margt gott hafa gerst í aðbúnaði fanga. Hann er með tölvu inni hjá sér. Sjónvarp. Leikjatölvu. Bráðum fær hann svartan hæginda- stól. „Síðan Valtýr tók við sem fangels- ismálastjóri hafa hlutimir breyst. Hann lítur ffekar á þetta sem betrun- arvist en refsivist. Ég er sammála þeirri nálgun. En ég veit líka að ef maður gerir eitthvað af sér missir maður ffíðindin," segir Rúnar en eitt af því sem margir fangar leiðast út í á Hrauninu er dópið. Rúnar segist hafa notað dóp, hass, e-töflur og spítt upp á dag í ein 17 ár en hætt því um leið og hann fór inn á Hraunið. „Þeir sem nota dóp héma em að- allega Stubbamir," segir Rúnar. „Stubbamir em þeir sem em að af- plána stutta dóma og er því sama um hvernig vistin er. Vita að þeir sleppa hvort sem er fljótt aftur út.“ Sú er ekki raunin með Rúnar. Hann er nú að sitja af sér fimm ára dóm og á dögunum bættust sex ár við fyrir fíkniefnabrot. „Það væri heimskulegt fyrir mig að storka reglunum. Ég á eftir að vera hérna lengi og því betra að hlutírnir séu í góðu. Ef ég fengi mér í pípu myndi ég missa allt," segir Rúnar og bætir við að dóp sé nokkuð sem erfitt sé að stoppa á Hrauninu. Ef menn ætíi sér eitthvað finni þeir vanalega leiðir til að gera það. Dýrmætar mínútur Ég bið Rúnar að lýsa venjulegum degi. Ef eitthvað er til sem heitir venjulegur dagur í fangelsi. Rúnar segist vakna og fara í vinnuna, taka svo á því í lyftingasalnum og fara svo í göngutúr um svæðið. Á kvöldin em svo alltaf námskeið og eitthvað um að vera. Klefunum er lokað klukkan tíu og næstí dagur tekur við. Eitt af námskeiðunum var um daginn þegar Hróksmenn mættu til að kenna föngunum skák. í fylgd Hróksins var erlendur stórmeistari sem eitt sinn var sá fimmti besti í heiminum. Rúnar hlær þegar hann segist hafa náð jafntefli við hann. „Ég lærði að tefla þegar ég fór inn í fangelsi. Nú tefli ég mikið á netinu. Vanalega við stígaháa menn. Þannig bætir maður sig á skemmstum tíma," segir Rúnar. Talið berst að veröldinni utan Hraunsins. Stundum fá fangamir dagsleyfi. Rúnar segir mörgum bregða í brún að sjá breytingarnar á samfélaginu. Það breytist margt þegar árin verða mörg bak við lás og slá. „Maður heldur að samfélagið sé eins og þegar manni var stungið inn. Að þú getir bara gengið aftur inn í þinn gamla heim," segir Rúnar. „En þegar maður kemur út sér maður hvað allt hefur breyst. Það er búið að byggja svo mikið af nýjum húsum. Setja slaufur á götumar. Tíminn stendur ekki í stað." Stefán Máni kemur inn í umræð- una. Hann segist þekkja nokkra fanga sem reyni að gera allt þegar þeir fá dagsleyfi en endi á að gera ekki neitt. Rúnar hlær. Hann kannast við þetta. Segist í dag alltaf nýta tímann fyrir hádegi í útréttíngar svo hann hafi seinnipartínn fyrir sjálfan sig. „Ein bíóferð getur samt tekið nær allan tímann þinn. Mínúturnar þar sem þú ert frjáls em dýrmætar." Dóplistinn rugl Rúnar hefur margt að segja um samfélagið í dag. Hann segir hörkuna í undirheimunum mun meiri en þeg- ar hann var upp á sitt besta. Menn svífist einskis. „Ég skil ekki til hvers menn em að ráðast á fjölskyldur. Mömmur og pabba. Hvað kemur fjölskylda ein- hvers sem skuldar skuldinni við? Þetta er bara mgl og á ekki að líðast," segir Rúnar Ben Maitsland en nafn hans er í hugum margra tengt við dóp og ofbeldi. „Auðvitað er Maitsland-nafhið orðið þekkt," segir Rúnar. „Það trufl- ar mig samt ekkert. Það er verra að bróðir minn þurfi að líða fyrir það sem ég hef gert." Nafn Rúnars birtist til dæmis á hinum fræga dóplista sem Björn Tómas Sigurðsson settí á netið. Nú er búið að loka síðunni eftir að Persónuvemd greip til aðgerða. Rúnar Ben var ekki sáttur við að vera á þessum lista. „Það er alveg út í hött að birta svona lista á netínu. Þessi maður sagðist lflca hafa hringt í mig þegar syni hans var rænt og ég hefði hjálp- að honum. Þetta kannast ég bara ekkert við. Sonur hans er reyndar nýfarinn héðan af Hrauninu. Hann er búinn að vera í þessum bransa lengi en ekki sá ég hans nafn á list- anum. Og ef ég hefði hjálpað gæjan- um, er þetta þá þakklætíð? Að lenda á einhverjum listá. Þetta er algjört mgl." Skemmtilegur tími Rúnar Ben segir Guðmund Sesar Magnússon, sem nýverið gaf út bók um reynslu sfna af handrukkumm, einnig vera að búa hlutí til. „Þetta er bara tilbúningur hjá Guðmundi. Hann hefur fengið þess- ar lýsingar upp úr einhverri bíó- mynd. Eg meina, eftir hverju áttu þessir handrukkarar að vera að slægj- ast? Ekki áttí hann pening. Það er kannski fyrst núna eftir að Sirrý gaf honum hálfa milljón sem kallinn er í hættu," segir Rúnar og hlær hátt. Rúnar og Stefán Máni Rúnar Ben hjálpaði Stefáni með bókina Svartur á leik. Tíminn líður hratt þennan fimmtudag á Hrauninu. Rúnar Ben á marga fimmtudaga eftir á Hratminu. „Eg sé ekki eftir neinu," segir Rúnar sem á átta ára son úti í Kanada. Hann segist vera í góðu sambandi við barnsmóður sfna. Krakkinn vití þó ekki að hann sé í fangelsi. Rúnar bætir við: „Ég leiddist út á þessa braut ungur og kann ekki annað. Þetta var skemmtilegur tími. Ef ég ætti val myndi ég trúlega fara sömu leið á ný.“ simon@dv.is Auðvitað er Maitsland-nafnið orðið þekkt. Það truflar mig samt ekkert. Það er verra að bróðir minn þurfi að líða fyrir það sem ég hefgert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.