Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Side 37
r I>V Helgarblað LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 37 Árið 2004 er afmælisár en hápunkt- urinn verður afmælisveisla 30. desem- ber, sem er stofndagur félagsins. Rúm- lega 700 flugfreyjur eru skráðar í félagið en nokkur hluti þeirra er sumarstarfs- fólk. Bókin hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár og lofa þær Ásís og Dillý ritnefridina í hástert og segja hana hafa unnið frábært starf. Ásdís Eva Hannesdóttir Formaður félags- ins segir fiugfreyjur vera að eldast - þó ekki sjáist það núá þeim. Coffee, teaor me... Ákvörðunin um að hafa affnælisárið veglegt og vekja verðskuldaða athygli á starfi félagsmanna var tekin árið 2002. „Ekkert blasti við nema svartnætti eftir 11. september. En þetta er fram- tíðarsýn Flugfreyjufélagsins. 11. sept- ember breytti töluvert miklu og má segja að sem stéttarfélag erum við að berjast við breytta mynd flugfélaga, við arðsemiskröfur og síðan yfirvöld og allar hinar hertu öryggiskröfur. Þetta höfum við þurft að takast á við ásamt öðrum sem starfa í fluginu. Bókin er liður í þessu. Hún er byggð upp á vinnu félagsmanna og á tíma- bili var ekki ljóst hvort þetta yrði meira en Andrésar Andarblað, mesta lagi syrpa, en það stefnir allt í að þetta geti orðið ritröð. Sjáum fyrir okkur að Frumherjar (flugfreyju- stétt lárdaga máttu flugfreyj- ur ekki vera giftar. síðasta bindið heiti: Velkomin heim," segir Ásdís. Og þær mega með réttu vera stoltar af bókinni sem er, með fullri virðingu fyrir sagnffæðilegum ritum, talsvert líf- legri en gengur og gerist. Og sjónar- homið er oft óvænt. Þar er að finna pistil eftir Þorgrím Þráinsson þar sem hann lýsir því hvemig er að vera giftur flugfreyju, Gunnar Eyjólfsson leikari lýsir hinum ánægjulegu ámm sínum hjá Pan American þar sem hann starf- aði sem flugþjónn, vísur, flökkusögur, gamansögur, coffee, tea or me... svo fátt eitt sé nefnt. Og bókin er til sölu. „Við emm stéttarfélag, ekki útgáfu- fyrirtæki, þannig að við höfðum ekki hugsað út í það hvemig bókinni er komið í búðir. Þannig að fyrst um sinn má einungis nálgast bókina á skrifstofu okkar að Borgartúni 22,” segirÁsdís. Illræmt starf Dillý telur að fólk hafi án efa áhuga á að vita hvað felst í starfi flugfreyja. „í bókinni em fjölmargar skemmtilegar sögur úr fluginu og sagt af því hvemig við upplifum þetta skemmtilega og ævintýralega starf.” En starSö hefui á sér eilítiö ill- ræmdan blæ, samanber hiö fræga at- riði í Sopranos-þáttunum þarsem flug- freyjur voru heldur betur til í tuskiö, sem og í sjónvarpsþáttunum Mile High? „Ég var einmitt spurð að þessu sama um daginn og þá svaraði ég: Sko, ég er búinn að vera í þessu starfi í 22 ár og ekki er ég í þessu fyrir laun- in. Auðvitað er ég í þessu starfi fyrir eiturlyfin, stoppin, fylleríin og flug- mennina... Nei, vitaskuld er þetta þvílík skrumskæling á starfi flugfreyjunnar en kjarninn í starfinu er öryggisvarsla og þjónusta. Við erum þarna fyrst og fremst til að grípa í taumana komi eitthvað uppá, enda þjálfaðar til þess. Ég hef voðalega lítið orðið vör við þetta sem vísað er til í þessum krassandi þáttum. Ég held til dæmis að það sé ekki meira um ástarsam- bönd í þessu starfi en öðrum. Ég held reyndar að aðskilnaðurinn skerpi ást- ina og hjónabandið. Maður gerir þá meiri rómans úr því þegar maður er heima.” jakob@dv.is Toggi brýtur saman g- strengi og sokkabuxur Þorgrímur Þráinsson er giftur flugfreyju og hann skrifar grein f bókina þar sem hann lýsirþeim eiginleikum sem eigin- maður flugfreyju þarfað búa yfir eigi sá hinn sami ekki að enda sem fyrrverandi eiginmaöur flugfreyju. Og efmarka má Þorgrím á hann ekki sjö dagana sæla: - Erhvorki morgunfúti né morgunsvæfur. - Getur ekki verið í starfi sem krefst mikill- ar viðveru, ábyrðar eða eigingirni. -Þarfhelst aöeiga þrjár mæður sem eruekkjureða lika einveran vel. - Kann að greiða dætrum slnum, setja I tlgó, búa til fléttur eöa tagl. Og dekstra. - Hefur gott nef fyrir skólanesti (best að útbúa að kvöldi svo það flækist ekki fyrir hafragrautnum, lýsinu, morgunmatnum og mútunum). - Straujar flugfreyjuskyrtur án þess að I þærkomi brot. -Ermeð smáar hendur svo aö fingurnir komist undir handfangið á skóburstan- um svo frúin fari I hreinum skóm i loftið (til að hreinsa hlandblaut klósett). - Hefurþolinmæði og hugmyndaflug til að brjóta sama g-strengi og sokkabuxur. - Vaknar klukkan fimm á veturna til að hita upp bílinn og skafa snjóinn affram- rúðunni (mokar innkeyrsluna efsvo ber undir). - Rýkur út á typpinu klukkan 7.26 á sunnudagsmorgnum til að bera inn cargo-ið (með very heavy miða) frá Bandarikjunum. - Er til i tuskið hvenær sem er, skilyrðis- laust (breyttist eftir auglýsingaherferðir lcelandair). - Er í„góðu sambandi" við Ragnar svo að heimilislifið fari ekki í rúst. - Kann sameiginlegu skrána utanbókar til að geta svarað öllum „skiptibeiðnum“ eft- ir hentugleika þótt frúin sé ekki heima. - Fær aftur áhuga á Spiderman, Superm- an, Godzilla og öðrum ævintýrasögum. - Er með fullan haus af einskisnýtum upp- lýsingum. www.toyota.is svo vel Biðin eftir betri notuðum Toyota er á enda Yaris 5 dyra Corolla Sedan Verð frá: 1.010.000 kr. Verð frá: 1.390.000 kr. Einkaleiga Glitnis: Frá 22.990 kr. á mán.* ** Einkaleiga Glitnis: Frá 27.590 kr. á mán.* Bílasamningur Glitnis: Frá 18.390 kr. á mán.** Bflasamningur Glitnis: Frá 25.090 kr. á mán.** BETRI NOTAÐIR BÍLAR TOYOTA * m.v. 24 mán. **m.v. 100% lán í erlendri myntkörfu, 4,2% vextir, í 60 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.