Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004
Helgarblað DV
Flugfreyjufélagið var að fá stórglæsilega bók úr prentsmiðjunni
sem gefin er út í tilefni 50 ára afmælis þess. Þar kennir ýmissa
grasa. í spjalli við tvær úr stjórninni, Ásdísi Evu Hannesardótt-
ur formann og Sigurlaugu Halldórsdóttur ritara, kemur fram að
starfið hafi breyst talsvert þótt þær þvertaki fyrir að ljóminn,
sem löngum hefur stafað af starfinu, fari dvínandi.
„Starfið hefur breyst gífurlega
mikið en í grunninn er það alltaf hið
sama; öryggi og þjónusta. Það sem
einkum hefur breyst er að ferðalög
voru áður einstakur viðburður, en eru
nú meira partur af hversdagslegu lífi
fólks,” segir Ásdís Eva Hannesardótt-
ir, formaður Flugfreyjufélagsins, sem
um þessar mundir fagnar 50 ára af-
mæli sínu. í tilefni þess hefur félagið
gefið út stórglæsilega og skemmtilega
bók, ríkulega myndskreytta þar sem
sjónum er beint að hinu merkilega
starfi flugfreyjunnar frá ýmsum sjón-
arhornum. Velkomin um borð - sögur
úr fluginu.
Ásdís Eva talar af reynslu en hún
hefur starfað sem flugfreyja allt frá ár-
inu 1982. Þá liggur eiginlega í loftinu að
spyrja hvort ljóminn, sem löngum hef-
ur stafað af starfinu, hafi ekki dvínað?
Ásdís vill ekki meina að svo sé.
„Nú grípur maður bara til tölfræð-
innar sem segir okkur að ásókn í flug-
freyjustarfið aukist fremur en hitt. Á
undanfömum tveimur ámm, þegar
Iceland Air hafa auglýst lausar stöður,
hafa tvö þúsund manns sótt um. Fólk
vill komast í þetta.”
Ætlar að fljúga til sjötugs
Og Sigurlaug Halldórsdóttir, sem
betur er þekkt sem Dillý, bætir um
betur, en Dillý er ritari félagsins: „Það
er alltaf eitthvað spennandi við flug-
ffeyjustarfið en við kjósum að líta svo
á að þetta sé starf en ekki fegurðar-
samkeppni. í árdaga máttu flugfreyj-
ur ekki vera giftar, sumar giftu sig í
laumi og reyndu að láta það ekki
fréttast. Ég er nú einmitt afrakstur
slíks sambands og er stolt af því.
Mamma var fyrst til að eignast bam
og halda starfinu.
Flugfreyjur máttu sem sagt ekki
eiga börn og máttu ekki nota gler-
augu. En, eins og Ásdís segir, þá fóm
menn ekki til útlanda þá lfkt og í dag.
Og flugfreyjur komu með bjór og
Mackintosh eftir að hafa ferðast til
framandi slóða. Og ráðningin mátti
ekki vera nema til tveggja ára.
Sigurlaug Halldórsdóttir - Dillý Hún er
alveg hörð á því aö hinn rómaði kynþokki
stéttarinnar sé slst I rénun.
Flugfreyjur máttu ekki eldast í starfi!
„Nú viljum við kynna okkur sem
starfsstétt sem má vinna eins langt
fram eftir aldri og aðstæður leyfa. Eg
ætla að fljúga til sjötugs.”
Flugfreyjur eldast þótt það
sjáist ekki
Aðspurð segir Ásdís: „ímynd flug-
Bókinni fagnað Fiugfreyjur fögnuðu
útkomu sinnar ágætu bókar með út-
gáfuteiti á fimmtudagskvöldinu. Bókin
er sannarlega fjölbreytt. Til að mynda
er þar að finna fjölda skemmtisagna úr
starfinu og er afnógu að taka.
freyjunnar? Harðduglegar og sjálfstæð-
ar nútímakonur, svo þetta sé orðað af
alkunnri hógværð."
Dillý segir þetta töff starf sem krefst
líkamlegrar orku og þess að að vera í
góðu formi. „Eins og fram kemur í bók-
inni er það fyrst núna sem starfið er að
verða að ævistarfi. En flugfreyjur þykja
og munu alltaf þykja flottar. Það em
ekki nema tvö ár síðan einn maður
gekk til mín með opinn arminn á Leifs-
stöð. Og þar sem hann nálgaðist velti
ég því fyrir mér hvort ég þekkti mann-
inn. Svo var ekki, en hann tók utan um
mig, kysstí og sagði: .Afhverju em allar
flugfreyjur svona sætar?” Það er eitt-
hvað.”
„Já, það er svo sniðugt með okkur
að þótt það sjáist ekkd þá eldumst við í
ámm talið,” segirÁsdís.
Næsti, gjörið
Yaris 3ja dyra Avensis Sedan
Verðfrá: 980.000 kr. Verð frá: 1.590.000 kr.
Einkaleiga Glitnis: Frá 20.650 kr. á mán.* Bílasamningur Glitnis: Frá 28.930 kr. á mán.**
Bílasamningur Glitnis: Frá 17.450 kr. á mán.**
Eigð'ann eða leigð'ann með aðstoð Glitnis
Vorum að fá í hús takmarkað magn af Toyota betri notuðum bílum. Um er að ræða Yaris, Corolla Sedan
og Avensis Sedan. Þetta eru allt frábærir bílar sem þú getur eignast eða tekið á rekstrarleigu fyrir
milligöngu Clitnis. Gríptu tækifærið því notaður Toyota er næstum eins og nýr.
NÆSTI bíllinn þinn gæti orðið betri notaður Toyota!
Toyota
Kópavogi
Sími 570-5070
Toyotasalurinn
Reykjanesbæ
Sími 421-4888
Toyota Akureyri
Akureyri
Sími 460-4300
Toyotasalurinn
Selfossi
Sími 480-8000
Glitnir