Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Blaðsíða 59
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Austurbyggð vill sameinast Sveitarstjórn Austur- byggðar, sem varð til við sameiningu Búða- og Stöðvar- hrepps fyrir rétt rúmu ári, hefur ákveðið að gefa íbúum kost á því að kjósa um sameiningu sveitarfé- lagsins við Fjarðabyggð, Fáskrúðsfjarðarhrepp og Mjóafjarðarhrepp. Hefur sveitarstjórn Austurbyggðar þó þann fyrirvara á kosn- ingunni, sem kemur í kjöl- far tillaga félagsmálaráðu- neytisins, að fjármagn fáist til kynningar og kosning- anna úr rflcissjóði. Slegið á putta héraðsdóms Hæstiréttur vísaði í dag kröfu nokkurra íbúa á Norður-Héraði aftur í hér- aðsdóm. íbúarnir áfrýjuðu dómi Héraðsdóms Austur- lands, þar sem þeir kröfð- ust þess að ógilt yrði sam- eining þriggja sveitarfélaga á Austurlandi frá í vor. Hér- aðsdómur vísaði málinu frá með þeim rökum að íbú- arnir væru ekki beinir aðil- ar málsins en því hafnar Hæstiréttur nú og vísar málinu aftur til meðferðar í Héraðsdómi Austurlands. Julia Roberts á steinöld Fornleifafræðingar í Búlgaríu nefna nýfundna beinagrind frá steinöld í höfuðið á Juliu Roberts vegna fullkomnun tanna hennar. Tennurnar komu fræðing- unum í opna skjöldu því þær voru enn sterk- ar og heilar eftir 9.000 ár í jörðinni. Fræðingana grun- ar að steinaldarmenn hafi haft aðgang að einhvers- konar tannkremi. Beinaleif- ar af nautgripum og leyfar af korni fundust í grennd við gröflna og sýnir að mat- aræði þessarar steinaldar- konu hefur verið nútíma- legt. Forstöðumaðurinn fyrir uppgröftinn segir að beinagrindin sé í mörgu einstök. „Hún var mjög fög- ur, hrein Hollywood- stjarna með fullkomið sett af tönnum," segir hann. Brutu niður rangan vegg Þýsk fjölskylda þurfti að snæða kvöldverðinn sinn undir beru loft eftir að jarðýta braut niður rangan vegg. Fjölskyldan sem býr í bænum Larls- rulie er nú með jarð- hæðina í íbúð sinni al- gerlega opna fyrir veðri og vindum. Byggingar- verkamenn sem voru að vinna við að rífa niður næsta hús tóku víst ekki eftir því að einn veggur- inn var sameiginlegur með eign fjölskyldunnar. Kæra vegna meints samráðs sjávarútvegsrisa fæst ekki afgreidd hjá Samkeppnis- stofnun. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að ríkis- stjórn samkeppni og sægreifa sjái til þess að samráð viðgangist. Samkeppnisstofn- un sögð ýta málum frá. ***! Sjomenn undir samráði Margirtelja að með samráði séu laun sjómanna sem stunda veiðar á loðnu og öðrum uppsjávarfiski skipulega lækkuð með samráði útgerða og vinnslustöðva sem reyndar eru oft á sömu hendi. - \ örfáir stórir aðilar í sjávarútvegi eiga stærstan hluta þeirra fiskiskipa og bræðslustöðva sem vinna loðnu, kolmunna og síld. Sjómenn telja að samráð eigi sér stað um verðlagningu aflans þar sem menn sitji beggja megin borðs. Sjávarútvegs- risarnir Sam-herji, Síldarvinnslan og SR-mjöl eru stærstir og eignarhald þeirra er samtvinnað. HB-Grandi hf. fylgir fast á eft- ir. Formaður Frjálslynda flokksins segir fulla ástæðu til að Samkeppnisstofnun fari í málið. „Ég lít svo á að við verðlagningu á uppsjávarfiski sé aigjört samráð sem bitnar á sjómönnum og sjálf- stæðum útgerðum. Það er full ástæða hjá Alþingi til að breyta lög- um um samrekstur í sjávarútvegi," segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Guð- jón var um árabil sjómaður og for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands og barðist vonlítilli baráttu við að koma skikk á þessi mál. Síðan hann settist á þing hefur „Ég lít svo á að við verðlagningu á upp- sjávarfiski sé algjört samráð." hann lagt ítrekað fram tillögur um aðskilnað veiða og vinnslu en þær hafa jafnharðan verið svæfðar. „Frjálslyndi flokkurinn hefur ít- rekað lagt