Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 Fréttir DV Gestir Draugabarsins á Stokkseyri voru furðu lostnir þegar Jóakim Tryggvi Andrésson fangavörður réðst ítrekað á gesti Rolling Stones-hátíðar. Lögreglan hef- ur sent líkamsárásarkæru á hendur honum til Ríkissaksóknara. sfld frá íslendingum í Norska Fiskeribladet er haft eftir Rögnvaldi Hann- essyni, prófessor við Versl- unarháskólann í Björgvin í Noregi, að Norðmenn eigi að veiða eins mikið og þeir geti af risaárgangi norsk-ís- lensku sfldarinnar sem fannst fyrir skemmstu svo hún gangi ekki inn í ís- lensku lögsöguna. Deilur hafa lengi staðið um veiðar á norsk-íslensku sfldinni milli þjóðanna en Rögn- valdur ráðleggur Norð- mönnum þetta þar sem hann segir að íslendingar myndu sjálflr gera það sama. Bíóhöllin boðin út Bæjarstjóm Akraness hefur samþykkt að bjóða rekstur Bíóhallarinnar út á næsta ári. Þetta kemur ffam á frétta- vefnum Skessu- horn.is. Bæjarrit- ara hefur verið falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum þar sem m.a. verið gert ráð fyrir að kaupstaðurinn styrld starf- semi hússins áfram og að séð verði til þess að haldið verði úti kvikmyndasýning- um, leiksýningum og tón- leikum og að menningar- hópum eins og Skagaleik- flokknum verði gert kleift að nýta húsið. Reikningur- inn drap hana Lögfiræðingar í Green- ville í Norður-Karolínu í Bandaríkjunum kanna nú hvernig stóð á því að raf- magn var tek- ið af íbúð El- ízabetar Verdin 89 ára með þeim af- leiðingum að BÍIP hún dó úr kulda. Lík henn- ar fannst á dögunum í íbúðinni en hún hafði ekki greitt rafmagnsreikninginn sinn um síðustu mánaða- mót þannig að rafmagnið var tekið af íbúðinni 6. des- ember. Starfsmenn raf- magnsveitunnar segjast hafa ítrekað reynt að ná tali af frú Verdin en ekki tekist. Nú hefur rafmagnsveitan sent frá sér tilkynningu um að rafmagn verið ekki tekið af þeim sem ekki greiða á réttum tíma og notendum er bent á að semja um skuldir sínar við fyrirtækið. Fangavörður trylltist á Draugabarnum Jóakim Tryggvi Andrésson, fangavörður á Litla-Hrauni, hefur verið kærður fyrir líkamsárás á Draugabarnum á Stokkseyri að- fararnótt 26. september. Málið er í vinnslu saksóknara. Árásin átti sér stað á Rofling Sto- nes-hátíð sem haldin var í tilefni þess að fimm ár voru liðin síðan Mick Jagger hitti Ólaf Helga Kjart- forstöðumann Litía-Hrauns, vinnslu fréttarinnar í gær. ansson, sýslumann Árnesinga, sem þá var sýslumaður á ísafirði. Ólafur Helgi var verndari hátíðarinnar. Aflt fór hins vegar í háaloft þegar Jóakim fangavörður missti stjóm á sér og lenti í átökum við marga menn. Barði maka fangavarðar Samkvæmt frásögn vitna kýldi Jóakim ungan mann frá Stokkseyri inni á Draugabarnum. Ekki sá mik- ið á piltinum. Fyrir skemmstu var Jóakim aftur til ófiriðs eftir að hafa neytt áfengis. Að lokinni jólaskemmtun fanga- varða fauk í Jóakim og hann lenti í áflogum við maka annars fanga- Ólafur Helgi Kjartansson SýslumaðurÁr- nesinga var verndari Rolling Stones-hátíðar- innar sem fór íháaloft. varðar. Fangavörðurinn vildi ekki ræða málið eða gefa upp hvort at- vfldð hefði verið kært. Jóakim, sem æfði á árum áður júdó, réðst einnig á mann fyrir utan Draugabarinn sama kvöld, að því er virtist algerlega að tilefhislausu. „Hann réðst aftan að mér, tók mig hálstaki og sneri mig niður. Það komu góðviljamenn og losuðu hann af mér. Ég er ekki ofbeldis- maður og kann ekki að slást," segir Gunnar Einarsson, sem búið heftir á Stokkseyri í fjölda ára. Uppruna- lega er hann frá Færeyjum. Berja Gunna Færeying „Ég þekki varla manninn," segir Gunnar um árásina. „Þetta byrjaði inni á Draugabarnum. Hann talaði við annan fangavörð og spurði: „Eigum við ekki bara að berja Gunna Færeying?” Hann reyndi oft að kýla mig en tókst ekki. Svo var honum hent út. Þá sat hann fyrir mér,“ segir hann. Gunnar vildi í upphafi kafla til lögreglu og kæra árásina, en segist ekki hafa látíð verða að því, þar sem nærstaddir reyndu að lægja öldurn- ar. „En maðurinn er vitíausu megin á Hrauninu," segir Gunnar um fangavörðinn sem tók hann