Barnadagurinn - 25.04.1935, Qupperneq 10
10
BARNADAGURINN 1985
Smdsöluverð
d eldspýtum
má eigi vera hærra en hér segir:
SVEA eídspýtttr, 10 stokka
pakkízm, 40 aura.
Utan Reykjavíknr og íiafnarfjarð-|
ar má smásöluverð vera 3%
hærra vegna flatningskostnaðar.
Ungir menn,
sem vilja ganga
vel til fara,
nota
hatta.
Mesta heímílísprýðín.
Eitt af því, sem setur svip sinn á hvert heimili, hvert
þorp og hverja borg, eru börnin. Dómar manna um heimilin
fara mikið eftir því, hvernig framkoma barnanna er. Því
fleiri börn, sem saman eru komin á einn stað, því meir er
það á þeirra valdi, hvort staðurinn fær á sig gott orð eða
ekki. —
„Það Jæra börnin, sem fyrir þeim er haft“, segir mál-
tækið. Þetta mun rétt vera. Það er þess vegna fyrst og
fremst fullorðna fólkið, sem verður að vera börnunum til
fyrirmyndar, því. að það mun vera þrá flestra barna, að
verða stór og fullorðin. Þess vegna reyna börnin að taka
fullorðna fólkið sér til fyrirmyndar í sem flestu, og kemur
það berlega fram í leikjum þeirra, orðum og athöfnum.
Það vill því miður verða misbrestur á því, að fullorðna
fólkið geri sér það ljóst, hvað börn eru yfirleitt eftirtektar-
Framha.ld á bls. 11.
Sumardagurinn fyrsti. Framhald af bls. 9.
Barnið verður að vaxa frjálst eins og jurtin, og það sem
best er hægt að gera fyrir þroska þess og vöxt, er að gera öll
hin ytri skilyrði þroskans og vaxtarins sem hagstæðust. Það
eru hinar óbeinu aðferðir og áhrif, sem gefa bestan árangur.
Eldri kynslóðin á að hafa manndóm til að beita ekki harð-
stjórn. Uppeldið heimtar náttúrlegt umhverfi. Aðbúðin, um-
hverfið, viðmótið gerir allt, sem í okkar valdi stendur og
hefir sömu áhrif og jarðvegurinn og loftslagið á gróður jarð-
arinnar. Á æskuárum þarf að fóstra hæfiieikann til hollra
nautna 1 samlífinu við náttúruna. Það vekur lotning og þrótt
og hæfileikann til að grein fingur Guðs bak við fyrirbrigði
náttúrunnar og rás viðburðanna.
Það er gott til þess að vita, að sumardagurinn fyrsti er
orðinn dagur barnanna, dagur fyrir börnin til að sýna hvað
þau geta og dagur til að minna hina fullorðnu á skyldurnar
gaglivart börnunum. Það er gott til þess að vita, að enn varð-
veitast hollar uppeldisvenjur eins og það, að senda börnin í
sveit yfir sumarið auk ýmsra annara hollra sumarstarfa, sem
íslenskir atvinnuhættir gefa kost á. Berjaferðir eru upptekn-
ar og íþróttastarfsemi er í vexti. Þeim fer stöðugt f jölgandi,
sem taka þátt í að flytja sumarið inn í líf barnanna —
hreyfingu, loft, sól og rennandi vatn. Það er gott til þess að
vita, að hér starfar félag, ,sem heitir Sumargjöfin, og hefir
þennan tilgang. Hin mikla fyrirmynd um alla þessa viðleitni
er náttúran sjálf og hennar fornu aðferðir við að ala upp
börn sín. I barnagarði þarf að vera sólríkt og loftgott, þar
þarf sand til að byggja úr, grindur til að klifra í, vatn til að
vaða í. „Sumargjöf“ er gott heiti á félagi, sem vinnur í þess-
um anda, því tilgangurinn er, að gefa börnunum sumarið.
Á þann hátt einan er hægt að kenna þá list að lifa einföldu
lífi og gleðjast við þau lífsgæði, sem eru hollust og óbrotn-
ust og eiga að vera sameign allra mannanna barna.
Guð blessi alla þá, sem verða drengilega við, þegar sum-
arið kallar: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið
þeim það ekki.
Ásgeir Ásgeirsson.'