Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 41
DV Helgarblað
LAUGARDAOUR 20. NÓVEMBER 2004 4 j
„Það hefur mér tekist og það er æð-
isleg tilfinning að vera laus úr þeim
Qanda. Nú get ég borið höfuðið hátt,
með allt mitt á hreinu í fyrsta sinn í
mörg ár.“
Alla tmdvarpar og leggur áherslu
á að það hafi verið stór áfangi þegar
það tókst. „Peningarnir koma inn
öðruvísi en áður. Það hafa komið
dagar í sumar þar sem við höfum
þurft að láta skrifa mjólkina en
næsta dag farið og keypt sófasett,"
segir hún hlæjandi.
Vinna saman í beitningum
Alla brosir segir að nú séu þau á
nokkuð grænni grein en svo sé að
sjá hvernig platan komi út. Alla læt-
ur ekki sitt eftir liggja og vinnur við
beitningu og stundum fer Kalli
Bjarni með henni og þau beita
nokkur bjóð á kvöldi.
„Það hefur verið fínt og ég kann
ofsalega vel við vinnuna,“ segir hún
og neitar að það sé kalt. „Hve fljót
er ég? Ætíi ég nái ekki bjóðinu á 1.45
en fljótustu kallarnir eru klukku-
tíma með bjóðið. Ég er nú rétt að
byrja og á eftir að þjálfast," segir
hún feimnislega en hún er nokkuð
frjáls og getur tekið frí þegar hún
þarf vegna barnanna og þarf ekki
að mæta eldsnemma á morgnana.
„Það er hörkustuð í beitninga-
skúrnum og fínir kallar sem ég vinn
með. Við ætíum meira að segja að
fara saman á jólahlaðborð," segir
hún glaðlega.
Nú er nýtt Idol hafið og þau
fylgjast með. Kalli Bjarni ætlar að
spá sem minnst um væntanlega
Idolstjörnu. „Ég taldi mig sjá hana í
byrjun en minn maður er fallinn
út,“ segir hann hlæjandi og bendir
á að það sé alls ekki hægt að segja
neitt fyrr en í átta liða úrslitunum.
Alla neitar ekki að Idolið nú minni á
tímann í fyrra þegar Kalli var í eld-
línunni.
„Það var erfiður tími; ofsaleg
spenna í gangi,“ segir hún. „Já, ég
held að Alla hafi upplifað þetta allt
öðruvísi en ég. Ég var í eldlínunni
og það komst ekkert annað að; ég
hugsaði bara um það sem ég var að
gera. Æfði mig stíft og allt snerist í
kringum mig. Fyrir Öllu var þetta
erfiðara."
Afbrýðisöm? Nei, hún vill ekki
viðurkenna það. „En ég var óörugg
og hrædd þegar þetta helltist yfir
okkur. Þetta gerðist svo hratt. Allt í
einu átti þjóðin manninn minn.
Það vissu allir allt um hann, eða
töldu sig vita allt,“ rifjar hún upp.
Allla óörugg og hrædd
Kalli tekur undir og bendir á að
það hafi ekki verið neitt undarlegt
við það að Alla yrði hrædd. „Ég var
ekki hrædd um hann, ekki þannig.
Ég vissi að hann færi ekki að daðra
við einhverjar stelpur. Þetta var
bara svo einkennilegur tími. Ég
held að mér hafi þótt óþægilegt
hvernig allir eignuðu sér hann. Svo
sat ég bara þarna og fannst ég svo
lítil áhrif hafa á þetta allt saman,"
segir hún og beinir orðum að
manni sínum. Hann kinkar kolli og
segist skilja fullkomlega hvað hún
sé að tala um og bætir við:
„Það var dálítið skrýtin tilfinning
að vera einn í öllu fjölmiðlafárinu,
ekki með Öllu, en við höfðum alltaf
verið saman í öllu.“ Alla jánkar og
grípur fram í og segir að auðvitað
hafi þetta aðeins verið í byrjun.
„Hún þurfti ekki að óttast um mig í
eina mínútu og ég held að Alla viti
hvar hún hefur mig. Ég er svo trygg-
ur í eðli mínu,“ segir hann hlæjandi
og hún játar að það sé rétt.
