Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2004, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2004 Síðast en ekki sist DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rftstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar. ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Ma Rússlands ■í 1. Hvað heitir hann? 2. Hver sinnti starfinu á undan honum? r 3. Hvar fæddist forsetinn? 4. Hvað hét sá staður áður? 5. Hvenær hófst seinna kjörtímabil hans? Svör neðst á síðunni. Erfðastríðið á Bretaníuskaga 1341-1365 Jón hertogi III af Bretaníuskaga á Frakklandi dó barnlaus 1341.ÞÓ gátu hálfbróðir hans, Jón frá Montfort, og tengdafrændi, Karl frá Blois, tekist á um hertogadæm- ið. Þeir leituðu stuðnings Játvarðs Engtandskóngs III og Filippusar Frakkakóngs VI og tókst með þvl að hefja nýjan kafla f 100 ára strlði landanna. Báðir kóngarnir réðust á Bretaníuskaga, náðu borgunum Rennes, Nantes og Vannes sfðla árs 1342. Klemens páfi VI fékk kónga og hertogaefni til samn- inga og I þrjú ár varð hlé á orust- um. En þá réðst enskur herá franskar herstöðvar við héraðsmörk Bretanlu og vlöar. Tveimur árum síðar náðu Eng- lendingar Karli frá Blois og lokuðu hann inni I Lundúnaturni en kona hans hélt baráttunni áfram. Karl losnaði úr prlsundinni og féll I or- ustu viðAurayárið 1364. Ari slðar varJón frá Montfort lýstur hertogi af Bretanfuskaga, hann laut Frakkakóngi og friður komst á I héraðinu. Stríðið ÞAÐ ER STAÐREYND.. ... AÐ FYRSTU 2000 MILLJÓN ÁRINVAR EKKERT LÍF Á JÖRÐINNI Blessaður kaffisopinn Kaffi er haft um fræ kaffírunn- ans, kaffíbaunir, en ekki slst drykkinn úr ristuðum og möiuð- um kaffíbaunum og heitu vatni. Orðiö er þekkt hér frá þvlá 18. öld en er arabískt að uppruna. Qahwa merkti upphafiega vln en Múhameð spámaður birti aröbum boð frá Attah snemma á 7. öld þar sem sagði að drykkja vins, qahwa, væri óheimil. Orðið fékk þá smám saman þá merk- ingu sem það hefur I dag; menn hættu að drekka vfn að nafninu til en helltu I sig öðrum vökva sem gekk undir sama nafni, qahwa. Tyrkir lærðu kaffídrykkju af aröbum og kölluðu drykkinn kahveh, þaöan fór það tii Frakk■ lands að heita café, coffee á ensku, Kaffee á þýsku og kaffi hérálsiandi. Málið Svörviðspumingunv. 1. Vladimir Pútín. 2. Boris Jeltsín. 3. Péturs- borg. 4. Leningrad. 5. í mars í vor. Irar flýja heim Krárnar eru hálfar og auðum íbúðum fjölgar í fjölbýlishúsum Ira í New York. í meirihluta írskra stórfjölskyldna þar í borg er einhver farinn heim tU Irlands eða að undirbúa brottflutning. Bandaríkin eru ekki lengur fyrirheitna landið í augum solt- inna Ira. Þeir sjá nú betra líf í gamla landinu. írland varð efst á blaði í nýrri könnun um, hvar sé bezt að lifa í heiminum. Áður hafði Frakkland notið þessa heiðurs í annarri könnun. Kanada og Nýja-Sjáland eru á upp- leið, enda líta þangað hýru auga margir þeir Bandaríkjamenn, sem telja, að stjórn Bush sé að fara með Bandaríkin tíl andskotans. Slíkar kannanir eru vafasamar heinúldir, en segja okkur þá sögu, að efnahagsleg velgengni, mæld í þjóðartekjum á mann, er ekki góður mælikvarði á hamingju almenn- ings. Menntun og heUbrigði, góður matur og frjálslynt stjómarfar og margt fleira þarf að taka tU greina í samanburði á ríkjum. Þótt Bandaríkin hafi haft 3% hagvöxt upp á síðkastið, en Evrópusambandið 2%, verður að hafa í huga, að Evrópa gerir meira fyrir