fram þingsályktunartil- lögu um aðskilnað útgerðar og fisk- vinnslu. Tillagan hefur alltaf verið svæfð í nefnd. Ríkisstjórn sam- keppni og sægreifa hefur séð til þess,“ segir Guðjón. Hann segir að þótt vilji hafi verið til þess hjá sjómönnum og fiskvinnslumönnum að taka á fákeppni og samráði þá hafi kerfið jafnan ýtt málunum frá sér. „Sam- keppnis- stofnun hefur komið sér hjá því að taka á þessum málum þótt full ástæða sé til. Verðmyndun á loðnu og kolmunna er svo einslefr að samráð kemur strax upp í hug- ann. Einnig margt athuga- vert við önnur viðskipti sem ekki hefur mátt skoða,“ segir Guðjón og vísar til kæru fyrir- tækisins Toppfisks til Samkeppn- isstofnun- varðandi verðlagningu á sjávar- fangi. Samkeppnisstofnun hefur verið ásökuð um að svæfa mál með því að vísa þeim frá án afgreiðslu. ^ Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambandsins, tekur undir með Guð- jóni varðandi undar- lega verðlagningu á uppsjávarfiski. „Þetta hefur á sér þann blæ að þarna sé samráð við verðlagn- ingu," segir Hólmgeir. J Guðjón A. Kristjáns- son Formaður Frjáls- lyndra segir að valdhaf- arnir vilji ekki að tekið verði á málum varðandi verðsamráð. Sjálfstæðismenn í borginni pirraðir Vetrarveðrið veldur músagangi Menntamálaráð í móðu Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavfkur eru pirraðir á þeirri leynd sem hvílir yfir nýju mennta- málaráði sem tekur til starfa um mánaðamót. Á fundi fræðsluráðs 20. október samþykkti ráðið sam- hljóma tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins þess efnis að fá ítarlegu kynningu og umræðu um væntan- legar stjórnkerfisbreytingar þegar á næsta fundi fræðsluráðs. Fulltrú- ar Reykjavíkurlistans bókuðu að þeir tækju vel í að stjórnkerfis- breytingarnar yrðu kynntar og ræddar á næsta fundi ráðsins. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði, segist vera undrandi á þeirri leynd sem yfir hinu nýja ráði hvíli. Hún segir með ólíkindum að kynning hafi ekki enn farið fram nú þegar aðeins rúmur mánuður er þar til nýtt menntamálaráð tekur til starfa í stað fræðsluráðs og leik- skólaráðs. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Fær engar skýr- ingar áþvl hvernig stórfelldri kerfisbreytingu verður háttað hjá borginni. Guðrún segist hafa óskað skýr- inga á þögninni um menntamála- ráð en engin svör hafi fengið. Mýsnar flýja kuldann inn á heimilin „Þegar það kólnar svona mikið eins og núna þá leita mýsnar mjög í hlýjuna," segir Þorvaldur Bjömsson, starfsmaður Náttúrufræðistofu, en hann segir að mýs komi vel undan sumri og dæmi séu um að afkvæmi úr fyrsta goti gjóti sjálf í lok sumars. Þorvaldur bendir á að hvert par komi jafnvel upp 15-20 afkvæmum ef sumarið er gott. Þær em því fljótar að fjölga sér. „Þær leita alla leiða í svona kuldum eins og nú standa til að kom- ast inn í hlýjuna og gluggar sem standa neðarlega og standa opnir em greið leið til inngöngu," segir Þorvald- ur og bendir á að þeim sé kalt og þá sérstaklega á fótunum. Þorvaldur segir að þegar snjór sé yfir þá haldi þær sig mikið undir snjónum þar sem þær fá afdrep fyrir vindi. Ef þær reka snjáldrin upp em þær strax í hættu fyrir ránfugli. Svo Fljótar að skjótast Þessa dagana þarfekki annað en opna út á pall og ganga tvö, þrjú skreffrá á meðan mús skýst inn án þess að nokkur verði þess var. em þær gott æti fyrir tófuna." Hann bendir á að ein mús sem villist inn í hús geti lifað þar góðu lffi lengi, án þess að nokkur verði hennar var. Tré- pallar við íbúðarhús em gott skjól fyr- ir þær og þegar opnað er út streymir hlýjan ffarn og þær geta verið snöggar að stökkva inn í hlýjuna. Áður en við- komandi snýr sér við geta þær ve^fc, komnar í felur inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.