Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 55
DV Siðast en ekki síst LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 55 Bryggjan fyllti mælinn Sagt var ffá skyndilegri uppsögn Árna Þórðarsonar skipstjóra á Baldvin Þorsteinssyni í DV í gær. Árni vildi ekki tjá sig um uppsögn- ina við DV en ör- uggar heimildir blaðsins herma að ástæða uppsagnar- innar sé ásiglingÁrna bryggjuna í Neskaupstað fyrr í mánuðinum þar sem tugmilljóna tjón varð, að því er haldið er fram, vegna mannlegra mistaka. Ámi var sem kunnugt er skip- stjóri Baldvins þegar skipið strandaði í Skarðsfjöru snemma á þessu ári. Útsvarið enn í botni Bæjarstjórn Fjarða- byggðar samþykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að tillögu Guð- mundar Bjamasonar bæjarstjóra, að út- svarsprósenta í bæjarfél- aginu fyrir árið 2004 skyldi standa óbreytt frá því sem nú er, 13,03 %. Er sú prósentutala hæsta leyfilega útsvarsprósenta og hefur hún verið svo frá því bæjarfélagið varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga í eitt árið 1998. Losti í sundlaug Helgi á Tálknafirði verður tileinkuð vellíðan og menningu. Dagskráin hófst í gærkvöldi klukkan 22 í sundlaug þorpsins með svokölluðu „kósí kvöldi“. Fréttavefurinn bb.is hefur eftir Ingólfi Kjartanssyni, eins aðstand- enda hátíðarinnar, að gest- um laugarinnar verði boð- ið upp á „lostafullar" veit- ingar við ljúfa og fallega tónlist. Einungis þeir sem mæta fá upplýst í hverju lostinn er fólginn. Megas og Súkkat munu halda tónleika á laugardag í Dunhaga. Vonast eftir góðri þátttöku Tálknfirð- inga og annarra Vestfirð- inga sem noti tækifærið til að afstressa sig fyrir jólin. Ferðatöskur stórstjörnunnar Harrys Belafonte týndust í flugi hingað til lands í fyrradag. Fyrir bragðið þurfti að fara með Harry til Sævars Karls í Bankastræti þar sem kappinn klæddi sig upp og bauð í framhaldinu Sævari Karli til New York með frekari klæðskurð í huga. Harry Belalonte týndl töstaaun - Smrar Karl klædd haan nnn „Sem betur fór týndi hann tösk- unum,“ segir Sævar Karl, klæðskeri og tískukaupmaður, sem fékk góðan gest í búðina til sín í fyrradag. Stór- stjarnan Harry Belafonte stóð allt í einu inni á gólfi hjá honum í versl- uninni í Bankastræti og þurfti allt. Nýkominn til landsins á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og hafði týnt töskunum sínum. Með öllum fötunum í. Drakk Egils-kristal „Belafonte er skemmtilegur í við- kynningu og fitillátur eins og allir sannir listamenn. Hann sat hjá okk- ur lengi og drakk expresso og ókjör- in öll af Egils-kristal," segir Sævar Karl sem lét þó ekki þar við sitja og seldi stjörnunni fiullt af fötum. Belafonte verður hér á landi fram á sunnudag, dagskráin þétt og hann þarf því að hafa eitthvað til skipt- anna. Svo ekki sér minnst á að Belafonte kemur fram í þætti Gísla Marteins í Ríkissjónvarpinu annað kvöld: „Þar verður hann í fötum frá mér,“ segir Sævar Karl hróðugur. í toppformi 77 ára Harry Belafonte keypti sér jakka- föt, frakka, trefla, hanska og fleira „Hann hefur svo góð- an smekk og kann að versla, enda ólst hann upp í Hollywood og var á tindi ferils síns þegar föt voru föt og efnin skiptu máli." hjá Sævari Karli sem ekki vill gefa upp fyrir hversu háa fjárhæð kapp- inn verslaði. Miðað við verðlag í verslun Sævars Karls í Bankastræti má varlega áætía að Belafonte hafi keypt föt fyrir hátt í milijón á meðan á viðdvölinni stóð. „Svo kom hann aftur í gærmorgun og vildi meira," segir Sævar Karl sem getur ekki ann- að en dáðst að líkamlegu atgervi söngvarans sem smellpassaði í allt beint af rekkanum þó orðinn sé 77 ára. „Hann er í ótrúlega góðu formi miðað við aldur," segir Sævar Karl. Gullið tilboð Harry Belafonte