Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Side 20
20 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004
Sport DV
Auðvelt hjá
Barcelona
jh
Jose Mourinho, stjóri Chelsea,
er búinn að tendra bálið fyrir leik
Chelsea og Barcelona í meistara-
deUdinni með því að
segja að Barca hafa
það náðugtídeildinni
áSpáni W
ólíktþví ____> ;
sem gerist á Ijr
Englandi.
„Barcelona
hefur það náðugt :
á Spáni. Real
Madrid og
Valencia eru ekki j
eins sterk og
áður og þar að
auki langt á eftir
þeim. Svo getur
Deportivo ekkert í
lengur. Þar með
geta þeir undir-
búið sig betur
en við fyrir
átökin í
meistara-
deildinni. Það er \^{
barátta hverja ^ j
einustu viku á
Englandi og fleiri góð lið sem geta
blandað sér í toppbaráttuna en á
Spáni. Ég hef meiri áhuga á að
vinna ensku deildina en
meistaradeildina þar sem ég hef
unnið hana áður. Ég hef aldrei
orðið enskur meistari og mér
finnst gaman að vinna nýja
bikara," sagði Mourinho.
\
Einar Orn
sjóðheitur
v
íslenskir handboltamenn voru
í eldlínunni í Evrópu um helgina
og gerðu fína hluti eins og oftast.
Einar öm Jónsson átti
a stórleik fyrir Wallau
Massenheim
A'\ 4-n og skoraði
/ /sjömörk
gegn Gumm-
' ersbach, liðinu sem
Guðjón Valur Sigurðsson
mun leika með á næstu
leiktíð, en það dugði ekki
'a tiJ þar sem Gummer-
ift \ sbach vann leikinn,
| ", 35-27. Guðjón Valur
i átti sjálfur ekkert
sérstakan leik er lið hans, Tusem
Essen, tapaði fyrir Flensburg,
27-24. Guðjón skoraði tvö mörk í
leiknum. Ólafur Stefánsson
skoraði síðan þrjú mörk fyrir
Ciudad Real er þeir sigruðu BM
Almeria í spænska boltanum,
33-22.
Juventus, AC Milan, Barcelona, Valencia! Þau verða ekki mikið stærri félögin og
innbyrðis leikir þessara liða eru yfirleitt alltaf gríðarlega spennandi. Undantekn-
ingin varð þó um helgina þegar jafntefli varð niðurstaðan í báðum leikjum.
Stórleikirnir stóðu
vart undir nafni
Tveir stórleikir voru á dagskrá í fótboltanum í Evrópu um helg-
ina. Á ftalíu leiddu saman hesta sína Juventus og AC Milan en
bæði lið hafa verið í sérflokki í deildinni í vetur. Hins vegar
mættust Barcelona og Valencia í Barcelona.
Séu dagblöðin í Mílanó skoðuð
má því sem næst bóka að AC Milan
hefiir sett aðra hönd á ítalska meist-
aratitilinn með jafiitefli sínu gegn
toppliði Juventus frá Tórínó um helg-
ina. Séu hins vegar dagblöð úr þeirri
borg lesin má glöggt sjá að fyrst Mil-
an gat ekki unnið lakasta Juventus-
lið í marga mánuði sé titillinn geng-
inn þeim úr greipum.
Stórleikur þessarar umferðar í
Seríu A var án efa viðureign Juve og
AC Milan, en liðin vom í tveimur
efstu sætunum fyrir leikinn og í sér-
flokki á þessari leiktíð. Juventus var
með íjögurra stiga forskot þegar leik-
urinn hófst og því miður fyrir
Milan tókst þeim ekki að
minnka þann mun og
endaði leikurinn í marka-
lausu jafntefli.
„Við áttum í
höggi við bestu
vöm í Evrópu og
sköpuðum okkur
mörg tækifæri
sem þó tókst ekki
að nýta,“ sagði
Carlo Ancelotti,
þjálfari Milan,
eftir leikinn. „Við
vorum betri aðil-
inn allan leikinn og
stöðvuðum Juve auð-
veldlega hvar sem
var á vellinum. En
um það deilir enginn sem sá leildnn
að Milan var betra liðið og það er afar
jákvætt."
Kominn tími til
Þó ekki hafi það farið ýkja hátt þá
tókst Milan að koma í veg fyrir að
leikmenn Juventus skomðu mark, en
það er í fyrsta sinn síðan í október
2001 sem það gerist á Delle Alpi. Fyrir
leikinn haifði liðið spilað alls 53 leiki í
röð á heimavelli þar sem þeir skor-
uðu eitt eða fleiri mörk.
Fabio Capello, stjóri Juve, sagði
frammistöðu liðs síns eina þá verstu í
vetur.
„Það var nokkum veginn sama
hvert á völlinn var litið, allir
vom að gera bamaleg
mistök og ég hætti að
kalla til leikmanna vegna
þess þegar líða tók á leik-
inn. Það verð-
ur að viður-
kennast að
jafntefli em
góð úrslit mið-
að við spila-
mennskuna."
j Stemning
Á Nou Camp
í Barcelona var
þéttsetinn bekkurinn
þegar Valencia kom í
heimsókn. Valencia
er næst á eftir Real Madrid þegar
kemur að fjandskap milli félaga og
sigur er undantekningarlaust krafa
beggja liða. Þó undarlega megi
virðast vantaði þann neista í lið Barca
sem einkennt hefur leiki liðsins að
imdanfömu og gert liðið að því það
líklegasta til að vinna meistaradeild-
ina. Valencia var bjartari aðilinn
mestallan leikinn án
þess að ná
yfirhönd-
mn
Markið dugði ekki
fionaldinho fagnar hér
marki sinu gegn Valencia
Það dugði ekki til sigurs.
