Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Blaðsíða 21
DV Menning FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 21 Eldað með Elvis í síðasta sinn Á laugardagskvöld verður siðasta verk heimilisföður sem er bundinn I sýning i Loftkastalanum í hinu vinsæla hjólastól en lifir í draumum sinum i hlut- verki Eldað með Elvis eftir Lee Hall i verki Presleys. Aðrir leikendur eru leikstjórnMagnúsar6eirsÞórð- ^HalldóraBjömsdóttir, arsonar. Álfrún örnólfsdóttir og Eldað með Elvis var Pgpfr. ^iðrik Friðriksson. Hall- frumsýnt snemma á síð- ur Helgason framleiddi asta ári og var leikið sýninguna. jöfnum höndum hér í .____fflHBÍn Allir leikendur ísýn- Reykjavíkog norður á Hr ingunni hafa á sið- Akureyri, ein af W' ustu vlkum tekið við nokkrum sviðsetningum V>!Öiíir' ’4^5-■ hlutverkum íýmsum siðasta árs sem var unn- xrjáW sýningum ávegum in isamvinnu aðila norð- * Þjóðleikhússlns og sjálf- anogsunnan. . JWéLJHBT stæðra leikhópa og er því Sýningin er tragikómisk lýs- orðiö mjög þröngt um sýn- ing á lífi lágstéttarfjölskyldu og hef- ingarkvöld þótt vafalitið gæti ur ekki sist vakið athygli fyrir túlkun sýningin gengið nokkuð lengur gæfíst Steins Ármanns sem fer þar með hlut- þess kostur. Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Háskóla- bíói í dag og stendur í hálfan mánuð. Á dagskrá hennar er fjöldi nýrra kvik- mynda af öllu tagi og ber þar fyrsta að telja nýjustu mynd Jeunet, Langa trúlof- un, en margar aðrar áhugaverðar mynd- ir eru á hátíðinni. Aðsókn að hátíðinni er prófsteinn á framtíð kvikmyndahátíða í höfuð- borginni en aðsókn að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í nóvember olh miklum vonbrigðum. Innan við þús- und gestir sóttu þá hátíð heim. Betri var aðsóknin að Norrænu stutt- og heimildamyndahátíðinni fyrr í haust en þar vom slegin aðsóknarmet sem tekið var eftir víða um Norðurlönd. Margir aðilar koma að frönsku há- tíðinni að þessu sinni: Rás 2 og Morg- unblaðið em styrktaraðilar hennar meðal fjölmiðla; hún nýtur styrkja op- inberra aðila í Frakklandi, franskra innflytjenda, dreifingaraðila og Alli- ance Francaise. Níu kvikmyndir verða sýndir á há- tíðinni og skarta þær þekktum nöfn- um og viðurkenningum af ýmsu tagi. Bróðirinn - Son frére (2003) 95 mín. Leikstjóri: Patrice Chéreau. Aðal- hlutverk: Bruno Todeschini, Eric Caravaca, Maurice Garrei. Drama. Enskur texti. Thomas veikist af ólæknandi blóð- sjúkdómi. Skelfingu lostinn kemur hann við hjá bróður sínum Luc, sem hann hefur ekki séð lengi, og skýrir honum frá veikindum sínum. Þegar veikindi Thomas ágerast fýllast þeir báðir örvæntingu og ekkert annað kemst að. Thomas virðist loks fá áhuga á lífi Luc, sem er samkynhneigður. Claire, kærasta Thomas, fjarlægist hann smátt og smátt. Að lokum eyða bræðumir öllum stundum saman og rifja upp bemskuminningar. Marie-Jo og ástirnar tvær - Mari Jo et ses deux amours (2002) 124 mín. Leilcstjóri: Robert Guédiguian. Aðalhluverk: Ariane Ascaride, Jean- Pierre Darroussin, Gérard Meylan. Rómantískt drama. Enskur texti. Dag einn í lautarferð reynir Marie- Jo að svifta sig lífi. Hún elskar Daniel, eiginmann sinn, út af lífinu en finnur fýrir sömu ástríðu í garð Marcos, ást- manns síns. En það er ekki hægt að elska tvær persónur í einu... Kvikmyndahátíðin í Cannes 2002. Hjartans mál - Le coeur des hommes (2003) 107 mín. Leilcstjóri: Marc Esposito. Aðalhlut- verk: Gérard Darmon, Jean-Pierre Darroussin, Bernard Campan. Dramatísk