Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 Fréttir DV Pizzahlaðborð eins og þú getur í þig látið. 990kr með gosi 1290kr m öl Öll kvöld f janúar Tryggvagötu Formaður heldurtvo aðalfundi Fólk frá Eþíópíu á fölsuðum sænskum skilríkjum Fangelsi fyrir að ætla til Bandaríkjanna Nokkrir félagar í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík eru orðn- ir langeygir eftir aðalfundi en slíkur fundur var ekki hald- inn á síðasta ári eins og vera ber. Þannig á eftir að leggja bókhald ársins 2003 fyrir söfnuðinn og svo styttist í að aðalfundur vegna ársins 2004 eigi að fara fram. Magnús Axelsson, formaður safnaðarráðs, segir röð óvið- ráðanlegra atvika hafa ráðið því að fundurinn í fyrra fór aldrei fram. Hann segir fyrir- hugað að halda tvo aðal- fundi á næstu vikum - jafn- vel sama kvöld ef hægt er. Hann segir endurskoðun reikninga lokið og ekkert því til fyrirstöðu að halda aðal- fundina tvo. Bæjarfulltrú- ar blogga Sú nýjung hefur verið tekin upp í hafrifirskri stjórn- sýslu að hver bæjar- fulltrúi heldur nú úti bloggsíðu. Pisda og þanka pólitíkusanna má finna undir heimasíðu bæjarins, www.hafnarfjord- ur.is. Bæjarfuiltrúinn sem reið á vaðið, Guðmundur Rúnar Ámason, segir í einni af færslum sínum að inter- netið sé hvalreki fyrir stjóm- málamenn - ekki síst blogg- ið. „Það er enda skylda okk- ar að láta skoðanir okkar í ljós,“ segir Guðmundur Rúnar bloggari og bæjarfull- trúi í einni af færslum sín- um. Þrjú börn Þorvaldar í Síld og físk berjast um fööurarfinn en Þorvaldur var um ára- tugaskeið skattakóngur í Reykjavík og með auðugustu mönnum landsins. Elsta systirin er í dómsmáli gegn hinum tveimur og nú hefur Skúli, sonur Þorvaldar, farið fram á opinbera skiptingu dánarbús móður þeirra fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Lögfræðingur Skúla, Halldór Birgisson, segir það rétt hvers erfingja að leita á náðir dómstóla ef honum finnst á sér brotið. Bethlehem Destawi, tuttugu og fimm ára gömul kona frá Eþíópíu, og tuttugu og eins árs gamall félagi hennar, voru í gær dæmd hvort um sig í þrjátíu daga fangelsi. Þau voru sakfelld fyrir að ferðast á milli landa á fölsuðum skilríkjum þegar þau voru stöðvuð af landamæra- lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Þau voru ákærð fyrir að misnota vegabréf og dæmd um leið og þeim var birt ákæra í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þau reyndu að komast til Bandaríkjanna í gegn- um ísland á sænskum vegabréfum sem annað fólk átti. Þriðji maður- inn, sem er einnig frá Eþíópíu, var handtekinn með þeim en hann er grunaður um að hafa aðstoðað þau við ferðalagið til Bandaríkj- anna, að sögn Eyjólfs Kristjáns- sonar fulltrúa sýslumannsins á Jóhann R. Benediktsson og Eyjólfur Kristjánsson Sýslumaðurinn og fulltrúi hans taka hart á fólki sem reynir að smygla sér og öðrum milli landa. Keflavíkurflugvelli sem sótti mál- nú þarf það að sækja um reynslu- ið. Fólkið hefur þegar setið í lausn til að geta sloppið úr haldi fimmtán daga í gæsluvarðhaldi en og farið úr landi. „Ég get ekki svarað einni einustu spurningu um þetta mál," segir Geir- laug Þorvaldsdóttir, sú elsta af syst- kinunum þremur. Hún hefur sjálf höfðað mál gegn bróður sínum Skúla og Katrínu, systur sinni. Það mál varðar uppgjör þeirra á milli á sölu á fasteignum Síldar og fisks. í dag verð- ur svo tekin fyrir