Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 14.JANÚAR2005 3 Dómurlnn hvnt frekari dáða „Ég er afskaplega ánægður með það sem kom út úr þessum dómi svo langt sem það náði," segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi al- þingismaður og iðnaðarráðherra, sem vann áfangasigur fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í fyrradag. Þá féllst héraðsdómur á kröfu Hjörleifs pium að nýtt álver í Reyðarfirði þurfi að fara í mat á umhverfis- ---- --- áhrifum. Héraðsdómur féllst einnig á þá kröfu Hjörleifs að úrskurður Skipulagsstofnunar frá 2002 yrði ómerktur en sá úrskurður fól í sér að umhverfismat á álveri sem Norsk Hydro hugðist reisa ætti að gilda líka fyrir álver Alcoa. Hjörleifur hefur fylgst grannt með gangi mála fyrir austan allt frá ár- inu 1997. Hann segist hafa gert fjölmargar athugasemdir og sent inn kær- ur er varða álverið, virkjunina og raflínurnar sem eiga að tengja þetta sam an. „Ég hef haft margt við málsmeðferð stjórnvalda að athuga allt frá byrjun. Niðurstaða Héraðsdóms var auðvitað ákveðin uppskera eftir nokkurt erfiði - en það sem mér er ríkast í huga nú er að dómurinn hefur almennt gildi fyrir allan þann mikla fjölda fólks sem hefur verið ósáttur við vinnubrögð stjórn- valda í þessu máli öllu saman. Ég er sannfærður um að þessi dómur verði öllum þeim sem láta sig umhverfismáhn varða hvatning og menn haldi áfram að standa vörð um þá hagsmuni sem þeir telja að þurfi að verja á sviði umhverfis- verndar. Því miður finnst mér að ekki hafi verið fylgt eðlilegum reglum í þessu máli heldur hafi verið beitt handafli af hálfu stjórnvalda. Það er auðvitað afar alvarlegt þegar stjórnvöld sniðganga eðlileg vinnubrögð og það er að koma í bakið á þeim núna,“ segir Hjörleifur. Iðnaðarráðuneytið og Alcoa hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. „Við tökum þeirri áskorun og minn ágæti lögmaður, AtU Gíslason, heldur áfram með málið. Við munum taka upp þá þætti sem við teljum að rétt sé að láta reyna á fyrir Hæstarétti," segir Hjörleif- ur Guttormsson. ' Hjörleifur Guttormsson Náttúru- verndarsirminn gefst aldrei upp og vann timamótasigur fyrir Héraösdómi í vikunni. Spurning dagsins harðar að Impregilo? Á ASÍ að ganga Stjórnvöld eru farin að hlusta „Já, þeir eiga aö gera það því loksins nú eftir nokkurra ára baráttu eru stjórnvöld farin að snúa við blaðinu og farin að hlusta. Afskiptaieysi stjórnvalda á stóran þátt í því hvernig Impregilo hefur getað komið fram við okkar erlendu f gesti með ómannúðlegum hætti." Guðmundur Gunnarsson, formaður j Rafiðnaðarsambandsins „ASÍ ber skylda til að verja rétt- indi launafólks og gera það sem til þarf. Enn sem komið erhefurASl ekkiátt í fullu tré við Impregilo." Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka fs- lands „Mér fmnst þeir hafa gengið ansi hart og vel fram i því máli. Ég veit ekki hvortþað þarf að gera betur en þeir eru að vinna vinnuna sína vel." Aðalbjörn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri AFLS, starfs- greinafélag Austurlands. „Ég veit það nú ekki, en þeir eiga vissulega að ganga hart fram til að tryggja hags- muni íslensk launafólks. Það leikur enginn vafi á því. Ég held að almennt hafiASl staðið sig vel." Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður „Ég tel vera mikilvægast að öll um- kvörtunarefni séu upplýst og leidd til lykta í réttum farvegi og ég held að ASl hafi alla möguleika til að stuðla að því." Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins ASl skilaði á dögunum inn greinagerð til félagsmálaráðherra þar sem Impregilo er meðal annars sakð um að vilja og ætla sér ekki að virða íslenskar leikreglur og sýni lítinn áhuga á að ráða Islend- inga til starfa. Heimsins lengstu landanöfn V Daglega segjum við fslendingar bara fsland þegar við eigum við land okkar en hið opinbera beiti þess erLýðveldið fsland, beilir 15 staðr. F.ins er með önnurlönd, þau eiga sér bvunndagsútgáfu afnafni ogsvo opinbera. Og auðvitað er búið að rannsaka þau tíulönd sem bera lengstu nöfnin af öllum íbeimi bér og erþá miðað við okkar staffófí öllum tilfellum. LAND HVUNNDAGS- FJÖLDI NAFN STAFA 1. al-Jamahiriyah al-Arabiyah al-Libiyah ash-Shabiyah al Ishtirakiyah Lfbla 59 2. al-Jumhuriyah al-Jazairlyah ad-Dimuqratlyah ash Shabiyah Alsfr 51 í. United Kingdom of Great Brltaln and Northern Ireland Stóra-Bretland 45 4. Sri Lanka Pratjatantrika Samajavadi Janarajkya Sri Lanka 41 5. Jumhuriyat al-Qumur al-lttlhadiyah al-lslamiyah Kómaroseyjar 41 6. República Democrátlca de SaoTomé e Prlndpe SaoTomé Prlndpe 38 /. al-Jumhuriyah al-lslamiyah al Muritaniyah Máritanfa 36 8. al-Malakah al Urdunniyah al-Hashimiyah Jórdanla 34 9. Sathalanalat Paxathipatal Paxaxon Lao Laos 34 10. Federation of Saint St. Kitts and Nevls Nevls 33 Karlmannsnafnið Ljótur kemur fyrir í Landnámu, ís- lendingasögum, Sturlungu og fornbréf- um. Það virðist hafa verið notað fram eftir öld- um en síðan horfið vegna misskilinna tengsla viö lýs- ingarorðið Ijótureöa ófrið- Málið ur. Nafnið er ekkert skylt lýsingarorðinu heldur merkir það hvorki rheira né minna en bjartur eða Ijós og er skylt nafnorðun- um Ijós og Ijómi. Viðliður- inn -Ijótur kemur fyrir í ýmsum karlmannsnöfnum eins og Arnljótur og Úlf- Ijótur. „Þegar litið er til sögunnar og tilrauna á mönnum og dýr- um má segja að kóka- in sé öflugasta og hættulegasta vimuefni sem maðurinn hefur komist í kynni við." Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi i Mbl. i nóv. 2000 afi* ÞEIR ERU BRÆÐUR Bræður á fjölmiðlum Böðvar Bergsson, sem er byrjaður með nýjan íþróttaþátt ásamt Valtý Birni Valtýssyni og Hans Steinari Bjarnasyni á Sýn, er bróðir ann- ars kappa sem kemur fram á sömu sjónvarps- stöð. Böðvar er bróðir fótboltamannsins og sjónvarpsstjörnunnar Guðna Bergssonar. Þeir eru synir Bergs Guðnasonar, lögmanns og Valsara. Þriðji bróðir þeirra heitir Bergur og selur auglýsingar í Viðskiptablaðið. Allir koma þeirþannig með einum eða öðrum hætti nálægt fjölmiðlum. HÚSGAGNAVERSLUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.