Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2004, Blaðsíða 25
DV Menning MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 25 Einstaklega vönduð og fjölbreytileg bók kom út í haust helguð starfsvettvangi Þjóðminjasafnins. Fjöru- tíu höfundur greina á aðgengilegan hátt frá verkefnum safnins og gripum. Bókin er ríkulega mynd- skreytt og einn fallegasti prentgripur sem komið hefur út á þessu ári. í manna minnum hafa þrjú alþýð- leg rit komið út um Þjóðminjasaftiið og gripi þess. Kristján Eldjárn tók saman rit á vegum Menningarsjóðs- ins sáluga 1962 sem kallaðist Hundrað ár í Þjóðminjasafni og var fallegur gripur með stuttum gagn- orðum textum um valda gripi í safn- inu. Gersemar og þarfaþing var bók í svipuðum anda eftir marga höfunda en sýndi breiðari safnkost en hin fyrri og kom út 1994. Það var því vel tilfundið að draga saman yfirlit um víðtæka starfsemi safnsins við lang- þráða opnun þess. Ritið sýnir óvenju breitt rannsóknarsvið og er sett sam- an af þrjátíu og fimm greinum í sjö köflum. Skynjun á því liðna Safnastarfsemi er eitt, annað er út- gáfa á verkum sem tengjast safnkosti og starfi saftia. Það er í verkahring safhsins að koma að vísindalegri út- gáfu, en ekki síður að teygja anga sína út í samfélagið með sérritum og al- mennum ritum, bæði í formi bóka og bæklinga. Hatursmönnum hins sam- félagslega ffamtaks kann að svíða það en seint verður von á að einstaklings- ffamtakið sinni þeim þætti í menn- ingarlífi þjóðarinnar - að gefa út sérrit um til dæmis aska. Sjá menn veitinga- húsið Ask styrkja þá útgáfu að viti til dæmis fyrir skólafólk? Kaflaskipti Hlutavelta tímans er í senn þjóðar- saga og menningarsaga. Hugsun við útíit verksins hefur leitt til þess að þar er að finna á einni bók ríkasta mynda- val af almennum og sérstökum grip- um. Alfræðirit íslensk státa ekki af öðru eins myndaúrvali. Þær eru ýmist prentaðar í lit eða einlit, stundum tví- lit. Hefur Ijósmyndun og prenmn þeirra tekist með miklum ágætum. Hér kallast svo texti og myndir á, kaflaskiptin segja sína sögu um upp- byggingu ritsins: Safti og samfélag, Uppruni og elstu tfmar, Lífskjör og viðurværi, Húsakynni og byggingar, Atvinna og afkoma, Listir og handverk, Félagsmenning og dægradvöl eru kaflaheitin og sýna hversu vítt er leitað til að koma viðfangsefnunum ttí sktía. Nýtt land Saga okkar innflytjenda á óspjall- aða eyju er rakin ffá upphafi, þegar sleppir inngangsköf.um - snjöllum inngangi Péturs Gunnarssonar sem á nafn ritsins og bætir um, fundvís á einfaldar hugmyndir sem eru lýsandi, safnið kallar hann Leikmunadeild þjóðarleikhússins. Þeim Gunnari Karlssyni og Árna Bjömssyni er gerð- ur sá vandi að draga uppmnasögu og búsetusögu í örfá orð og tekst það með mikilli prýði, en þá fer hinum al- mennari þáttum að fækka, gripir úr kumlum og legstaðir em dæmi um þau viðfangsefhi sem skoðuð eru í næstu greinum. Vissir þú lesandi að fornar grafir gátu ýmist verið sem næst búsetustöðum eða við landa- mörk? Grein Agnars Helgasonar um uppmna okkar er helst til tyrfin miðað við aðrar greinar ritsins. Fræðirit um fornleifafræði Kaflinn um Lífskjör og viðurværi reynist grunnkennsla í fornleifaffæði: hvað segja bein í jörð, og leiðir eðli- lega yfir í umfjöllun um lækningar ffá upphafi ffam á nítjándu öldina og þaðan í yfirlit um mat og ferðir, húsa- kost og kirkjur. Reynir þá á hug- myndaflug lesanda sem er stutt ljós- myndum