Fiore
skor-
aði
eina
mark
Valencia
á 62. mín-
útu en
tuttugu
mínútum
síðar
jafiiaði
Ronaldin-
ho úr mjög umdeildri vítaspymu og
kom þannig í veg fyrir fyrsta tap liðs-
ins á heimavelli í vetur.
Besti leikurinn
„Þetta var að mínu viti besti leikur
liðsins fyrir utan sigur okkar á
Deportivo fyrr í '"etur og
ég er allsáttur við stig-
ið,“ sagði Claudio
Ranieri, þjálfari
Valencia. Karl-
inn fór fögrum
orðum um
dómara
leiksins en
hann fékk
á
baukinn
fyrir
viku
sína
þegar
hann
gagnrýndi
dómgæsl-
una á Spáni
harðlega. Kollegi
hans hjá Barca,
Frank Rijkaard, lét
jafnteflið ekki slá sig
út af laginu heldur.
„Það er mikil pressa
á liðinu og við höfum
staðið undir henni. Jafii-
tefli gegn sterku liði eins og
Valencia er ekki ýkja slæm
úrslit og ekkert til að hafa
miklar áhyggjur af.“
albert@dv.is
nekkiatiiboð
billco.is
Léttgreiðslur
■ Betri verð!
Smiöjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110
155/80R13 frá kr. 4.335
185/65R14 frá kr. 5.300 þSÓt)
195/65R15 frákr. 5.900
195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.8.415 JJíTÖÖ"
Bolta bullið
eftir Stefán Pálsson
Keppni í klípu
Sú var tíðin að Evrópu-
keppnimar í knattspyrnu voru
þrjár og allar álíka veigamiklar.
Auðvitað þótti Evrópukeppni
meistaraliða merkilegust, en bik-
arhafakeppnin og UEFA-keppnin
komu þar skammt á eftir. Sum
árin gerðist það jafitvel að úrslita-
leikir þeirra keppna vom öflugri
en hjá meistaraliðunum, einkum
áttl það við um UEFA-keppnina,
þar sem sterkustu knattspymu-
þjóðirnar áttu marga fulltrúa.
Þessir tímar em liðnir, eins og
glögglega kom í ljós í
, síðustu viku. Þá vom
; leiknir lokaleikirnir
: í riðlakeppni
UEFA-bikarsins.
Riðlakeppninni var
komið á fót í örvænt-
k ingarfullri tilraun til
l að auka vinsældir
k þessarar deyjandi
l keppni, ekki
I hvaö síst eftir að
nokkur félög frá Skotlandi,
Hollandi, Portúgal og víðar hótuðu
að koma upp sinni eigin keppni -
Atlantshafsbikamum.
Ljóst er að riðlakeppni þessi
breytti engu. Úrslit hennar fengu
nálega enga athygli í fjölmiðlum,
sem þess í stað biðu í ofvæni eftir
drættinum í 16 liða úrslit meistara-
deiidarinnar, sem þó fara ekld fram
fyrr en eftir óratíma. UEFA-keppn-
in er orðin sambærileg við deildar-
bikarinn á Englandi og bikarkeppn-
ir flestra Evrópulanda þar sem öll-
um stendur á sama þar til komið er
í undanúrslitin í fyrsta lagi.
Það eina sem nálgaðist að vekja
athygli íslendinga var sigur Aachen,
sem komið er í 32 liða úrslitin.
Þetta er léttir fýrir FH-inga, enda
óneitanlega skárra að hafa verið
kjöldregnir af spúmikliði keppn-
innar frekar en einhverjum þýskum
2. deildarklúbbi.
Sagnfræðingarnir fóm strax á
stúfana til að reyna að finna út
hvort þessi árangur Alemania
Aachen væri met eða hvort önnur
neðrideildarlið hefðu náð slíkum
árangri. Eins og svo oft áður tókst
grúskumnum að skjóta í kaf allar
upphrópanir um einstakan árang-
ur. Aachen er enn þá langt frá met-
inu. Svo er vinum okkar frá Wales
fyrir að þakka.
Wales, eða Kymría eins réttara
væri að nefna landið, er í þeirri
furðulegu stöðu að halda úti sinni
eigin deildarkeppni en öll bestu fé-
lagsliðin (s.s. Wrexham og Cardiff)
kjósa að leika í ensku deildinni. Til
skamms tíma gátu sterkari liðin
hins vegar keppt í kymríska bikam-
um og þannig komist í Evrópu-
keppni bikarhafa.
Þótt Kymrar væm miðlungs-
skussar í ensku deildarkeppninni,
héldu þeim engin bönd í Evrópu.
Þannig tókst Wrexham að slá Porto
úr keppni um miðjan níunda ára-
tuginn, örfáum árum áður en
Portúgalar urðu Evrópumeistarar.
Magnaðastur var þó árangur
Newport County, þess ágæta liös
sem nú er orðið gjaldþrota. Á
keppnistímabilinu 1980-81 komst
þriðjudeildarliðið Newport í fjórð-
ungsúrslit Evrópukeppni bikar-
hafa. Andstæðingamir vom austur-
þýska liðið Carl-Zeiss Jena, sem
einmitt mætti Eyjamönnum í Evr-
ópukeppninni skömmu síðar. Litlu
mátti muna að Newport, sem stát-
aði af komungum framherja, John
Aldridge, legði þá þýsku að velli.
Jena komst hins vegar áfram og alla
leið í úrslitin þar sem liðið tapaði
fyrir sovéska Iiðinu Dynamo Tiblisi.
Ahorfendur á þeim úrslitaleik vom
rétt um 4.000 talsins eða á við miðl-
ungsbikarúrslit á íslandi. Ahh...
minningar, minningar!