beiðni Skúla um op- inbera skiptingu dánarbús móður þeirra, sem féll frá í sumar. Sat hún í óskiptu búi og hafði yfirráð yfir auð- æfunum fram til dauðadags. Sjálfur lést Þorvaldur í Sild og fisk 1998. Kæra á víxl „Búinu hefur verið skipt að miklu leyti en það em ákveðin frágangsatriði eftir,“ segir Halldór Þ. Birgisson, lög- fræðingur Skúla, sem var þekktur við- skiptamaður, eigandi Hótel Holts, en tapaði miklu í misheppnuðum við- skiptaævintýrum á síðasta áratug. Halldór gætir einnig hagsmuna hans í málinu sem Geirlaug hefur höfðað á hendur hinum systkinum sínum og segir að ef erfingjar nái ekki að leysa mál sín á milli sé lokaúrræði að leita á náðir dómstóla. Sú sé raun- in í þessu máli. Ríkidæmi Þorvalds Þorvaldur Guðmundsson, alltaf kenndur við Sfld og fisk, var braut- Feðgarnir Þorvaldur og Skúli taka við við- urkenningu sem viðskiptamenn ársins 1991. ryðjandi í íslensku atvinnulífi og hæsti skattgreiðandi landsins um áratugaskeið. Þrátt fyrir að alast upp við fátækt hjá einstæðri móður sinni í Reykjavflc tókst honum snemma að koma fótunum undir sig; stofnaði fyrstu rækjuverksmiðju landsins og fyrstu humarverksmiðjuna. Þorvald- ur efnaðist þó ekki verulega fyrr en hann stofnaði fyrirtækið Sfld og fisk árið 1944 og stærsta svínabú landsins nokkrum árum síðar. Flestir landsmenn þekkja einnig söguna af listunnandanum og lista- verkasafnaranum Þorvaldi. Málverk eftir Kjarval prýddu veggi Hótel Holts sem Þorvaldur reisti ofan á kjörbúð á Bergstaðastræti. Þorvaldur rak einnig Hótel Sögu og Þjóðleikhúskjallarann; var í stuttu máli athafnamaður ís- lands. Þorvaldur f Sfld og fisk Einn mesti athafnamaður landsins um áratugaskeið. Féll frá 1998. Börnin berjast Og nú berjast böm Þorvaldar um arfinn sem féll til þeirra eftir að Ingi- björg móðir þeirra lést í sumar. Hvorki Geirlaug né Katrín vildu tjá sig um málið og Skúli er staddur erlendis þessa dagana. Það eina sem Geirlaug vildi láta hafa eftir sér var að henni þætti líklegt að málið yrði látið niður falla. En Halldór Birgisson, lögffæðingur Skúla, er ekki á sömu skoðun. Hann segir það rétt Skúla að málið verði út- kljáð með formlegum hætti. Spurður hvort um stórar upp- hæðir sé að ræða segir Halldór mörgu í búinu hafi þegar verið skipt; til dæmis Kjarvalsverkunum sem em í umsjón Listasafnsins í Gerðuberg. „En,“ bætir Halldór við, „það sem okkur finnst stórt getur öðrum þótt ft'tið." simon@dv.is Geirlaug Þorvaldsdótt- ir Leikkonan og mennta- skóiakennarinn sem vill sinn hlut af föðurarfinum. ,Ég er að læra íslensku f augna- blikinu, * segir Nicole Polland- ear, nemi við Háskóla Islands. „Og ég er að leita aö útgefanda að Ijóðabók sem ég lauk viðnúnaí ~ desember. Ég sendi Ijóðin í ýms- ar Ijóðakeppnir í Bandaríkjun- um og svo er bara að vona hið besta.“ Hvaö liggur á? Systkinin í Síld og íisk herjast um fööurartinn Hatrömm deila barna Þorvalds Guðmundssonar í Sfld og fisk um arf þessa fyrrum auðmanns íslands verður tekin fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á morgun. Ósætti systkinanna þriggja um skiptingu dánarbúsins hófst í sumar þegar móðir þeirra, Ingi- björg Guðmundsdóttir, féll frá. Nú þegar eru tvö mál komin fyrir Héraðsdóm og svo virðist sem barátta barna Þorvalds um fjöl- skylduauðinn eigi eftir að taka á sig harðvítuga mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.