fang- brögðum. Hefur heyrt af málinu Valtýr Sigurðarson fangelsis- málastjóri hefur ekki gripið til neinna ráðstafana vegna ofbeldis- hegðunar Jóakims. „Þetta verður að fá að ganga í gegnum kerfið. Annars fer það eftir eðli mála til hvaða að- gerða er gripið. Ég hef heyrt ávæn- ing af málinu, en það er ekki komið upp á borð til mín. Það er forstöðu- maður Litía-Hrauns sem með- höndlar málið. Síðan skoðum við þetta með honum," segir Valtýr. Ekki náðist í Kristján Stefánsson, Sleginn Jóakim fangavörður ber við minnisleysi þetta kvöld. Þegar Roll- ing Stones-hátíðin stóð sem hæst, og Jóakim var á spjafli við félaga sína, fékk hann að eigin sögn höf- uðhögg úr launsátri. „Ég var bara sleginn þar sem ég sat. Það kom maður út úr þvögu og sló mig í ut- anvert höfuðið. Ég sá þennan mann ekki og veit ekki hver það getur hafa verið. Eftir það man ég ekki hvað gerðist, en ég man allt fyrir það,“ segir hann. Jóakim segir það ekki þægilegt að vera kærður fangavörður. „Enn þá verra er að vita ekki hvað hafði gerst. Ég var bara að tala við fólk við borðið þegar ég var sleginn og man ekki annað en að síðar réðst á mig hópur manna." Spurður um slags- málin eftir jólahlaðborð fangavarða hefur Jóa- kim þær skýringar að hann hafi verið sleginn. „Ég var bara sleginn aftur. Það var rifrilfdi, ekki neitt neitt." Jóakim hefur orð á sér fyrir að vera slæmur með víni. Eftir hlaðborðs- slagsmálin, átök- in á Draugabarn- um og dóm vegna ölvunaraksturs fyrir nokkrum árum hefur hann ákveðið að leggja flöskuna á hiíl- una. „Ég er hætt- ur að drekka. Það er nóg fyrir mig að fá tvö högg," segir hann. jontrausti@dv.is við „Hann talaði við ann- an fangavörð og spurði: Eigum við ekki bara að berja Gunna Færeying?" Garðar Viðarsson vörubílstjóri slapp ótrúlega vel þegar vörubíll hans valt á hliöina „Ég var svo heppinn að vera ekki í bílbelti" „Ég er bara guðslifandi feginn að hafa sloppið lifandi út úr þessu," segir Garðar Viðarsson 25 ára vöru- bflstjóri sem slapp á undraverðan hátt úr bflveltu með því að kasta sér yfir í farþegasætið. Garðar hafði ver- ið að vinna allan daginn og var að losa næstsíðasta fflassið af vörubfln- um þegar óhappið átti sér stað. „Ég var búinn að bakka og ætlaði að setja hlassið niður en þegar pallur- inn var kominn upp í topp fór bfll- inn að leka á hliðina," segir Garðar Hvað liggur á? og bætir við að hlassið hafi verið frosið á pallinum sem hefði leitt til þess að bfllinn fór á Jiliðina auk þess sem vagninn hafi lengi verið skakkur á bflnum. „í raun og veru gerðist þetta ekki nema á nokkrum sekúnd- um en mér fannst þettta gerast í al- gjörum rólegheitum. Ég var svo heppinn að vera ekki í bflbelti því ég veit að annars hefði ég drepist, enda krumpaðist bfllinn alveg saman þar sem ég sat." Fimm ára dóttir Garð- ars hafði verið með honum í bflnum allan daginn en hann var nýbúinn „Það liggur akkúrat ekkert á öðru en að passa sig á að jólin rúlli ekki yfir mann og hafa það natalegt fyrirjólin. Og það liggur á að passa að vera góður við dýrin alla tlð og alla tíma. Það á alltafað hugsa fallega um dýrin."Segir Margrét Dögg Halldórsdóttirm yfirdýrahirðir f Húsdýragarðinum. að skila henni heim áður en slysið átti sér stað. Garðar sat fastur í bflnum í nokkrar mínútur en náði að komast út um það leyti sem lögregluna og sjúkrabfl bar að. „Ég skalf eins og hrísla og var í algjöru sjokki. Fyrst var ég alveg ruglaður og var smá tíma að átta mig á því hvað hefði gerst og gerði það ekki almennilega fyrr en um kvöldið." Garðar slapp nánast ómeiddur úr slysinu en fékk þó þungt högg á mjöðmina. „Ég er aumur í mjöð- minni og með smáseiðing í bakinu en annars er ég við hestaheilsu. Ég veit að ég á eftir að vera smeykur við að fara upp í vörubfl aftur en ég keyri það bara af mér. Ég er búinn að vera í þessum bransa í meira og minna í þrjú ár og er með þessari vinnu að sinna áhugamáli mínu svo ég læt þetta ekki stoppa mig," segir Garðar og bætir við að hann ætíi sér þó að taka sér frí frá vinnu fram yfir jóL indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.