og uppgröftrum og gmnn- myndum af skálarústum, hér má sjá á tíu síðum í knöppu og læsilegu formi byggingarsögu aldanna. Af skálabygg- ingum tekur við myndvæddara yfirlit um torfbæinn fram að steinhúsum. Kirkjubyggingarkafli Guðrúnar Harðardóttur kemur líklega flestum almennum lesendum á óvart. Smáar kirkjubyggingar síðari alda gefa okkur enga hugmynd um stórbyggingar stólanna og væri margt óþarfara en að reisa slíka ttígátukirkju. Einn af kostum þessa rits er hversu gott yfirlit má af því hafa um flókin efnisatriði sem draga verður saman í stutt myndlýst mál. Kafli um atvinnu og afkomu verður þannig í sjö grein- um býsna skýr úttekt á atvinnuþátt- um í lífi þjóðarinnar: uppruni og nýt- ing búfénaðar og jarðyrkja og fóðrun taka eðlilega sitt pláss, ásamt tóvinnu. Sjósókn og vélvæðing leiða yfir í versl- un og vöruskipti, eðlilega. í öllum þessum köflum tekst höfundum að teygja sig á látlausan máta inn í nútímann. í kaflanum um Listir og handverk rekja sex konur og einn karl hluta- menninguna: klæðnað, kirkjulistina, textíl og útskurð, málm og myndefni. Þá er aðeins eftir kaflinn um félags- menningu: hvernig maður var manns gaman og hverjar minjar eru þar um í heimtídum hlutanna: rímfræði - dagatalið - og hátíðir, lestur og leikir, íþróttir og tónlist. Læsileg og fræðandi Það leiðir af sjálfu sér að ritstjórn og höfundum hefur verið ærinn vandi á höndum að takmarka efnið, halda texta lifandi í hraðri yfirferð mettaðri af upplýsingum. Lýsingar útgefenda eru upplýsandi en óþarfar. Ritið er allt til mikils sóma fýrir þá fræðasveit sem kölluð var til verks- ins. Bókin er læstíeg, skemmtileg og fræðandi. Hún er fallega frágengin í útíitshönnun Fítons, fastbundin og fer vel í hendi og verður að teljast mikill sigur fyrir þá prentsmiðju sem skilaði verkinu, Svansprent. Ekki þarf að taka fram að bókinni fylgir nafna- skrá. Þá er bara eftir að þakka gott verk og spyrja um leið hvað veldur því að svo ágætur gripur skuli ekki hafa feng- ið meiri kynningu á markaði - er kost- urinn svo naumt skorinn að ekki finn- ist fé ttí að kynna slflcan kostagrip? Og aftur - hvað olli því að valneftidar- menn ffæðirita íslensku bókmennta- verðlaunna voru svo blindir að sjá ekki hvflíkur ágætisgripur Hlutavelta tímans er - átti safnið ekki fyrir til- nefningu? Þjóðin hefur eignast mikið ágætis- rit um tilurð sína og safnið sitt. Megi það fara sem víðast sem flestum les- endum til ánægju og skemmtunar. Hlutavelta tímans - Menningararfur á Þjóðminjasafni Ritstjórar: Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir Þjóðminjasafnið Verð 8.990 kr. Bókmenntir | Jólatré af fjórum gerðum Frá | vinstri: tré meö pappírsskrauti, i mikiö skreytt tré frá 1927 sem | skrauti var bætt á hverjól, tré | smíðað 1949 og loks tré frá 1970. Barátta við vindmyllur I upphafí Aritunarmannsins eftir bresku vonarstjörnuna Zadie Smith er aöalsöguhetjan Alex-Li Tandem 12 ára gamall. Hann er á leiðinni á glímu- keppni I fylgd föðursíns og vina sinna Adams og Rubinfmes. Áöur en kvöldiö er liðiö hefur hann eignast nýjan vin, faöir hans dettur niöur dauöur og Alex verður sér úti um sína fyrstu eiginhand- aráritun. Þetta eitt og sér gæti verið ágætur efniviður í góða sögu, bæði meö tilliti til áfallsins sem drengurinn verður fyrir viö lát föðurins og einnig ef hliðsjón er tekin afdrengjunum fjórum sem eru afar ólíkir hvort heldur sem er að upplagi, uppruna