Barnadagurinn - 25.04.1935, Side 14

Barnadagurinn - 25.04.1935, Side 14
14 BARNADAGURINN 1935 Verzlunirf Björn Kristjánsson Jón Björnsson &, Co. Vorvörurnar eru komnar. Fleiri vörur væntanleg- nrseð næstu skipum. I KOMIÐ OG SKOÐIÐ! Bök nnardropar Afengisverzlunar ríkisins eru búnir til úr réttum efnum og með rétt- um hætti. Hárvötn / iengisverzlunar ríkisins eru hin ódýrustu sem fást, og þó mjög góö, Eínkasalan á þessum vörum er gengin í gildi, verzlanir snúi sér því til Ííengisverzlunar ríkisins, » Reykjavík. Barnaleíkvelíír í Reykjavík. Einkenni allra ungviða hinna æðri dýrategunda er leikurinn. Því meiri þroska, sem tegundin hefir náð, þeim mun lengra er uppvaxtarskeið afkvæmisins, þ. e. því leng- ur þarf afkvæmið að leika sér, áður en það verður íull- þroska ninstaklingur, fær um að leysa af hendi hlutverk tegundarinnar. Þetta lögmál nær einnig til mannsins. Hann er þroskaðasta lífsvera jarðarinnar, og vaxtarskeið hans, bernskan, tímabil leikjanna, er einnig miklu lengra en hjá nokkurri annari lífsveru. Leikir barna eru ekki sama sem skemmtun og því síð- ur andstæða starfs. Leikirnir eru starf, er hefir tilganginn fólginn í sjálfu sér. Þeir eru þrungnir skapandi orku, og jafn nauðsynlegir eðlilegum þroska barnsins sem matur og drykkur. í leikjunum vex einstaklingsatgerfi barnsins, svo sem líkamshr.eysti og viliaþrek, og í samleikjum við jafnaldra þroskast einnig félagsdyggðirnar: sannsögli, réttlætistilfinning, drengskapur, hjálpfýsi og margar fleiri dyggðir, sem geta trauðlega þroskast, nema í frjálsum leikjum með jafnöldrum. Það er tvímælalaust engin tilviljun, að ýmsar þióðir, sem komist hafa á mjög hátt menningarstig, svo sem Forn- grikkir, Islendingar á gullöldinni, Englendingar og Norð- urlandabúar nú á dögum, hafa allir verið dýrkendur frjáls- mannlegs kskjauppeldis. Þegai is þessa er gætt, má það vera alvarlegt áhyggiueíní, hvernig búið er að börnum Reykjavíkur um skilyrði til útileikja. í flestum hverfum bæjarins blasir ekki annar leikvanguí' við börnunum en gatan með ölluni sínum bílum, ryki og sóti. óhreinar götur fullar af börnum eru eitt af því öm- urlegasta við fátækrahverfi stórborganna. Sennilega má finna einhverjar afsakanir fyrir ástand- inu, sem ríkir í þessum .efnum hér í Reykiavík, svo sem óvenju hraðan vöxt borgarinnar og kannske fleiri. En hitt skiptir mestu máli, að sem allra fyrst sé hafist handa og bætt úr brýnustu þörfum barnanna. Það, sem gera þarf, er í stuttu máli þetta: Að gera neðri leikvöll Austurbæiarskólans nothæfan. Að gera stóran og góðan leikvöll sunnan við Miðbæjar- skólann. Báða þessa leikvelli mætti nota fyrir börn, yngri sem eldri, úr nágrenni skólanna þann tíma að sumrinu, sem þeír starfa ekki. Að stofna fleiri dagheimili á borð við Grænuborg. Loks þarf bráðnauðsynlega að búa til leikvelli svo víða um bæinn, að öll börn bæjarins geti auðveldlega notið þeirra. Þessir leikvellir ættu að vera búnir margskonar leikföngum við hæfi barna á öllum aldri. Börn eiga að vera þar sem allra frjálsust, Eftirlitið fólgið í því einu, að koma í veg fyrir slys. Landrýmið umhverfis Reykjavlk er svo mikið, að þetta mál hlýtur að vera mjög auðvelt úrlausnar. Það getur ekki þurft að kosta bæjarfélagið mikil bein útgjöld, en aðallega dálitla tilfærslu á verðmætum. Málið er þannig vaxið, að allir foreldrar, af öllum stéttum og stjórnmálaflokkum, aettu að sameinast um að hrinda því í framkvaemd. Siaurður Thorlacius, r

x

Barnadagurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.