Barnadagurinn - 25.04.1935, Page 13
BARNADAGURINN 1935
13
Veikluð skólabörn.
Eitt af hinum sameiginlegu áhyggjuefnum heimila og
skóla, eru veikluðu skólabörnin. Eg á hér ekki við þau
börn, sem eru svo veik, að þau þurfa hælis- eða spítalavist,
heldur hin, sem eru kyrtlaveik og blóðlítil, stundum ef til
vill af því, að ekki er hægt að veita þeim þann aðbúnað,
sem þau þurfa. Stundum komast þessi börn í sumardvöl
á góð sveitaheimili eða sumarhæli, og koma heim að haust-
inu sæmilega útlítandi. Þggar svo skólavistin byrjai* með
margra klukkustunda setu við nám daglega, hrakar þeim
mjög bráðlega, og eftir nokkurn tíma er úrskurðað af
skólalækni, að þau megi ekki sækja skóla svo og svo lengi.
En mörg af þessum börnum eru frá heimilum, sem eiga
mjög erfitt með að láta þeim í té það, sem þau nauðsynlega
þurfa með; við þetta bætist svo, að þegar þau yfirgefa skól-
ann, missa þau mat og mjólk, sem þau hafa fengið þar.
Niðurstaðan verður því, að börnin ná sér lítið, þó þau séu
heima, skólagangan verður öll í molum og foreldrarnir eru
ráðalausir bæði með námið og með aðbúnaðinn.
Margir kennarar, frá barnaskólunum hér, hafa borið
það mjög fyrir brjósti, hvað hægt væri að gera fyrir þessi
börn, svo þau styrktust að heilsu, en þyrftu þó ekki að
leggja allt nám á hilluna. Fjölda margir foreldrar hafa
líka borið þessi vandkvæði fram, t. d. við skólanefnd, þar
eð ekkert hefir sérlega verið gert til þess að sjá þessum
veikluðu börnum fyrir námi við þeirra hæfi. Bæði Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur og Barnaverndaráðið hafa líka
haft þetta mál á dagská og hafa þessar nefndir komið fram
með tillögur um hæli fyrir þessi börn, oftar en einu sinni,
en úi framkvæmdum hefir ekki orðið að þessu.
Nú er þó svo komið, að vonandi er, að smáskóli eða
dvalarheimili fyrir veikluð skólabörn komi upp hér í bænum
nú á næstunni. Á efstu hæð skólahúss þess, sem nú er verið
að reisa við Reykjaveg er svo til ætlast, að nokkur veikluð
skólabörn fái athvarf árið um kring. Verður sjálfsagt gert
það, sem hægt er til þess að gera þau hraust, en jafnframt
séð svo um, að allt nám leggist ekki niður. Jafnóðum og
börnin frlskast, verður svo skift um og tekin önnur börn,
sem þess þurfa þá mest með, að dómi skólalæknanna. Enn
er ekki hægt um það að segja, hvenær þetta kémst til
framkvæmda, en þar sem húsið verður bráðum tilbúið, þá
er vonandi að ekki líði á löngu, þar til svo verður. Er eng-
inn efi á því, að allir þeir, sem best þekkja til skóla og
heilbrigðismála bæjarins, bíði þess með óþreyju, að stigið
verði fyrsta sporið til þess að koma þessum veikluðu börn-
um til hjálpar og létta undir með foreldrum þeirra, sem
oft eru ófær til að veita börnunum það, sem þau þurfa með,
hversu góðan vilja, sem þeir hafa til þess.
ASalbjörg SigurSardóttir.
Gefið börnunum bestu barnabókina
Sólskin.
Sækið skemmtanir dagsins! — Allir þurfa að bera merki
dagsins! — Styrkið starfsemi „Sumargjafarinnar“!
Hæfileg
Sumargjöf
ungum og öldruðum er
góð bók frá
Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar
eða Bókabúð Austurbæjar B.S.E. Laugav. 34.
§taðnæmi§t hér!
Beztu innkaupin á Glervöru, Búsáhöldum,
Kristal og Vefnaðarvörum.-------------
Munið eftir Edinborgar-leikföngunum. —
Leggið leið yðar um Hafnarstræti í
EDINBORG
Strigaskór
fyrir börn og
fullorðna.
Stórt og ódýrt
úrval.
Hvannbergibræður.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg,
Reykjavík.
Prentsmiðjan annast prentun ríkissjóðs
og stofnana og starfsmanna ríkisins.
Leysir auk þess af hendi allskonar
bókaprentun, litprentun, nótnaprentun,
eyðublaðaprentun, skrautprentun. —
Áhersla lögð á vapdaða vinnu.
Pósthólf 164. Símar 3071 og 3471.