og Sævar Karl náðu vel saman í Bankastrætínu sem sést best á því að Harry bauð Sævari að heimsækja sig til New York og halda þar áfram að klæða sig eftir nýjustu tísku. Er Sævar Karl ekki frá því að hann kunni að þiggja boð- ið. Algengt sé að stórstjömur heims- ins séu með sína eigin klæðskera á launum og hann gæti vel hugsað sér að verða klæðskeri Harry Belafonte: „Hann hefur svo góðan smekk og kann að versla, enda ólst hann upp í Hollywood og var á tindi ferils síns þegar föt vom föt og efnin skiptu máli," segir Sævar Karl. Líklega tryggður Með Harry Belafonte í verslunarferðinni til Sævars Karls vom þeir Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrmm borgar- fulltrúi og Einar Benedikts- son, fyrmm sendiherra. Báðir em þeir í stjórn UN- ICEF; Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna á ís- landi: „Þetta er stórkostíegur maður en við skiptum okkur ekki af fatakaup- um hans hjá Sævari Karli," segir Júlíus Vífill. „Hann hlýtur að vera tryggður fyrir þessu." Harry Belafonte í fötum frá Sævarj Karli Maðursem kann að klæða sig og bauð Sævari Karli heim tilsin tilNew York með frekari fatakaup ihuga. Schaefferinn var í Mosfellsbæ en ekki á lögheimili sínu í Reykjavík Hundaeftirlitsmaður skammaður fyrir sumarbústaðarhund Hundaeftirlitsmaðurinn Jón Þór- arinn Magnússon verður að una áminngu yfirmanns síns hjá Um- hverfis- og heilbrigðisstofu Reykja- víkur fyrir að halda rangt skráðan hund á heimiii sínu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi á hinn bóginn úr gildi áminningar sem Jón Þórarinn fékk fyrir meinta óhóflega notkun á farsíma Umhverfisstofu og fyrir að hafa farið í frí án samráðs við yfir- manninn. Jón Þórarinn sagði að vegna al- varlegra veikinda á heimili einu í Reykjavflc hefði hann tekið að sér þýskan fjárhund sem þar var skráð- ur til heimilis. Hundinn hafi hann ekki haldið á lögheimili sínu í Reykjavík heldur í frístundahúsi í Miðdalslandi í Mosfellsbæ. Hann hafi spurst fyrir um það hjá fram- kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis hvort rétt væri að sækja um skráningu hundsins í frí- stundahúsið þar sem það væri ekki heilsársbústaður. Jón Þórarinn segir það ekki hafa verið ásetning sinn að brjóta reglur um hundahald. Að auki geti það sem hann taki sér fyrir hendur í sínum eigin frítíma ekki verið grundvöllur áminningar í starfi. Umhverfisstofa taldi það með öllu ósamrýmanlegt og ósæmandi starfi Jóns Þórarins sem opinbers hundaeftirlitsmanns að halda rangt skráðan hund í tvö ár. Héraðsdómur Reykjavíkur sagði ljóst að Jón Þórarinn hefði brotið samþykktir um hundahald í Mos- fellsbæ: „Sú háttsemi hundaeftirlits- manns að halda hund án þess að fara að fullu eftir reglum verður ekki skilin frá starfsskyldum hans," sagði héraðsdómur og féllst á ofangreint sjónarmið Umhverfisstofu. Schaeffer Þýskur fjárhundur er orðinn myllusteinn um háls hundaeftirlitsmanns í Reykjavík. * VALIN BESTA UNGLINGASAGAN í loftinu lýsa stjömur fékk Augustverðlaunin 2003 sem í Svíþjóö ganga næst hinum virtu Nóbelsverðlaunum. Öllum gagnrýnendum kemur saman um að sjaldan eða aldrei hafi verið skrifuð áhrifameiri unglingabók en höfundurinn, Johanna Thydell, er aðeins 24 ára gömul. Verðlaunabók sem lætur engan ósnortinn Karln MAeien VALIN BESTA GLÆPASAGAN Týnd eftir Karin Alvtegen fékk Glerlykilinn 2000 sem besta norræna glæpasagan. Söguþráðurinn er frumlegur og fléttan óvenu snjöll. Forsenström er utangarðsmanneskja. Einn daginn er hún á röngum stað á röngum tíma. Maður er myrtur á hrottalegan hátt. Grunur fellur á Sibyllu og hún leggur á flótta. En er hún ^ morðinginn? A Mögnuð verðlaunabók. BÓKAÚTGÁFAN HÓlar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.