Barnadagurinn - 25.04.1935, Page 11
BARNADAGURINN 1935
11
Mesta heimilisprýðin. Framhald af bls. 10.
söm og næm á það, sem þau heyra og sjá til þeirra, sem
eldri eru. Eg geri nú ráð fyrir, að það muni meir vera
athugunar- eða hugsunarleysi að kenna hjá þeim, sem
komnir eru af barnsaldrinum, þegar þeir nota miður sæmi-
legan munnsöfnuð eða segja ósiðsamlegar sögur í áheyrn
barna, en þetta hefir þó haft mjög alvarlegar afleiðingar
í för með sér fyrir börn. Má í því sambandi benda á, að
ýms afbrotamál barna munu eiga rætur sínar að rekja til
atvika, er þau hafa heyrt sér eldra fólk tala um og rök-
ræða. —
Alloft heyrist kvartað yf,ir því, hvað mörg börn séu
óhlýðin, óknittin og hrekkjótt. Því er ekki að neita, að þetta
mun ekki að ósekju sagt. Þess eru dæmi, að börn hafa skamm-
að foreldra sína, riíist við kennara sinn og sent ókvæðisorð á
eftir vegfarendum, og síðan sagt, að þetta gerðu líka þeir,
sem eldri væru.
Af því, sem nú hefir v,erið sagt, má sjá, hversu mikinn
þátt fullorðna fólkið á í því að marka framkomu barn-
anna. Uppeldi barna hvílir ekki emgöngu á foreldrutn
þeirra og kennurum, heldur og hverjum þeim karli eða
konu, sem þau umgangast.
Auk þess sem fuilorðna fólkið verður að vanda fram-
komu sína í smáu sem stóru, þá þarf að temja börnunum
háttprýði og drengilega framkomu í hvívetna. Þar kemur
aðallega til kasta foreldra og kennara. Uppeldið á að
byrja þegar í vöggunni, því að „það, sem ungur nem-
ur gamail temur". 1 stuttn biaðagrein er ekki hægt að
gefa leiðbeiningar um barnauppeldi, eða hvernig eigi að
fara að því að venja börn. Þó mun mega telja það ema
meginreglu, sem fram beri að íyigja, þegar venja á bórn
eða siða þau, og hún er sú, að haga svo orðum sínum við
þau, — boðum eða banni — að börnunum verði það ljóst,
að sá, sem býður þeim eða bannar, vill þeim vel." Nöldur við
börn hefir slæm áhrif á þau og venur þau á að virða að vett-
ugi það, sem þeim er sagt — eða þau eru beðin um að gers.
Börnin þurfa að læra þegar í æsku að taka tiilit til
annara og htyöa setium regiurn, því að pegar þau vaxa og
verða fullorðin, frnna þau annars til þess, hvað mikið er
til af lögum og reglum, sem þjóðféiagið heimtar að farið
sé eftir, og þá gæti orðið erfiðara fyrir þau að hlýðnast
þeim en ella. ,
Það verður að keppa að því að venja svo börnin, að
enginn — hvorki foreldrar né aðrir — þurfi að segja sem
svo: „Eg ræð bara ekkert við barnið“. Og það er hægt, —
,en oft kostar það allmikið erfiði og þrautseygju.
Kurteisi og háttprúð framkoma kostar ekki peninga,
en hún er rneira virði en nokkrir peningar. Kurteis börn
verða hvers manns hugljúfi. Hversu ánægjulegt er ekki að
koma á heimili eða í skóla, þar sem öll framkoma barn-
anna, bæði í orði og verki, er drengileg og frjálsmann-
leg, þar sem börnin virðast hafa yndi af því að gera að
vilja þeirra, sem vilja þeim vel.
Hjálpumst öll að því — bæði eldri sem yngri — að
ala þannig upp hina uppvaxandi kynslóð, að okkur megi
verða sómi að og þjóðinni til heilla.
Helgi Elíasson.
<o>{o> i<2
£>>{oXo>{o>ý£
Gefið börnunum
Pep og Corn Flakes
PEP
daglega.
F æst. alstá u r.
-~yr) V'"'. - ...
GULLAX
HAFR AMJÖLIÐ
* - 0
veitir yður þrótt og fjör.
Gullax-drengurinn þekkist á myndinni.
Gullax-börnin þekkjast alstaðar.