Eftir sigurinn segir Kalli að
kjaftagangurinn hafi farið af stað.
„Mér þótti það ógurlega leiðinlegt
og skildi bara alls ekki hvers vegna
fólk var að segja ósatt. Jú, ég á mína
fortíð eins og annað fólk. Bernsku-
brek sem vafalaust fylgja mér. Það
er hins vegar ekkert til að skammast
sín fyrir og ég geri það alls ekki,"
segir hann alvarlegur.
„Ég veit samt ekki hvers vegna
fólk þarf alltaf að velta sér upp úr
öllu því neikvæða. Hve mörg erum
við ekki sem eigum eða áttum tíma-
bundið erfitt. Eg var á því skeiði að
ég vissi ekkert hvað ég vildi og hvert
ég ætlaði. í meðferð var manni
kennt að ef maður svo mikið sem
smakkaði einn sopa af víni, væri
maður fallinn og myndi byrja þar
sem maður endaði. Auðvitað gerði
maður það ef manni varð á. Það var
búið að segja manni að þannig færi
það og maður trúði því svo sterkt að
annað kom ekki til greina," segir
hann alvarlegur og veit betur núna.
„Ég veit um svo marga sem hafa átt
í tímabundnum vanda og menn
telja að það þýði að þeir verði ræfl-
ar áfram út lífið og beri einhvern
kross," segir hann og er mikið niðri
fyrir.
Hefur þroskast með allri
slæmu reynslunni
„Menn verða hins vegar að átta
sig á því að maður þroskast og sér að
það eru til aðrar leiðir, kona, börn og
heimili. Þá freistar hitt ekki lengur,"
segir hann og talar af reynslu. ,Æ, ég
veit ekki hvort ég eigi að hætta mér
út í einhverjar útskýringar í þessa
átt. Menn vilja misskilja alla hluti og
lesa svo allt annað úr því sem maður
segir. En það sem ég er að reyna að
segja er að þetta skiptir ekki máli
lengur. Það sem máli skiptir er að ég
er ánægður með minni konu og
börnum og það sem er að baki er
ekki annað en partur af lífi mínu;
reynsla sem ég nýtti mér vel þegar
mér tókst það. Ég hef það fram yfir
hina sem vafðir hafa verið inn í
bómull allt sitt líf. Þetta er ekkert
flóknara en það. Það hvarfar ekki að
mér að kasta óþægilegri reynslu aft-
ur fyrir mig og láta sem hún hafi
aldrei verið þarna; þá byggi ég held-
ur ekki að henni og hefði ekki þann
þroska sem ég hef öðlast; einmitt
hennar vegna," segir hann og hristir
höfðuð. „Það eru því miður svo
margir sem halda að heimurinn sé
bara hvítur og svartur. Lífið er ekki
bara ekki svo einfalt. Fólk ætti að at-
huga það," segir hann sáttur og
glaður við sitt. „Hvernig ætti annað
að vera, að hafa verið svo lánsamur
fá að ganga í gegnum allt; bæði það
slæma og það góða sem hefur hent
mig," segir hann og tekur utan um
Öllu.
Hún lítur brosandi á hann og tek-
ur undir að þetta sé einmitt mergur
málsins. „Ég vildi ekki hafa Kalla
Bjarna öðruvísi. Sæl með hann eins
og hann er; hann hefúr bætt mig og
af honum hef ég lært að vera ekki
svona bláeygð og auðtrúa eins og ég
átti til,“ segir Alla og hann klappar
henni laust á bakið og tekur bros-
andi undir.
Féll á knén og bað hennar
með sólina í bakið
„Við ætíum að gifta okkur; ætíuð-
um að gera það í sumar en höfðum
ekki tíma," segir Kalli Bjarni og
minnist þess þegar hann fór á skelj-
arnar úti í Noregi og bað hennar.
Alla hlær að minningunni og segir
hann hafa komið sér í opna skjöldu.
„Ég vissi ekki hvað hann var að
fara að gera. Við vorum í heimsókn
hjá pabba hans og löbbuðum upp
að fallegu vatni skammt frá. „Stattu
þarna og ekki hreyfa þig,“ kallaði
hann til mín og ég stóð eins þvara og
horfði á hann."