framtíðina. f Bandarfkjunum þurfa fyrirtæki að sýna hagnað ársfjórðungslega og taka því lausnir tU skamms tíma fram yfir langtíma- lausnir á borð við umhverfisvemd. Evrópubúar spara, en Bandaríkjamenn aUs ekki. í staðinn taka Bandaríkjamenn lán í útlöndum. Erlendir peningar og lækkandi gengi doUars standa undir hagvexti þar í landi. Og félagsleg velferð er á miklu lægra plani en í Vestur-Evrópu, þar sem hagstefh- an hefur verið félagslegur markaðsbúskapur. Þótt Evrópa og Bandaríkin séu greinar af meiði vestrænnar markaðshyggju, er hún tempraðri í Evrópu. Dólgsleg auðhyggja Bandaríkjanna á ekki upp á paUborðið í Evr- ópu, þar sem hægrisinnaður flokkur á borð við kristílega demókrata í Þýzkalandi gaf þjóð- inni félagslega kanzlarann Ludwig Erhard. Stöðugt ris evrunnar er gott dæmi um, að evrópsk mUdi er efnahagslega frambærileg hagfræðistefna. Ekki þarf að rústa jafnrétti í menntun, heUbrigði og annarri velferð tU að vera samkeppnishæfur á alþjóðlegum mark- aði. Ekki þarf að rústa umhverfið tU að geta staðið sig á líðandi stund. Island flýtur með í félagslegum markaðsbú- skap Evrópu. Lög og reglugerðir Evrópusam- bandsins gUda hér á landi í auknum mæU. Fáir stjómmálamenn hampá bandarískum lausn- um á kostnað evrópskra, þótt suma dreymi um að einkavæða menntun og heUsugæzlu og draga á annan hátt úr félagslegri velferð. Á næstu árum mun spenna vaxa miUi vaxandi dólgaauðvalds í Bandaríkjunum og félagslegs markaðsbúskapar í Evrópu. í þeim átökum mun okkur farnast eins og frum, sem nú flýja heim. Jónas Kristjánsson Þunnur ÓLflFUR JÓHANN ÓLAFSS0N hefúr um árabU verið einn helsti metsölu- höfundur íslands og sendir nú frá sér langan doðrant, Sakleysingjana. Hún hefur hlotið misjafna dóma; Gunnar Gunnarsson lýstí því til dæmis á Rás eitt RÚV hversu leiðin- leg honum þætti bókin; ritdómari Kastljóss, Jón Yngvi Jóhannsson, var ekki hrifinn heldur, og á Stöð 2 sagði okkar maður, PáU Baidvin, að hún væri langdregin og fjörlítil. En í Mogganum og Fréttablaðinu hefur hún hlotið vinsamlega dóma. HÉR ÁÐUR FYRR, þegar Ólafur Jó- hann var hvað umdeUdastur, lá við að deUurnar um verk hans væm orðnar hápóUtískar. Sumum fannst honum svo hampað í fjölmiðlum og auglýs- ingum að næstum væri tU vitnis um samsæri hægrimanna sem þráðu að eignast „sinn rithöfund" tU mótvægis við alla vinstrisinnuðu höfundana sem á tímum kalda stríðsins virtust einoka íslenskar bókmenntir. Aðdáendum hans þótti á hinn bóginn að vinstri agentar gætu ekki unnt honum þess að skrifa vinsælar bækur af því hann væri ljóslega kapítalistí fram í fingurgóma og alþjóðlegur bissnissmaður í þokka- bót sem ættí ekkert með að kássast upp á skáldagyðjuna. Og virtíst um tíma hætta á að ^ skoðanir manna á skáldsögum Ólafs - Jóhanns skiptust eftir úreltum póli- > tí'skum vígh'num. s z SAMKVÆMT ÞVÍ VAR BJÖRN BJARNA- « S0N tryggilega í hópi aðdáenda 5 Ólafs Jóhanns enda hefur hann oft- ^ ar en einu sinni farið lofsamlegum Z orðum um höfundinn. Nú bregður Í5 svo við að á heimasíðu sinni birtir og ólíkindalegur þráður Björn hins vegar stutta umsögn um bók Ólafs Jóhanns sem er langt frá því að vera lofsamleg. Eftir að hafa getið þess að Ólafur Jóhann taki sér það skáldaleyfi að færa alkunna atburði í stílinn og búa til persónur sem eigi sér augljósa fyrirmynd, þá segir Björn helst til þurrlega: „BÓKIN ER RÚMLEGA 500 BLAÐSfÐUR og er