Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 12
72 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 Fréttir DV Snjórinnverð- urædýrari Snjórinn, eða öllu heldur snjómokstur- inn, kostaði Akureyr- inga 48 milljónir í fyrra. Árið þar á und- an var kostnaðurinn 41 milljón og37 milljónir árið 2002. Hvort kostnaðurinn hefur einfaldlega aukist eða hvort það snjóar meira með hveiju árinu liggur ekki ljóst fyrir. Þessa dagana er snjó- þungt á Akureyri og nóg að gera í mokstrinum. Verðbólga 4% Verðbólgan er nú 4% og jókst frá því í desem- ber þegar hún var 3,9%. Verðbólgan hefur aukist verulega að undanförnu og er nú á jaðri efri þol- marka peningamála- steftiu Seðlabankans. Lík- legt er að verðbólgan fari yfir effi þolmörkin á næstu tveimur mánuð- um. Að baki verðbólg- unni sem mælist um þessar mundir liggur einkum hækkun hús- næðisverðs og bensín- verðhækkun ásamt hækkun opinberra gjalda. ÍTÍminn liður töluvert hægar hér en I Reykjavik," segir Magnús Þór Sigmundsson tónlistar- maður sem búsettur er í Hvera- geröi.„Það er svona„eight days a week"-ástand hérna. Mörgum fínnst eins og þeir séu hvergi þegar þeir eru I Hveragerði enda lltið um að vera í skemmtanalíf- inu sem er ágætt. Hér er þó fín sundlaug sem ég sæki og svo var Kiddi rót, gamli bílstjórinn hans Baldvins, að opna krá hér I nýju verslunarmiðstöðinni. Þangað er ágættað koma endrum og sinn- um. Hér er ekki verið að þrátta um fisk eða kvóta heldur sér hér hver um sitt. Ég held að það séu aðeins tveir staðir á Islandi sem bjóða upp á þessa mið-evrópsku stemningu sem hér er í Hvera- gerði. Hinn er Hallormsstaður. Þetta eru eins og litlar skálar, skjól en þó í alfaraleið." Lögfræðingur Annþórs Kristjáns Karlssonar krefst ómerkingar á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni. Hann telur alvarlega annmarka á meðferð málsins fyrir dómnum. Annþór var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna líkamsárás sem tengdist handrukkun. Hæstiréttur tekur málið fyrir í byrjun mars - þangað til gengur Annþór laus. Annþór gengun laus og álrýian til Hæstaréttar Annþór Kristján Karlsson Hefuráfrýjað málinu til Hæstaréttar. 777JJ11 ItlH.l „Það er búið að áfrýja," segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögfræð- ingur Annþórs Kristjáns Karlssonar handrukkara. Annþór var á dögunum dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás. Að sögn lögfræðings Annþórs er krafist ómerkingar á dómnum, frávísunar, sýknu eða lækkunar refsingar. „Við teljum að sönnunarmatið hafi ekki verið rétt," segir Karl Georg. „Við gerum líka athuga- semdir við að það hafi aðeins verið einn dómari sem dæmdi málið. Það hefðu átt að vera þrír dómarar en ekki einn." Hrottafengin árás „Áfrýjun frestar fram- kvæmd refsingar." Fómarlamb Annþórs, Birgir Rúnar Benediktsson, dró reyndar framburð sinn og kæru til baka; sagðist hafa fallið í stiga og handleggs- brotnað. í dómnum segir að sú útskýring sé ótrú- verðug og eigi sér enga stoð í gögnum málsins. Annþór var því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjótast inn á heimili Birgis Rúnars, í félagi við tvo menn, vopnaður kylfu, og fyrir að hafa geng- ~J.ii iðískrokká Birgi Rún- ari sem lá mjaðma- grindar- brotinn uppi í rúmi, með þeim afleið- ingum að Birgir Rúnar Dómurinn yfir Ann þóri var að mati lög- spekinga þungur. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum enda um óvenju hrottafengna árás að ræða. —æt | MMPE9MB* fc.VÁ H n Karl Georg Sigurbjörnsson, lögfræðingur Annþórs Krefst sýknuyfirskjólstæðingi slnum i Hæstarétti. handleggsbrotnaði og hlaut mikla áverka. Annþór átti einnig langan afbrotaferil að baki, fyrir líkams- árásir, fíkniefnabrot og hótanir. Þungur dómur „Auðvitað var þetta afar þungur dómur," segir Karl Georg, lögfræð- ingur Annþórs, sem ætlar með málið alla leið. „Áfrýjunarkrafa okkar byggir líka á því að þessi dómúr sé ekki í samræmi við refs- ingu í öðrum málum af svipuðum toga." Karl Georg býst ekki við að mál- ið verði tekið fyrir f Hæstarétti fyrr en í mars, apríl. Enn eigi eftir að vinna nauðsynlega skýrsluvinnu til að málið verði tekið fyrir. Þangað til gengur því Annþór Kristján Karlsson - dæmdur handrukkari - laus. Sfmon Sigvaldason héraðsdómari Lög- fræðingur Annþórs gerir athugasemd við að aðeins hafí einn dómari dæmt málið. „Áfrýjun frestar framkvæmd refsingar," útskýrir Karl Georg en Annþór vildi ekki tjá sig um málið þegar DV innti hann eftir því í gær. Sagði einfaldlega: „Ég vil ekki gefa neitt út.“ simon@dv.is Pizzahlaðborð eins og þú getur í þig látið. 990kr með gosi 1290kr m öl Öll kvöld í janúar cm\ Tryggvagötu Eiginkona Þorsteins með nafnskírteini en vegabréfið vantar Pappírar eiginkonunnar voru í lítilli kompu í þorpinu „Ég er búinn að vera við það að gefast upp á þessu enda með ólík- indum hvað kerfið er hægvirkt hérna," sagði Þorsteinn Júh'usson á Sri Lanka í gær. Þorsteinn hefur dvalið ytra frá því fyrir jól og bíður þess í ofvæni að eiginkona hans, Nelum Jayanthi Lusena, fái vegabréf þannig að þau komist úr landi og heim til íslands. Þorsteinn og Nelum giftu sig ytra fyrir jólin. Þau áttuðu sig á þvf eftir brúðkaupið að Nelum átti ekki gilt vegabréf og síðan hafa þau bæði staðið í ströngu við að fá slíkan pappír útgefinn. „Pappíramir vom lengi vel týndir í kerfinu og svo kom í ljós að þeir höfðu verið læstir inni í lítilli kompu hér í þorpinu. Eftir hamfarimar var starf- semin flutt til höfuðborgarinnar, Col- umbo, og pappíramir hreinlega gleymdust. Nú er okkur sagt að vega- bréfið verði gefið út á mánudag og Þorsteinn og Nelum Blða þess I ofvæni að komast frá Sri Lanka. Upplifðu hörmung- arnar I kjölfar flóðbylgjunnar. Nelum hefur þegar fengið nafiiskír- teini," segir Þorsteinn sem ætlar í dag að tala við útlendingaeftirlitið hér á landi vegna komu sinnar og nýju eign- konunnar. „Við vonumst til að koma til Islands undir lok mánaðarins - það er alveg ljóst við getum ekki yfirgefið landið á næstu dögum - til þess em of mörg formsatriði sem enn þarf að uppfylla," segir Þorsteinn Júh'usson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.