„Já og sólin skein á vatnið og hún
stóð beint fyrir aftan þar sem hún
speglaðist. Ég vildi horfa á hana
þannig þegar ég bæði hana að giftast
mér,“ rifjar Kalli upp hlæjandi. Þau
hlæja saman og hún segist ekki hafa
vitað fyrr en hann féll niður á kné og
bað hennar. ,Æ þetta var svo sætt
hjá honum en ég vissi ekkert. Hann
var búin segja fólkinu hvað hann
ætíaði að gera og þetta vissu allir
nema ég þar tíl á þessari stundu,"
bendir Alla á og segist ekki hafa
dregið hann á svarinu; sagt já um
leið.
„Við getum kannski gift okkur
um áramótin," spyr hann en Alla
neitar. „Það er of stutt þangað til og
svo er skemmtilegra að giftast þegar
gott er veðrið," en hann stingur upp
á páskum. „Hvenær sem það verður
þá ætíum við að láta verða að því
fljótlega," segir hann brosandi.
Gott að fá að rífa kjaft á sjón-
um og klæmast við stákana
Þegar umstangið í kringum plöt-
una er að baki ætíar Kalli Bjarni aftur
á sjóinn. „Ég er farinn að sakna þess
að vera á sjó og mig langar til að
komast á fiystitogara í vetur. Ekki til
að vera, kannski nokkra túra og
slaka á. Mér veitir ekki af,“ segir
hann og leggur áherslu á að það sé
honum nauðsynlegt.
„Mér h'ður vel á sjó, í því and-
rúmslofti sem þar þrífst. Fá að rífa
kjaft og klæmast með strákunum,
finna sjávarlyktina og taka líkamlega
á. Mér er þetta í blóð borið, hef
aldrei gert neitt annað af viti fyrir
utan tónlistina," segir hann og
bendir á að það megi enginn mis-
sldlja að draumurinn hafi aUtaf verið
að fást við tónlist eingöngu. Sjórinn
kalli samt.
AUa fitjar upp á nef sér og segist
ekki vUja hann á sjó aftur. „Þetta hef-
ur verið yndislegt að hafa hann
heima aUa daga. Fara að sofa með
honum á kvöldin og vakna við hlið
hans á morgnana. Lifa eðlUegu
heimilislífi í stað þess að vera alltaf
ein,“ segir hún og rifjar upp að
stundum hafi hann verið svo lítið
heima að hún hafi orðið feimin við
hann. „Það var rétt að rjátíast af mér
þegar hann fór aftur. Nei, ég vU hafa
hann í landi. En ég skU hans þörf fyr-
ir að fara á sjóinn og set mig ekki
gegn því. Bara ef þetta verður ekki
aftur eins og það var,“ segir hún og
hristir höfuðið.
Frægðin hefur þroskað okkur
Þau segjast bæði vera heima-
skær. Finnst gott að vera útaf fyrir
sig með börnin. „Við eigum góða
vini sem koma og við förum tU
þeirra. „Já, það hefur komið vel í ljós
þetta síðasta ár hverjir eru vinir og
hverjir ekki," segir KaUi Bjarni með
áherslu. „Þannig var það í fyrstu að
aUir vildu eiga mann en svo
greindust þeir frá sem ekki höfðu
áhuga á mér eins og ég var, bara
nafninu. Heima í Grindavík þekktu
mig náttúrulega allir og þeir breytt-
ust ekki neitt. Það voru hinir en ég
kem ekki sár frá þeirri reynslu, aUs
ekki.“
Þau eru sammála um að frægðin
hafi ekki breytt þeim og enn séu
skuggahliðar hennar fár.
„Við höfum gaman af því þegar
litíu börnin veita mér athygli og það
kemur ekkert við mig í fjölmenni að
aUir horfi á mig og jafnvel heUsi. Ég
heUsa bara á móti og hef gaman af
þessu."
