Barnadagurinn - 25.04.1935, Side 8
s
BARNADAGURÍNN 1935
KOL SALT
KOKS
REYNSLA
sýnir, aS þaS borgar sig best aS
kaupa kol, koks og salt hjá oss.
ÞEKKING
vor á TÖrum þeim, er Ter seljum,
er kaupendunum trygging fyrir
gæSum þeirra. -----------
VISKA
þeirra er mest, sem TÍta. hTaS
þeir Tilja. — KomiS og skoSið
TÖrur Torar, hinar nákvæmu Tog-
ir og hin fullkomnu afhending-
artæki. -----------------
V I L J I
menn kaupa kol, koks etia salt,
þá er einfaldasta leiSin og hin
skynsamlegasta aS snúa sér beint
til Tor. ----------------
I.F. KOL & SALT
SÍMNEFNI: KOLOSALT
SÍMI: 1120 (FJÓRAR LÍNUR).
Elsta og stœrsta kola- og saltverslun landsins.
m
Ei
Húsmæður!
Hvers vegna að vera að leggja á síg allt þetta
erfíði, er heimabökun fylglr, þegar þér getið
fengið okkar viðurkenndu kökur i fjölbreyttu
úrvali hjá kaupmanni yðar
?
Framleíðum yfír 20 tegundir af allskonar
kaffíbrauði. — Auk þess margar tegundir af
Kremkexi og Matarkexí.
KEXVERKSMIÐJAN
„FRÓ N“
REYKJAVÍK
Útj í löndum er komið mikið kvik á það mál að rækta
menn, að ala þá upp á hagnýtan hátt, og árangurinn er
glæsilegur. Menn fóru líkt að og við ræktunina. Menn
rannsökuðu og fundu, gerðu tilraunir og sannfærðust. Og
menn fóru líkt að og hjónin í Fljótshlíðinni. Menn byrjuðu
á þeim gróðri mannlegs lífs, sem óx upp á öræfum og fallið
hafði í grýttasta jörð — fábjánanum — og með uppeldinu
tókst að gera þessa aumingja, sem allir héldu að væru svo
vansmíða af náttúrunni, að enginn mannlegur máttur gæti
bjargað þeim, það tókst að gera þá að nýtum mönnum og
meira að segja hamingjusömum á sinn hátt. Og síðan var
þess skammt að bíða, að líku uppeldi væri beitt við hin
fullþroska börn, og árangurinn af því er ekki síður dásam-
legur.
Aðferðirnar, sem beitt er, eru ofur einfaldar. Eins og
við ræktunina, eru hin þroskandi skilyrði bætt. Og eðli
barnanna sjálft vísar veginn. Börnin vilja þroskast og
fræðast, og gleðjast innilega yfir hverjum nýjum þroska,
hverri nýrri þekkingu. Leikir barnanna ,eru skóli þeirra.
Hver einasti leikur stefnir að því, að auka einhverja færni,
einhverja þekkingu. En barnsnáttúran er meyr og furðu-
lega næm fyrir öilum áhrifum, illum og góðum. Hinn mikli
vandi ,er sá, að fá barnið til að þroskast sem sjálfstæða
veru, að aga sig sjálft, til sjálfstæðis og þroska. En einmitt
þetta hefir tekist með hinu nýja uppeldi.
Við vitum, að vorgróðinn er viðkvæmastur fyrst á vor-
in, og rannsóknir hafa leitt það í ljós, að mennirnir mótast
snemma, til góðs eða ills, eftir ástæðum. Menn þykjast þess
vissir, að skaphöfn mannsins verði að mestu til áður en hann
hefir náð 7 ára aidri. En einmitt á þessum tíma er börn-
unum sinnt minnst. Meðan þau eru óvitar, eru þau kjössuð
og kysst og fá ekki það næði, sem þau þurfa. Þá eru þau
litlir sjúklingar og þarfnast hvíldar, .hollrar næringar,
lofts og ljóss. En þegar þau eru komin á legg og vitið er
að vakna, þá v.erða þau litlir einstæðingar og leita út á
götuna með allar sínar spurningar, allar sínar gátur. Þá,
þegar þeim ríður mest á, eru þau oftast ein og yfirgefin.
Hinn nýi skóli tekur við börnunum einmitt á þessum
aldr.i, 2—3 ára. Þar eru þau á daginn og fá þá aðhjúkrun
og umönnun, sem fullkomin kunnátta og góður vilji geta
ve.itt. Og árangurinn er undrav.erður.
Menn vita það nú, að mikið af hamingjuleysi manna
á rót sína að rekja til uppeldisins. Menn vita það nú, að
það má rækta menn, að hægt er að skapa hrausta menn
og hamingjusama, með uppeldinu, jafnvel úr veikum efnivið.
Og menn vita það nú, að ráðið til þessa felst í þessum tveimur
orðum: Þekking og kærleikur. Þetta eru einkunnarorð hins
nýja tíma. Þekkingin ein er ekki einhlít, ef tómlæti er
með. Og kærleikurinn er langt frá því að vera einhlítur, eins
og dæmin sýna. Án þekkingar er hann vanmáttugur, magnlaus
Eg vil enda þetta mál mitt með einni lítilli dæmxsögu,
sem þið kunnið öll. Hinni sígildu sögu um sáðmanninn, sem
árla morguns gekk út til að sá í akur sinn. Og sumt sæðið
féll á veginn, og fuglarnir komu og tíndu það upp. Sumt féll
í grýtta jörð, og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir uxu
upp og kæfðu það. En sumt féll í góðan jarðveg og bar
ávöxt, sumt þrítugfaldan, sumt hundraðfaldan og sumt
þúsundfaldan. — Fellur ekki margt þroskavænt fræ á
veginn eða í grýtta jörð eða meðal þyrna, sem sjúga frá
því skilyrðin til þroskunar?