Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Side 12
12 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004
Fréttir DV
Rakel Ágústsdóttir hefur verið bundin við hjólastól allt sitt líf eftir heilalömun í kjölfar heila-
himnubólgu sem hún fékk nokkurra daga gömul. Nýr hjólastóll kemur til með að gjörbreyta
lífi Rakelar sem getur nú staðið upprétt með hjálp stólsins sem er einn sá fyrsti sinnar gerðar
sem tekinn er í notkun á íslandi. DV heimsótti Rakel þegar hún prófaði stólinn í fyrsta skipti
og skálaði í kampavíni í tilefni dagsins sem var stór í hennar huga.
Stóð upp og skálaði
mrnU J A f f I |/| B/|
eflir 18 ar
Bíður eftir nýjum
hjólastól
Þórey Rut var mjög spennt þegar
hún sá nýja stólinn hennar Rakelar
enda á hún von á sambærilegum
stól fljótlega þó hún reikni varla
með að það náist fyrir jól. Henni er
nokkuð sama um það enda eiga
íþróttirnar hug hennar allan. Hún
keppir með íþróttafélagi fatlaðra í
boccia og stefnir á þátttöku í
Malmö open sem fram fer í byrjun :_________
febrúar á næsta ári. „Við erum enn Þórey Rut Þykir fátt skemmtilegra en að
að safna fyrir ferðinni," segir Þórey spila boccia og á von á að fá nýjan stól eins
sem hlakkar eiginlega meira til þess °9 Rakel-
að komast út heldur en til jólanna dýrt að fara í svona keppnisferð
sem hún er ekkert stressuð yfir. „Ég enda þurfum við fatlaðir marga að-
hef meiri áhyggjur að því að ná inn stoðarmenn," segir Þórey og vonast
peningum svo við komumst til tii að dæmið gangi upp þótt tíminn
Malmö og getum keppt þar. Það er sé stuttur.
Ástinni fylgir drasl
„Ég vil bara búa ein þó ég elski
kærastann minn mjög mikið,"
segir Kristín Jónsdóttir sem býr á
sambýlinu Rangárseli. Hún er ást-
fangin en segir sambúð með sín-
um heittelskaða ekki koma til
greina þar sem hann er svo mikill
sóði. Þó trúlofuðu sig fýrir þremur
árum en ætla ekki að gifta sig.
„Það er erfitt að vera svona
fötluð. Mér hefur alltaf verið mik-
ið strítt, alveg sfðan ég var krakki,"
segir Kristín sem nú er hundgöm-
ul að eigin sögn, orðin 42 ára. Auk
þess að vera hreyfihömluð er
Kristín þroskaheft og á erfitt með
að tala skýrt. Hún er búin að
ganga frá öllum undirbúningi
fyrir jólin og keypti allar jólagjafir
fýrir löngu, hún segist bæði gefa
peysur og lampa í jólagjöf, flestir
pakkarnir eru mjúkir.
Kristín vinnur við að brjóta
saman þvott. Hún hlakkar til jól-
anna sem hún ætlar að njóta með
unnusta sínum en hann býr á
sambýli annars staðar í bænum.
Þau reyna að hittast eins oft og
þau geta enda afar ástfangin. „Ég
nenni ekkert að gifta mig. Hann
gengur líka svo illa um,“ segir
Kristín sem tekur snyrtilegt heim-
ili sitt fram yfir ástina og draslið
sem henni getur fylgt.
Kristfn með jólapakka Hlakkartiljólanna
sem hún ætlar að njóta meö kærastanum.
„Þetta er kraftaverki lfkt," sagði Rakel Ágústsdóttir þegar hún
stóð ldðrétt með hjálp nýja hjólastólsins sem gjörbreytir
hennar h'fi. Rakel hefur verið bundinn við hjólastól alla sína
ævi enda mikið hreyfíhömluð eftir að hafa fengið heilahimnu-
bólgu nokkura daga gömul sem orsakaði varanlega heilalöm-
un. Hún hefur htið getað gert án aðstoðar hingað til og því
kemur nýi stóllinn th með að breyta miklu fyrir hana.
hún oft orðið fyrir slysum vegna
hreyfihömlunar sinnar. Síðast fyrir
fimm árum brotnuðu í henni fimm
tennur þegar hún datt fram úr
rúmi á hótelherbergi í London.
