Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 35
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 35 U2 I fínu formi ó nýju plötunni sem verö- \ urað teljast gott eftir 28 ára starf. Það er kannski ekkert skritið að sveitin hafi náð að halda þetta svorta lengi út, samstarf- ið er svo gott að meðlimir sveitarinnar fara meira að segja saman isumarfri. Hættip aö reyna á þolrif aðdáenda sinna Nýja U2-platan, How To Dism- antle An Atomic Bomb, sem kemur út eftir helgi, lak ekki á netið fyrr en í síðustu viku. Það verður að teljast nokkuð vel sloppið miðað við það að ókláruðu eintaki af plötunni var stolið frá The Edge þegar ljós- myndatökur stóðu yfir í Frakklandi í sumar. Það tók 18 mánuði að vinna plötuna. Rétt fyrir jólin í fyrra henti hljómsveitin meirihlutanum af því eftii sem hún hafði þá tekið upp með upptökustjóranum Chris Thomas. Eftir það fékk hún Steve Lillywhite enn eina ferðina til liðs við sig og þá fóru hlutirnir að ger- ast. How To Dismantle An Atomic Bomb hefur að geyma 11 lög. Síð- asta plata, All That You Can’t Leave Behind, sem kom út fyrir fjórum árum, markaði afturhvarf til tónlist- arinnar sem þeir spiluðu á níunda áratugnum, áður en þeir fóru að gera tilraunir með raftónlist á plöt- um eins og Achtung Baby, Zooropa og Pop. Nýja platan er kannski merki þess að U2-meðlimir séu endanlega hættir að reyna á þolrif Stúdíóplötur U2 m Boy(1980) October (1981)1 -TjLWar (1983) uSrj ~ yn The Unforgetta-Í^ ble Fire (1984)^.1^ The Joshua Tree (1987) Rattle & Hum (1988) Achtung Baby (1991) Zooropa (1993) Pop (1997) All That You Can't Leave Behind (2000) How To Dismantle An At- omicBomb (2004) aðdáenda sinna með tilrauna- mennsku. Hún er ekki ólík All That You Can’t Leave Behind, en samt eru lögin fjölbreyttari og meira að gerast í útsetningunum. Með fyrsta upplagi plötunnar fylgir DVD-disk- ur sem inniheldur heimildarmynd og nokkur lög. Pósturinn gripinn í general- prufu Það er ekki einfalt að taka upp nýja U2-plötu. Það sést ágætlega á listanum yflr pródúserana sem unnu að How To Dismantle An At- omic Bomb. Steve Lillywhite var aðalpródúser, en auk hans komu fyrrnefndur Chris Thomas, Flood, Brian Eno, Nellee Hooper, Carl Glanville og Jacknife Lee við sögu. Þetta eru allt skapandi menn sem fá hugmyndir sem geta breytt lagi úr góðum grunni yfir í meistara- verk. U2-meðlimir fara ekki leynt með þá skoðun sína að það að taka upp plötu sé fyrst og fremst mikil vinna: „10% af því að vinna í hljóð- veri er innblástur, 90% er ná- kvæmnisvinna og leit að smáatrið- inu sem breytir öllu. Það er vísinda- hliðin á starfinu," segir The Edge. Platan var tekin upp á tveimur stöðum. f U2-hljóðverinu í Ha- nover Quays í Dublin og í Suður- Frakklandi. Eitt af því sem Bob gerði var að prófa lögin á venjulegu fólki. Einn daginn spilaði hann t.d. mismunandi útgáfur af einu laginu fyrir póstinn sem var að bera út þann daginn og bað um hans álit. Annan dag bauðst hann til að keyra aðdáendur sem héngu fýrir utan stúdíóið heim með því skilyrði að þeir hlustuðu á mismunandi mix af lögum sem áttu að fara á plötuna. Hann segist með þessu fá annað sjónarhorn á tónlistina. Dagfarsprúðir fjölskyldu- menn U2 hefur starfað í 28 ár. Fyrsta smáskífan þeirra kom út fyrir 25 árum. Hljómsveitin varð ein af vin- sælustu hljómsveitum heims á ní- unda áraugnum með plötum eins og The Unforgettable Fire (1984) og The Joshua Tree (1987) og tókst að halda vinsældunum á tíunda ára- tugnum með ffamsæknum og til- raunakenndum plötum eins og Achtung Baby (1991) og Zooropa (1993) og tilkomumiklum og hug- myndaríkum tónleikum. U2 hefur aldrei verið mikið sukkband, en Adam Clayton bassa- leikari gerði sitt til þess að reyna að halda lífi í „sex & drugs & rock & roll-slagorðinu”. Hann sukkaði lengi vel mikið, varð frægur fyrir að vera kærasti súpermódelsins Na- omi CampbeU og missti úr tónleika í Sydney árið 1993 vegna þess að hann var