Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 18
Sport 0V Ríkustu konur skoða*,hverjai; konux Islands; sem eiga rika u ríkustu líka Þ*k áfÉte S'" ■. ■ijm /M jp^SR ■ "H m § % m 4 JjJm 10 ár frá því að snjóflóðio mikla féll á Súðavík Itarleg upprifjun á þessum hræðilegu náttúruhamförum þar sem tólf björgtiðust en fjórtán iétust, þar af átta börn. ogr henn Helgarblað DV - springur út á morgun! Jaliesky Garcia Ætlar aldrei að spila með islenska lands- liðinu i handknattleik á meðan Viggó Sigurðsson stýrírþvi. Hann þarf heldur varla að hafa áhyggjur afþvi að vera valinn þvi hann er ekki ofarlega á vinsældalista Viggós þessa vikuna. DVmynd Teitur Stórskyttan Jaliesky Garcia mun ekki spila með íslenska landsliðinu í handknattleik á meðan Viggó Sigurðsson stýrir því. Viggó vill ekki sjá Garcia heldur en Jóhann Ingi Gunn- arsson, formaður landsliðsnefndar, vill leysa málin eftir HM. Kennir Kúbu um sambandsleysi Öll spjót hafa staðið á handknattleiksmanninum Jaliesky Garcia undanfarna daga en hann kom sér út úr húsi hjá Viggó Sigurðssyni landsliðsþjálfara með því að láta ekki í sér heyra eftir að undirbúningur liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Túnis hófst 3. janúar. Viggó hefur verið ósáttur við framkomu Garcia sem á móti segir Viggó ljúga um staðreyndir. DV náði tali af Garcia þar sem hann var kominn til Þýskalands á nýjan leik og spurði hann fyrst hvar hann hefði alið manninn undanfarnar vikur. Viggó þekkir mig ekkert „Eg fór til Kúbu til að vera viðstaddur jarðarför föður míns. Ég þurfti fyrst að fara til Púertó Ríkó til að ég gæti komist til Kúbu. Það tók fimm daga en síðan var ég fjóra daga á Púertó Ríkó áður en ég kom hingað til Þýskalands," sagði Garcia og vandar ekki forystu HSÍ og Viggó Sigurðssyni landsliðsþjálfara kveðjurnar. „Ég var á Kúbu og þar er ekki hægt að ná sambandi út fyrir landið. Það erekkert internet fyrir almenn- ing og ekki hægt að hringja til útlanda." „Ég er ekki sáttur við það hvernig Viggó hefur talað um mig í fjölmiðlum. Hann heldur því fram að ég hafi bara verið í fríi og það er hræðilegt að nokkur skuli halda að ég geti bara verið að leika mér í fríi skömmu eftir að faðir minn deyr. Það sýnir að hann þekkir mig ekkert og ætti því ekki að vera að tjá sig um þetta mál.“ Garcia átti að mæta með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar þann 3. janúar síðastliðinn en kom ekki. Hann lét ekkert af sér vita og blaðamanni lék forvitni á að vita af hverju það væri. Ekkert samband á Kúbu „Ég var á Kúbu og þar er ekki hægt að ná sambandi út fyrir landið. Það er ekkert internet fyrir almenning og ekki hægt að hringja til útlanda," svaraði Garcia. Undirritaður átti bágt með að trúa þessum afsökunum Garcia enda lifum við á tölvu- og tækniöld, þeirri 21., en Garcia sagði þetta dagsatt. Samkvæmt heimildum DV er mjög erfitt að ná sambandi við umheiminn frá Kúbu og hafði undirritaður samband við Bubba Morthens sem fór þangað 1991 og bar undir hann staðhæfingar Garcia. Bubbi trúir Garcia „Ég get vel trúað því sem hann segir. Ég var þama árið 1991 og þá var ekki hlaupið að því að hringja heim. Við þurftum að að fá ráðherra til að opna fyrir okkur símstöð til að hringja heim og gátum hringt einu sinni í viku. Það þarf sambönd til að vera tengdur við umheiminn á Kúbu. Miðað við það sem ég heyri núna þá er ástandið enn verra núna. Þetta er því örugglega hugsanlegt og ég trúi því ekki að hann sé að ljúga,“ sagði Bubbi. Hef alltaf gefið kost á mér Garcia er, eins og áður sagði, afar ósáttur við framkomu Viggós Sigurðssonar og segist ekki ætla að spila með landsliðinu á meðan það er undir hans stjórn. Aðspurður hvort hann hefði ekki viljað spila á HM og komið sér undan því með þessari framkomu sagði hann það af og frá. „Ég hef alltaf gefið kost á mér í landsliðið og hefði gert það í þetta skiptið. Ég hef alltaf lagt mig allan fram og verð tilbúinn til að spila fyrir landsliðið þegar Viggó hættir að þjálfa liðið,“ sagði Garcia. oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.