Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004
Helgarblað DV
Idolstjarnan Karl Bjarni Guðmundsson, eða Kalli Bjarni eins og allir þekkja hann, hefur svifið á skýi
frægðarinnar síðan hann sigraði keppnina. Kalli Bjarni hefur verið ótrúlega eftirsóttur og nú er fyrsta
platan hans komin út. Óhætt er að segja að líf hans hafi umturnast, eða svona næstum því. Heima í
Grindavík er lítið breytt; þar á hann yndislega fjölskyldu sem hefur aldrei verið samrýmdari. Kalli
Bjarni og Alla kona hans ræða um lífið eftir að hann varð frægur, fyrirhugað brúðkaup þeirra og
auðvitað kjaftasögurnar sem Kalli hefur alls ekki sloppið við.
Rétt ár er síðan þjóðin horfði
föstudag eftir föstudag á nýja
stjörnu fæðast. Fylgdist með því
hvernig knár ljóshærður piltur óx
með hverri raun. Hvernig hann söng
sig í gegnum hvert nálaraugað af
öðru og stóð fyrir rest uppi sem sig-
urvegari. Og þjóðin tók hann upp á
sína arma og nafn hans var á hvers
manns vörum, allt frá börnunum á
leikskólanum til eldri kynslóðarinn-
ar á elliheimilunum. Allir þekktu
hann.
„Já, þetta voru svakaleg viðbrigði
og ég man þegar ég horfði á fréttir í
sjónvarpi daginn eftir, þegar sýnt
var frá því hvernig Grindvíkingar
tóku á móti mér, þá hugsaði ég: Vá
þetta er allt vegna mín, og það var
eins og ég kæmi niður á jörðina. En
það var gaman; alveg ofsalega gam-
an á meðan á því stóð," segir Karl
Bjarni Guðmundsson brosandi og
neitar því ekki að þessi tími hafi
einnig verið erfiður.
Kona Kalla Bjarna, Aðalheiður
Hulda Jónsdóttir, tekur undir og
segir að líf þeirra í raun hafa tekið u-
beygju þetta ár. „Allt hefur þetta haft
mikil áhrif á líf okkar og alls ekki nei-
kvæð. Þvert á móti jákvæð," segir
hún feimnislega og bætir við að þau
hafi aldrei verið eins samrýmd og
h'ði nú betur saman en nokkur sinni
fyrr. Hann kinkar kolli og segir: „Já,
samband okkar hefur styrkst mjög á
þessu ári. Ekki það að okkur hafi
ekki liðið vel áður en samt, við höf-
um verið mikið saman og kynnst
upp á nýtt við nýjar aðstæður. Það
hefur gert okkur gott," segir hann og
lítur á konu sína.
Kynntust á Staðarfelli
Þau kynntust fýrir sex árum. Kalli
Bjarni stóð þá krossgötum, var að
rísa upp eftir nokkur slæm ár og var
ekki viss um hvaða stefnu hann
myndi taka í lífinu. „Þá kynntist ég
henni og sá tilgang með því að snúa
lífi mínu við. Með öllu var ég loks til-
búinn að eignast fjölskyldu og slaka
á. Ég sé ekki eftir því eina mínútu
enda hefur gengið vel hjá okkur,"
segir hann og lítur ástúðlega til
hennar. Hann bendir á að þegar
hann loksins hitti réttu konu hafi
ekki verið aftur snúið. Þannig er
hann, þegar hann tekur ákvörðun og
lofar einhverju stendur hann við sitt.
„Alla átti tveggja ára stelpu, var jafn
gömul mér og ég átti aðra stelpu
sem rétt var eins árs," heldur Kalli
Bjarni áffam.
Þau líta hvort á annað og svara
ekki strax þegar þau eru spurð hvar
þau hafi fýrst hist. Það er Alla sem
tekur af skarið og segir það ekkert
launungarmál. „Við kynntumst á
Staðarfelli í Dölum. Yndislegur stað-
ur,“ segir hún og Kalli Bjarni jánkar.
„Við skiptumst á símanúmerum og
hittumst fljótlega eftir að við vorum
bæði komin heim. Þetta var í ágúst
eða september og ég var fluttur inn
til hennar í janúar. Þar hefur mér lið-
ið vel og æda mér að vera áfram,"
segir hann hlæjandi.
Þau byrjuðu að búa í Grindavík
en Kalli tók hana með sér til Vopna-
fjarðar. „Það var agalegur tími og við
vorum fljót að flytja aftur til Grinda-
víkur," segir Alla, sem þar er fædd og
uppalin og allt hennar fólk býr þar.
Kalli segir að það hafi verið rétt
ákvörðun að fara aftur suður.
„Ég kann mjög vel við mig í
Grindavík og það er ákveðið öryggis-
net að búa í nálægð við fólkið sitt.
Alla hefði aldrei þrifist almennilega
fyrir austan," segir hann og bætir við
að hann hafi hvort eð er sjálfur verið
alinn upp að mestu úti á landi.
Grindavík hefði því vel fallið inn í
hans lífsmynstur. Alla tekur undir og
bætir við: „Já, stutt til Reykjavíkur og
í allt sem maður þarf. í Grindavík er
gott að ala upp böm og þar er alltaf
hægt að fá vinnu," bendir hún á.
Kallir Bjami tekur undir þetta: „Já,
þar fá allir vinnu sem vilja. Mér er
næst að halda að þeir sem ekki fá
vinnu vilji ekki vinna."
Lífið hefur tekið u-beyju
Þetta síðasta ár, ár breytinganna,
hefur verið skemmtilegt. Þau em
bæði sammála um að þau hafi lært
mikið á þessum tíma og þroskast.
„Það hefur verið ofsalega mikið að
gera. Við fómm út í að breyta allri
íbúðinni sem við keyptum og það
var svakaleg vinna. Á sama tíma var
ég að finna mig og þróa sem
tónlistarmann. Það var því oft lítið
sofið í sumar," segir Kalli Bjarni sem
er sáttur við þá stefnu sem ferilinn
hefur tekið.
„Platan kom út fyrir nokkm og
það er mikil vinna að fylgja henni
eftir. Ég er á þeytingi um allt en það
er einmitt þetta sem ég vil gera. Það
var afitaf draumurinn að koma mér
áffam á þessu sviði," bendir hann á.
Kalli Bjami neitar að það fljótí allt
í peningum nú þegar hann er orðinn
þekktur. „Nei, það er langur vegur
þar frá. Á þessu ári hef ég sama og
ekkert verið á sjó; aðeins unnið að
tónlistinni. Við settum okkur líka
það markmið að gera íbúðina
þannig úr garði að við væmm
ánægð og það hefur kostað sitt."
Alla bendir á að allt frá því þau
kynntust hafi Kalli Bjarni verið að
vinna sig út úr skuldahala. Hann
jánkar og segist hafa verið með
ónýta kennitölu sem hann hafi lagt
mikið upp úr að koma í lag að nýju.