of fullur til að spila. í dag er hann búinn að vera edrú í 6 ár og er að eigin sögn yfirleitt kominn undir sæng klukkan hálf tólf á kvöldin. Hinir meðlimirnir eru allir fjöl- skyldumenn. Bono er enn þá með æskuástinni og á með henni tvær Ellefta plata U2 kemur út á mánudag- inn. Það gekk á ýmsu á þeim 18 mánuð- um sem það tók að vinna hana, en ef það er eitthvað að marka erlenda tón- listargagnrýnendur þá er hún fyrirhafn- arinnar virði og rúmlega það. Trausti Júlíusson kynnti sér HowTo Dismantle An Atomic Bomb. dætur og tvo syni, The Edge á fjórar dætur og einn son og Larry Mullen trommuleikari á tvo syni og eina dóttur. Sannkölluð fjölskyldu- hljómsveit. U2 er líka samheldnari en flestar aðrar hljómsveitir sem hafa náð þessum árafjölda, með- limirnir fara t.d. á hverju ári saman í sumarfrí í Suður Frakklandi. Bono brosir að þessu í nýlegu viðtali: „Ég meina, hvaða hiljómsveit fer saman í sumarfrí!” Ekki margar. Á meðan samkomulagið er svona gott og plöturnar sem sveitin sendir frá sér eru jafn frambæri- legar og How To Dismantle An At- omic Bomb er engin hætta á öðru en að U2 starfi áfram. Tónleikaferðin hefst i mars Egilshöll sumarið 2005? Eins og komið hefur fram hefst ný tónleikaferð U2 í Miami 1. mars á næsta ári. Hljómsveitin mun síðan halda 35 stórtónleika á leikvöngum vestanhafs áður en hún heldurtil Evrópu þar sem 30 tónleikar eru fyrir- hugaðir um sumarið. Síðan verður haldið aftur til Bandaríkjanna og aðr- ir 35 tónleikar haldnír þar og þaðan fer sveitin svo til Japan. Einstakir tónleikar hafa ekki enn verið staðfestir, né heldur hverjir muni hita upp á tónleikaferðinni, en írska hljómsveitin Snow Patrol ertalin koma sterklega til greina og New York glamúrfoandið Scissor Sisters hef- ur líka verið nefnt. Orðrómur um að U2 séu á leiðinni til fslands hefur stigmagnast undan- farna mánuði. Ef hann er á rökum reistur þá er ekki ólíklegt að sveitin komi hingað annaðhvort á leiðinni frá Bandaríkjunum til Evrópu eða á leiðinni til baka. Dagsetningar eru ekki heldur komnar á hreint, en það má skjóta á að ef hljómsveitin kemur hingað verði það annaðhvort með vorinu eða haustinu. Spennandi. Ætli þeir slái aðsóknarmet Metallica? Bono bjargar heiminum Næsti friðarverðlaunahafi „Ég er ekki ódýr, en ég mæti á staðinn fyrir ljósmyndarana ef menn eru til í að gera eitthvað sem skiptir máli," sagði Bono nýlega í viðtali. Það vakti nokkra athygli þegar hann lét mynda sig með George Bush Bandaríkjaforseta í fyrra. Það gerði hann eftir að Bush lofaði að auka fjárveitingu til bar- áttunnar gegn alnæmi í Afríku um fimm milljarða dollara, eftir að Bono fór þess á leit við hann. „Ég verð að segja að George Bush stóð við loforð sitt um að auka íjárveit- ingar til alnæmisbaráttimnar í Aff- íku. Mér var sagt að þetta mundi aldrei ganga eftir, en það gerði það samt.” Hann tekur þó ffarn að hann tók það ekki í mál að láta mynda sig með forsetanum rétt fyrir kosning- ar. Bono hefur sennilega hitt fleiri af valdamestu mönnum heimsins heldur en nokkur annar núlifandi skemmtikraftur. Hann hefur m.a. rætt við Bill Clinton, Nelson Mand- ela, páfann, Kofi Annan, Bill Gates og Tony Blair og tilgangurinn er alltaf sá að láta gott af sér leiða. Hann hefur m.a. verið óþreytandi í baráttunni fyrir því að auðugustu þjóðir heims afskrifi skuldir þeirra fátækustu og menn eru þegar farnir að spá honum friðarverðlaunum Nóbels. Bono fékk m.a. að taka í gít- arinn hans Tonys Blair í eitt skiptið sem þeir hittust: „Ég varð að spila á hann af því að ég vildi vita hvort hann væri rétt stilltur. Ég var búinn að heyra að hann spilaði á gítar á hverjum degi og ég vildi vita hvort það væri satt. Mér fannst það traustvekjandi að gítar forsætisráð- herra Bretlands var rétt stilltur.” Bono & Bush Forseti Bandarikjanna jók fjárveitingar til baráttunnar gegn alnæmi i Afriku eftir beiðni söngvara U2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.