Kraftaverkastóll á tvær
milljónir
Kraftaverkastóllinn kostar hátt
í tvær milljónir og er einn af þeim
fyrstu sinnar gerðar sem fram-
leiddur er. Hann gerir þeim sem
hann notar kleift að vera í lóðréttri
stöðu í stólnum og „standa"
þannig í augnlínu við annað
standandi fólk. Rakel segir þenn-
an stól mikla byltingu frá þeim
gamla sem var orðinn 6 ára. Auk
þess að eiga möguleika á að vera í
lóðréttri stöðu í stól sínum getur
hún líka lagt hann alveg út af í
lárétta stöðu. Rakel er búin að
kaupa allar jólagjafirnar og segist
hafa eytt um það bil 30 þúsund
krónum í þær. Hún ætlar að nota
tímann vel yfir jólin til þess að
læra á nýja stólinn sem er svo stór
hluti af hennar líf.
Dáir dönsku konungsfjöl-
skylduna
Á stólnum eru margar flóknar
stillingar sem hún á eftir að prófa
en nýjasta tækni og vísindin koma
heldur betur til með að auka lífs-
gæði hennar. Rakel stefnir enn að
því að klára menntaskólann en
hún nýtur þess að lesa góðar bæk-
ur og þá helst ástarsögur. Hún er
alveg hörð á því að fara til útlanda
næsta sumar en hún lætur ekkert
stöðva sig þrátt fyrir mikla fötlun.
Hún er byrjuð að safna fyrir
ferðinni sem að öllum líkindum
verður farin til Kaupmannahafn-
ar, en Rakel er einlægur aðdáandi
dönsku konungsfjölskyldunnar
og hanga myndir af henni um alla
íbúð Ukt og hún væri hennar eigin
fjölskylda.
freyr@dv.is
ég kemst ekki undir þau lengur
vegna þess að ég sit mun hærra
núna," segir Rakel sem er mikið
jólabarn og ætlar að eyða jólunum
með fjölskyldu sinni. Hún hefur
hingað til gist hjá foreldrum sínum
yfir hátíðarnar en ætlar nú að vera
heima í sínu eigin rúmi. „Það er
skrítið að geta staðið svona í lapp-
irnar. Síðast þegar ég gat staðið
svona var ég sjö ára gömul. Þá
hafði ég enn mátt í löppunum til
þess," segir Rakel sem segist enn
finna fyrir miklu óöryggi í lóðréttri
stöðu sem hún er alls ekki vön.
Hún veit samt að hún dettur ekki
þó að jafnvægisskyn hennar hafi
ekki aðlagast þessari nýju tilfinn-
ingu. Rakel hefur fulla ástæðu til
þess að vera óörugg enda hefur
„Þetta er besta jólagjöf sem ég
hef fengið," sagði Rakel þegar hún
skálaði í kampavíni við starfsfólkið
á sambýlinu að Rangárseli sem
hafði búið til brauðtertu fyrir Rakel
í tilefni dagsins. Stóllinn gefur
henni kost á að vera í lóðréttri
stöðu sem gerir henni kleift að
ræða við fólk í réttri augnhæð. Nú
getur hún lfka náð í hluti í mun
meiri hæð og getur til dæmis farið
að nota effi skápana í eldhúsi sínu.
Hún er þó búin að átta sig á því að
það þarf að gera ýmsar breytingar
þar sem kraftaverkastóllinn er
stærri en sá gamli.
Gat staðið þegar hún var sjö
ára
„Það þarf að hækka borðin hér,
Rakel prófar nýja stólinn
Stóllinn gjörbreytir Iffi
hennar þvl Ihonum getur
hún bæði staðið og legið.
Skálað í kampavíni Rakel
bauð starfsfólki sambýlisins
að Rangárseli upp á kampa-
vín i tilefni dagsins.