oft fljótt farið úr einu sviði í annað og verður þá þráður sögunn- ar bæði þunnur og næsta óiíkinda- legur. Auðvitað má elta ólar við það, hvort höfundurinn bregður góðu eða vondu ljósi á þá atburði, sem „Nú bregður svo við að á heimasíðu sinni birtir Björn [Bjarna- son] hins vegar stutta umsögn um bók Ólafs Jóhanns sem er langt frá því að vera lof- samleg." hann velur sér og hetju sinni sem viðfangsefni, en það verður ekki gert hér. “ SV0 MÖRG V0RU ÞAU 0RÐ. Einhver kynni kannski að freistast til að álíta að lítið álit Björns á bókinni væri sprottið af því að honum þætti nærri sér höggvið. Þannig er mál með vexti að í bók Ólafs Jóhanns er í upphafi byggt á atburðum sem urðu á Siglu- firði 1932. Þar stóðu þá í miðri kreppunni hörð átök um verkalýðs- mál og Sveinn Benediktsson útgerð- armaður réðist harkalega í blöðum á Guðmund Skarphéðinsson formann verkalýðsfélagins á staðnum. Svo undarlega brá við að Guð- mundur svipti sig h'fi í kjölfarið og fékk Sveinn af því tilefni mikið ámæh fyrir árásir sínar. f BÓK ÓLAFS JÓHANNS er verkalýðs- foringinn viðkvæmi gerður að afa sögumannsins og ætía mættí sem sagt að óánægja Bjöms með bókina stafaði af því að honum hefði gramist að verið væri að rifja upp þetta skammarlega mál um föður- bróður hans, en Sveinn Ben. var eldri bróðir Bjama Benediktssonar forsætísráðherra, föður Björns. Við teljum okkur þó geta fullyrt að sú sé ekki ástæðan. Málið er stuttaralega afgreitt í skáldsögunni og persónan sem byggð er á Sveini Ben. fer ekkert rosalega illa út úr því. Birni hefur því einfaldlega ekki líkað bókin. : Jesús á Sykurfjallinu - andkristur tók jólin ro 'O -■ Svarthöfði vaknaði af kæfisvefni ^ í morgun vegha draumfara sinna. ^ Hann dreymdi um Jesúm á Sykur- ö fjallinu í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Jesús sagði: „Hví yfirgefur þú mig?“ ™ Svarthöfði vaknaði með eitthvert E bit á ökklanum. Hélt það væri sam- £ viskubit. Daginn áður fór hann í _ Kringluna. Hljómar jólalaganna Z sleiktu jólaskrautið. Reiðuféð skrjáf- aði. Myntpeningar hringluðu sem ^ jólabjöilur. FóUdð og Svarthöfði óðu v áfram í tímakreppu, viku ekki, keyptu fyrir sína nánustu en gleymdu náunganum. Svarthöfði hafði unnið yfirvinnu tU að eiga fyrir gjöfunum, en friðsemdin fyrirfórst. Jesús elskaði fjárhirðinn sem elti sauðinn eina. Nú em féhirðar knúnir áfram af græðgi. Hlaupa á eftir hverjum eyri. Og Jesús á Sykur- fjallinu. Svarthöfði er búinn að kaupa 30 lítra af kóki fyrir jólin. Konfekt hefur hann keypt í búntum. Ham- borgarhrygg sem hann ætlar að smyrja með sykurleðju. Quality street í nokkrum dósum. Ein af dauðasyndunum sjö er græðgi. Jólin einkennast af græðgi í mat og gjafir. Þar eru börnin verst. En þetta er alið upp í þeim. Ekki eitt orð um væntumþykkju, hófstillingu eða kærleik um náungann. Jesús rústaði musterið út af kaupmennskunni. Satanísku kaup- mennskunni sem elur á græðgi. En hver vann? Búið að stilla Jesúm upp á Sykurfjallinu, en kókjólasveinn- inn sér um börnin. Fyrir nokkrum áratugum rétti hann þeim litlafing- ur í formi epla, en nú hafa púkarnir rifið af honum höndina og kjamsa á kökum og sælgæti og hlæja tryll- ingslega við hverja nýja gjöf. Svarthöfði er ekki trúaður mað- ur. En hverjum getur yfirsést að Jesús er genginn í bergið, sokkinn í Sykurfjallið? Svarthöfði K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.