AUa tekur undir en bætír við að
þau hafi í fyrstu verið dálítið ber-
skjölduð fyrir gróusögum. KaUi átti
að vera hér og þar, í dópi og skUinn,
kominn með nýja og hvaðeina. „Ég
átti dálítið erfitt með að taka þessu
fyrst. Eins þegar fjölmiðlar voru
ósanngjarnir og voru með eitthvaí*
sem ekki var fótur fyrir og ég vissi
ekki einu sinni hvaða tUefni voru
fyrir buUinu,” bendir hann á. Þau
segjast í fjölmiðlafárinu hafa lært
hverjum megi treysta og hverjum
ekki og Kalli Bjarni segist nú passa
sig betur á því hvað sé haft eftir hon-
um.
Tengdó passar börnin
Eins og fram hefur komið ólst
KaUi Bjarni upp í Grundarfirði hjá
ömmu sinni. „Þar var yndislegt að.
vera og ég átti dásamlega æsku þar.
Amma var mér mjög góð en þegar ég
komst á unglingsárin fór hún að
þurfa meira fyrir mér að hafa.
Mamma hafði það orðið gott og ég
kom beint af mölinni á gúmmítútt-
unum og á malbikið í Neðra Breið-
holti. Það var svakaleg breyting og
ég hafði ekki gott ef þeim mikla um-
snúningi á svo viðkvæmum aldri.
Pabbi bjó í Noregi og ég hef li'ka
verið hjá honum og svo á ég systkini.
Ég er í góðu sambandi við aUa mína
Qölskyldu sem staðið hefur þétt við
bakið á okkur þetta ár,“ segir hann
og bætir við að mamma hans hafi
gefið honum kukkugrip sem hann
hafi verið með um hálsin aUan tím-
ann. „Ég er sannfærður um að harm,
virkaði og tók oft um hann þegar ég
stressaðist upp. En mamm var dug-
leg við að stappa í mig stálinu og fá
mig til að trúa að mér tækist þetta.
Þannig stuðningur er ekki iítils virði
en ég býst við að hún geri sér ekki
grein fyrir hvað það skiptir mann
miklu máli,“ rifjar hann upp. Síðan
má ekki gleyma tengdaforeldrunum
í Grindavík sem hafi reynst þeim
ofsalega vel og lítur tU ÖUu.
„Já, mamma ogpabbi hafa staðið
með okkur, passað börnin fyrir okk-
ur og í aUt sumar, á meðan við gerð-
um upp íbúðina, bjuggum við hjá
þeim," segir hún og KaUi bendir á að
AUa sé alin upp við meiri staðfestu
en hann, hjá góðum foreldrum.
Yngst þriggja systkina og eina stelp-
an.
Amma klæddi sig upp og
horfði á Idolið
„AUt þetta fólk hélt utan um mig í
keppninni og mætti tU að hvetja mig
áfram. Amma sat heima og horfði á
sjónvarpið og klæddi sig upp í hvert
sinn fyrir Idolið. Hún sat í sínu fín-
asta skarti og horfði á litla strákinn
sinn og var ógurlega stolt. Því þegar
aUt kemur tíl aUs erum við bara
venjulegt fólk sem er ekki á hverjum
degi í sjónvarpi. Nú fylgist ég með og
hef mjög gaman af og við megum
(Framhaldá
^næstusíðu j
Á fæðinga-
deildinni
með Maríus
Hamingju-
samur og lifið
framundan,
án þess að
gruna hvad
fratiðin væri i
skauti sér.
Dætur Kalla
Bjarna og Öllu
sem þau áttu
fyrir Sigriöur
Elma og Súsanna
Margrét. Það er
ekki nema eitt ár
á milliþeirra og
eru þær hinir
mestu mátar.
Daginn eftir bónorðið Fal-
[ legt stöðuvatn og sólsetur var
falleg umgjörð fyrir bónorð
Daginn eftir mynduðu þau
staðinn sem Kalli valdi til að
biðja kærustunnar.
áfíltUW
Ætlumaðgifta okkur
næstunni Þau trúlofuðu
sig 1 Noregi fyrir nokkrum
árum þar sem Katti lagðis
hnén og bað hennar. Alla
dió hann ekki á svarinu.
_
*.
éSM