eöa innræti. En hér er einungis sögð forsaga að stærri og ólíkt flóknari sögu. Þegar lesandi hittir Alex aftur eru 15 ár liðin frá glimukeppninni. Alex er I slæmu líkamlegu og andlegu ásig- komulagi enda að koma niður af þriggja daga eiturlyfjatrippi sem hann man lítiö eftir en I rússinu hefur hann m.a. afrekað það að keyra með unn- ustu sína inn í strætisvagnaskýli og eft- ir þá ferð er bíllinn gjörónýtur og kærastan fingurbrotin. Þegar hér er komið sögu kemur I Ijós að Alex er árit- unarmaðurað atvinnu en sú vinna felst I því að leita uppi áritanir fræga fólksins og selja öðrum söfnurum. Hver safna.-i á sér slna áráttu og þráhyggja Alex felst I því að verða sér úti um árit- un kvikmyndastjörnu frá sjötta ára- tugnum, hinnar dularfullu Kitty Alex- andet. Ár eftir ár sendir hann Kitty bréf án þess að fá svar en þegar loksins berstfrá henni áletruð mynd, telja vinir Alex að brögð séu í tafii og að Aiex hafi I vímunni freistast til að falsa undir- skriftina. Þeir reyna hvað þeir geta til að fá Alex til að farga myndinni því þeir eru hræddir um að hann missi mannorðiö efhann reynir að selja myndina. Baráttan um myndina er aðeins einn þráður í flóknum söguvef. Höfundur gefur sér góðan tima til að kynna les- anda ruglingslegan hugarheim Alex sem, auk söfnunaráráttunnar, er að skrifa bók um það sem aðgreinir gyð- inga og„hina".Sjá!furerhann gyðingur en trúir þó ekki á neitt eftir dauða föð- ursíns nema frægðina sem hann innst inni þráir. Þó bendir flokkunaráráttan til þess að hann sé á einhvern hátt að reyna að nálgast kjarnann í sjálfum sér Áritunar- maðurinn Zadie Smith Þýðandi: Helga Soffia Einars- dóttir Bjartur 2004 Verð: 3.980 kr. Bókmenntir sem gengur reyndar illa því hann er meira eða minna fullur eða skakkur og þar meðá stöðugum flótta undan sjálfum sér og öðrum. Alex er sjálfhverfur og fullur píslar- vættis en vinir hans úr barnæsku halda tryggð við hann, að þvf er virðist afein- hverri furðulegri, masókískri sjálfspynt- ingarhneigð. Þeir vakta hann til skiptis eins og hvert annað ungabarn, hringja I hann i tíma og ótíma og reyna að koma fyrir hann vitinu hvort sem það tengist atvinnu, ástarmálum eða trúar- brögðum og gefast ekki upp þótt Alex þráist og þverskallist við öllum þeirra heitræðum. Zadie Smlth flókin og margbrotin saga Áritunarmaðurinn er sérkennileg saga sem fer hægt afstað og sýnist á tímabili staðráðin í að drepa lesand- ann úrleiðindum með alls kyns útúr- dúrum sem fljótt á litið virðast engu máli skipta fyrir framgang sögunnar. En svo tekursagan óvænta stefnu sem rekur Alex á vit ævintýra sem eru svo spennandi að í óðagotinu við að kom- ast að kjarna málsins stóð þessi les- andi sig að því að fletta yfir margar síð- ur í einu! Þetta er flókin og margbrotin saga um kreppu nútimamannsins sem á ör- væntingarfullan, en um leið hjákátleg- an, hátt leitar að frægð og frama. Isög- unni felst ögrun sem ekki veröur litið framhjá og þvi er lesandinn tiineyddur að lesa áfram þó ekki sé nema í tilraun til að komast til botns íAlex, sem berst afmiklum móði við vindmyllur líkt og félagi hans úr frægri bók. Allt I kring eru Sansjó Pansjóar sem slást hetjulegri, en einnig skondinni, baráttu fyrir lífi hans og geðheilsu en hvort einhver, og þá hver, ber sigur úr býtum er lesandans að dæma. Sigríður Albertsdóttir % ' T r^n ZADJEr SltölTH,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.