Barnadagurinn - 25.04.1935, Side 6
6
JÖARNADAGURINN 193S
Barnadagurínn í Stockhóími.
Ritstjóri Barnadagsblaðsins hefir beðið mig að segja
lesendum blaðsins dálítið frá Barnadeginum í Stokkhólmi.
Já, Barnadagurinn. Þegar þetta nafn er nefnt, hýrnar
heldur en ekki yíir Stokkhólmsbörnunum, því Barnadagur-
inn er einn lang mesti hátíðisdagur þeirra. Hann er fyrsti
sunnudagurinn í september, og er því sem«stórfengleg loka-
hátíð sumarsins. Gildi dagsins verður heldur ekki minna
fyrir það, að allt fé sem inn kemur við hátíðahöldin fer til
þess að gleðja og styrkja fátæk börn til sumardvalar í
sveit. Fé það, sem safnast hefir á Barnadeginum síðan
hann byrjaði, er milli 6 og 6 millj. króna. Fyrir þetta fé
hefir verið keypt eyja úti í Skerjagarði og kostuð dvöl
fleiri þúsund barna á hverju sumri. 2000 börn geta verið
þarna í einu. Þau fara þangað föl og veikluleg, en koma
aftur brún og hraustleg eftir sund og sólböð, leiki og
gönguferðir í skóginum.
Hvernig er svo þessi mikli hátíðisdagur barnanna?
Þau vakna auðvitað fyrir allar aldir þennan merkis dag.
Hátíðahöldin byrja klukkan 2. Börnin safnast saman við
sundið gengt konungshöllinni. Þau raða sér upp í fylk-
ingar. Allur skarinn mjakast af stað. Fyrst fer 400 drengja-
lúðrasveit. Drengirnir eru klæddir í hvít föt, og þeir spila
ótrúlega vel og taktfast. Næst kemur stór hópur stúlkna
og drengja, sem ö.ll eru klædd ýmsum þjóðbúningum. Þá
kemur skrautlegur hestvagn með tveim hestum fyrir, mikið
skreyttum. 1 vagninum situr drengur og stúlka í nokkurs-
konar hásæti, klædd brúðarskarti. Á eftir kemur mikið lið
stúikna og drengja ríðandi á hvítum og svörtum hestum,
eða í hestvögnum. Næst er stór skrúðganga, mörg hundruð
börn, allt frá 15, 16 ára, löngum og krangalegum dr.engj-
um, niður í 7—8 ára smáhnoöra. Loks kemur hópur barna
í vögnum með örlitlum dverghestum fyrir. Börnin eru öll
útklædd í gervibúnmga, sem bangsar, kettir, uglur, og
aftast kemur Mickey Mouse spilandi á harmoniku. Allur
skarinn, sem er 4—5 þúsund börn, heldur út á Stadion
(íþróttavöllurinn). Þar heldur einhver Svíaprinsanna ræðu,
drengjahljómsveitin spilar þjóðsönginn, barnasöngkónð
syngur. Það er sýnd leikfimi, leikir, þjóðdansar o. fl. Öll
skemmtiatriðin annast börnin sjálf, en þau eru 5 þúsund að
tölu, en áhorfendur skipta tugum þúsunda.
Klukkan er að ganga 7. Fólkið streymir niður að
Djurgárdsbrunnsvíkinni. Þúsundir manna raða sér á bakk-
ana fram með spegilsléttri víkinni. Hér á víst mikið að
ske. — tJti á víkinni eru margir listibátar upplýstir með
marglitum ljósum. Hvítklæddir drengir eru um borð undir
árum. Á miðri víkinni er útbúinn stór bátur. í honum er
kveikt og verður af geysilegt bál þegar það kemst í al- I
gleyming. Hljóðfæraslátturinn berst utan af víkinni og
flugeldar í öl.lum regnbogans litum þjóta um himinhvelf-
inguna. — Þessi mikla eldhátíð stendur í klukkutíma. Bál-
ið slokknar. Seinustu flugeldarnir hverfa út í geiminn, síð-
ustu tónar hljómsveitarinnar deyja út í náttmyrkrinu og
hvítklæddu drengirnir róa listisnekkjunum að landi. Þessi
mikli hátíðisdagur barnanna er á enda. Þau halda heim til
mömmu og pabba. Þau hafa upplifað heilt æfintýri. Hugur
þeirra er hlaðinn yndislegum endurminningum, sem end-
ast þeim í margar vikur, mánuði eða miklu lengur.
Gleðilegt sumar!
GvJUaugur Rosinkranz.
Z3i
Allar nýjustu
íslenzkar bækur
og mikið af erlendum bókum
og blööum, fáið þið alltaf hjá:
imm
Kólc4iv«írslini - Sími 272H
I'
D
Hafíksbúð
Síml 4063 Nönntígöítt 16.
Nýir ávextir.
Niðursoðnir áveatir.
Allar nauðsynjavörur.
Þér fcattpíð eínungis valda vörtt i
HAUKSBÚÐ.
Verzlunin Brynja,
Reykjavík.
Selur ávalt:
Fyrsta ílokks verkfæri
fyrir trésmiði, husgagnasmiði,
málara og murara.
Garðyrkj u verkfæri,
útsögunartæki og smærri verk-
færi fyrir börn.
SkólalHír.
Höfum nýlega fengið mjög mikið af allskonar vatnslita-
kössum. Ódýrum litum í töflum, skálum og túbum, sem
einnig fást lausar. Kassar með 10—12 litum frá 75 aur.
PENSLAR, margar tegundir.
PAPPÍR, í bókum og blokkum.
FáiS ykkur LITAKASSA fyrir sumarið.
„MÁLARINN“,
SÍMI 1496. BANKASTRÆTI 7.