Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 3
XJV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 3
Skölusalan Mn á
Ragnar Hauksson fisksali er byrjaður að moka út skötu fyrir
Þorláksmessuna. Hann segir að skötusalan hafi tekið talsverðan
kipp í byrjun vikunnar og margir ætli að halda skötuveislu nú um
helgina.
„Það hefur komið töluvert af fólki að versla skötu hjá mér í
vikunni. Það er nokkuð um það að fólk kaupi þetta fyrir vini og
vandamenn sem eru búsettir erlendis og svo eru auðvitað marg-
ir sem halda skötuveislu um helgina,“ segir Ragnar hjá Fiskbúð
Hafliða á Hverfisgötunni. Sjálfur segist hann borða skötu á
Þorláksmessu og það hafi hann gert frá því í æsku.
„Það var reyndar alltaf skata á mínu heimili á laugardögum
héma einu sinni en núna er hún bara borðuð um jólin. Mér
finnst skatan vera ómissandi hluti af jólagleðinni og svona gaml-
ar hefðir eiga fullan rétt á sér. Ég vona bara að sem flestir prófi
Mestu
marka-
skorarar
brasilíska
landsliðsins
þetta," segir Ragnar. Þegar hann er spurður að því hvort bragðið
sé jafn vont og lyktin segir hann svo ekki vera en talar þó um
„bakfallsskötu".
„Menn taka nefrúlega smá bakfall þegar þeir bera gaffalinn
upp að munninum og finna lyktina," segir Ragnar sem býður
upp á þrjár tegundir skötu fyrir þessi jól. Munurinn felst í hversu
vel skatan sé kæst.
„Þetta skiptist í létta skötu, miðlungs og svo alvömskötu fyrir
atvinnumennina. Svo er meðlætið alveg jafn ómissandi og sjáif
skatan," segir Ragnar og talar um kransæðakítti í því sambandi
þar sem meðlætið er ekki beint það hollasta á markaðnum.
„Mörinn og hamsatólgin verða að fylgja með en bara í hófi,“
segir Ragnar hjá Fiskbúð Hafliða sem er greinilega alveg jafn
umhugað um heilsu viðskiptavina sinna og ánægju.
Spurning dagsins
Hvað verður í matinn á aðfangadagskvöld?
Heitsvið
„ Við ætlum að borða heit svið í ár enda
erum við ekki hrifin afþungum mat. Með
sviðunum erþetta venjulega; kartöflur,
rófustappa, uppstúfur og grænar
baunir."
Anna Sigríður Helgadóttir
söngkona.
„Ég ætla að
borða svína-
l / hamborgar-
hrygg. Hann er
alltafá jólun-
um hjá okkur
„Við erummeð
sænsk/íslensk
jól með írsku
ívafi. Annað
hvort verðum
við með ham-
borgarhrygg
eða lamb. Á
jóladag erum viö með sænska
jólaskinku og effólk erenn með
matarlist á gamlársdag þá
verður annað hvort endurtekn-
ing eða bara ýsa með kartöfl-
um.“
Kristín Gunnlaugsdóttir
myndlistarmaður.
„Ég ætla að
borða léttsteikt
hreindýrafillet
en verð þó með
hamborgar-
hrygg fyrir
börnin. Að
sjálfsögðu elda
ég matinn enda erþað stór
hluti afjólunum."
Sigurjón ívarsson
matreiðslumaður.
Hamborgarhryggurinn er af mörgum talinn jólaréttur fslendinga,
ekki síst eftir að rjúpnaveiðar voru bannaðar. Margir kjósa þó að
breyta til.
og efþað
myndi breytast fyndust mér jól-
in ekkieins."
Sesselja Thorberg Sigurðar-
dóttir iðnhönnuður.
„Ég ætla að
borða ham-
borgarhrygg.
Þetta skiptir
mig samt ekki
miklu máli og
ég gæti vel
hugsað mér að
borða léttreykt trippakjöt í öll
mál."
Kristinn Snæland leigu-
bílstjóri.
NAFN
TÍMABIL í LANDSLIÐINU MÖRK ALLS
1. Edson Arantes do Nascimento PELE 1957-1971
2. RONALDO Luis Nazario de Lima 1994-2004
3. ROMARIO de Souza Faria 1987-2001
4. Artur Antunes Coimbra ZICO 1971-1989
5. Jose Roberto Gama de Oliveira BEBETO 1985-1998
6. RIVALDO Vito Borba Ferreira 1993-2003
7. Jair Ventura Filho JAIRZINHO 1963-1983
8. ADEMIR Marques de Menezes 1945-1953
9. Eduardo Goncalves de Andrade TOSTAO 1966-1972
10. Thomaz Soares da Silva ZIZINHO 1942-1957
Amerískar
lúxus heilsudýnur
Berðu saman verð og gæði
SPAKMÆLI
ÞAÐ ER STAÐREYND
Apríl
er grimmastur
mánaða.
- T.S.EIiot
ÞEIR ERU BRÆÐUR
Tannlæknirinn & skrifstofustjórinn
Þórarinn Sigþórsson tannlæknirog Guðmundur Sigþórs-
son landbúnaðarfræðingur eru bræður. Þórarinn, sem er
66 ára, er best þekktur sem Tóti tönn og er landsþekktur
laxveiðimaður. Guðmundur, sem er 64 ára, hefur verið
skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu en starfar nú að
sérverkefnum í Brussel fyrir landbúnaöaráðuneytið og iðn-
aðarráðuneytið. Bræðurnir eiga fimm önnur systkini. For-
eldrarþeirra eru Sigríöur Guðmundsdóttir húsmóðir og
Sigþór Karl Þórarinsson, hreppstjóri f Einarsnesi.
... aðfyrsti
nóbelsverðlauna-
hafinn íbók-
menntum, Sully-
Prudhomme frá
Frakklandi, er nú
öllum gersamlega
gleymdur.
bctmolojsy so advanced.
JTURN-
_________
ekkjan
Skipholt 35 Simi 588 1955 www.rekkjan.is