gamanmynd. Enskur texti. Alex, Antoine, Jeff og Manu em vinir sem allir standa á tímamótum í lífinu. Þeir hittast reglulega til þess að spjalla saman, rífast eða hlæja. Þeir em af fá- tækum fjölskyldum en hafa komist áfram í lífinu, hver á sínu sviði. Röð at- burða verður til þess að tengja þá enn sterkari böndum og frammi fýrir að- stæðum sem þeir ráða ekki við létta þeir á hjarta sínu. Helsta vandamál þeirra er samskiptin við hitt kynið og þau em líka aðalumræðuefnið og deilumál. Frá degi til dags - A la petite semaine (2003) 100 mín. Leikstjóri: Sam Karmann. Aðal- hluverk: Gérard Lanvin, Jacques Gamblin, Clovis Comillac. Dramatísk gamanmynd. Enskur texti. Eftir fimm ára fangelsisvist eyðir Jacques fyrstu vikunni sinni sem frjáls maður í félagsskap gamalla kunningja í Saint-Ouen í útjaðri Parísar. Þessi mynd lýsir daglegu lífi smákrimma og er laus við allar klisjur um undirheim- ana. Handritshöfundurinn Désir Carré sækir efniviðinn í eigin reynslu og lýsir sálarlífi smákrimma á sextugsaldri sem er enn einu sinni sloppinn út úr fang- elsi og ákveður að breyta lífi sínu. Sjálf- ur ákvað Désir Carré eftir fjórar fanga- vistir að læra leiklist og hóf að rita handritið að þessari mynd. Hann leikur hlutverk La Trompette í myndinni. Einkadætur - Filles uniques (2003) 85 mín. Leikstjóri: Pierre Jolivet. Aðal- hluverk: Kiberlain, Sylvie Testud. Dramatísk gamanmynd. Enskurtexti. Carole rannsóknardómari er svotítið stíf. Líf hennar snýst um vinnuna og eiginmanninn Bruno. Tina er óforbetr- anlegur þjófur sem á að baki tveggja mánaða fangavist, er langt frá því að vera stíf og elskar skó. Þessar tvær kon- ur hittast í dómshúsinu og verða óað- skiljanlegar, kannski vegna þess að þær em báðar einkadætur og þær sjá í hinni þá systur sem þær hefðu viljað eiga. Peningabíllinn - Le convoyeur (2004) 95 mín. Leikstjóri: Nicolas Boukhrief. Aðal- hluverk: Albert Dupontel, Jean Duj- ardin, Frangois Berléand. Spennu- mynd. Enskur texti. Peningaflutningafyrirtæki er í miklum vandræðum. Þrír peningabíl- ar þess hafa verið rændir á árinu. Allir starfsmenn vom drepnir á hroðalegan hátt. Grunur er á að maður sem vinn- ur hjá fyrirtækinu tengist þjófunum.. Myndin segir frá Alexander sem ræður sig til starfa hjá fyrirtækinu. Hver er hann og hver er tilgangur hans með að ráða sig hjá þessu fýrirtæki? Spenna og hraði frá upphafi tÚ enda. Kórinn Les choristes (2004) 95 mín. Leikstjóri: Christophe Barratier. Aðalhluverk: Albert Gérard Jugnot, Frangois Berléand, Jacques Perrin. Gamanmynd. íslenskur texti Myndin Les Choristes er framlag Frakka til Óskarsins sem besta erlenda mynd ársins. Saga myndarinnar gerist árið 1948 og fjallar um atvinnulausan tónlistar- kennara sem fær vinnu við heima- vistarskóla þar sem harður agi og harðræði ríkir. Hinn nýráðni kennari, Clément Matthieu, getur engan veg- inn sætt sig við þetta harðfylgi sem ríkir á heimavistinni, þannig að hann ákveður að safita saman nemendum og kynna fyrir þeim mátt og fegurð tónlistarinnar. Fyrr en varir tekst honum að skapa jákvæðara and- rúmsloft í skólanum með uppbyggj- andi tóniistarkennslu. En þar með er ekki allur sigur unninn þar sem skóla- stjórinn, Rachin er á móti allri ný- breytni og nýjum jákvæðum straum- um. Langa trúlofunin - Un long dimanche de fiancailles (2004) 134 mín. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Að- alhlutverk: Audrey Tautou, Gaspard Ulliel, Albert Dupontel. Drama, stríð, söguleg. íslenskur texti. Það vekur alltaf eftirtekt þegar Jean-Pierre Jeunet gerir nýja kvik- mynd. Mikil tilhlökkun hefur líka ver- ið eftir þessari kvikmynd enda eru þrjú ár síðan Jeunet gerði Amelie en hún sigraði heimsbyggðina alla á eft- irminnilegan hátt. Un Long Dimanche de fiangailies er byggð á samnefndri metsölubók eftir Sebastien Japrisot sem út kom í Frakklandi 1994. Audrey Tautou fer með aðalhlut- verkið í þessari mynd rétt eins og í Amelie. Audrey fer með hlutverk ungrar baráttukonu, Mathilde, sem leitar að unnusta sínum í lok fýrri heimsstyrjaldar en meðan á stríðinu stóð var hann dæmdur fyrir herrétti. Mathilde leggur allt í sölurnar og hef- ur hún eldmóðinn, vonina, og ástina að vopni enda staðráðin í að endur- heimta ást lífs sins. Myndin hefur fengið lofsamlega dóma og þykir Jean-Pierre Jeunet hafa tekist einstaklega vel að sýna stríðshryllinginn á raunsæjan hátt. Þetta er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið í Frakklandi og olli á síðasta ári hörðum deilum vegna erlends fjármagns. Leikstjóranum hefur tekist frábærlega vel að endur- skapa og fanga tíðaranda þess tíma- bils sem sagan gerist á. Grjóthaltu kjafti - Tais toi (2003) 85 mín. Leikstjóri og handritshöfundur: Francis Veber (Le Grand blond avec une chaussure noire, La Cage aux FoUes, Three Fugitives). AðaUeikend- ur: Gérard Depardieu, Jean Réno, André DussoUier, Richard Berry. Gamanmynd. íslenskur texti Titilpersónumar em gjörólfldr af- STÓRA SVIÐ ■■EHiSlÉMMnrHI leikgerð Bjarna Jónssonar ó vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - græn kort - UPPSELT Fö 21/1 kl 20 - blá kort - UPPSELT Lau 22/1 kl 20 - UPPSELT Fim 27/1 kl 20 - Aukasýning Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT, Su 30/1 kl 20 Fi 3/2 kl 20 - UPPSELT Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau í kvöld kl 20, Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astríd Lindgren Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Síðustu sýningar ISLENSKI DANSFLOKKURINN FJölskyldusýning THE MATCH, ÆFINGIPARADÍS, BOLTI Lau, 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14 brotamenn sem verða fýrir gráglettni örlaganna klefafélagar í rammgirtu fangelsi. Ruby (Réno) er gallharður nagli sem rænir eiginkonu sinni og bflfarmi af seðlum frá glæpaforingj- anum Vogel (Jean-Pierre Malo), en einfeldningurinn Quentin (Depar- dieu) situr af sér litlar sem engar sakir. Quentin er geðgóður kjaftaskur sem gerir allt til að ná vináttu einfarans Ruby, sem vill ekkert með flónið hafa en hugsar um það eitt að hefna konu sinnar, sem Vogel myrti, og koma höndum að nýju yfir ránsfenginn. Skólanemar fá tvo miða á verði eins á allar myndir hátíðarinnar. Þá er til sölu passi sem gildir á allar sýning- ar hátíðarinnar en allar sýningar fara ffarn í Háskólabíói. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Grlman fyrir besta leik I aðalhlutverki I kuöld kl 20 - UPPSELT, Su 16/1 kl 20 - UPPSELT Fí 20/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Sýningum lýkur f febníar AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir lonesco I samstarfi við LA Lau 15/1 kl 20 Sfðasta sýnlng á Stólunum SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI.SÖGN ehf. og LA [ kvöld kl 20, Fi 20/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning Su 16/1 kl 20 - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILECU KVÖLDI - Kl 18:00 CleSistund I fori.nl - veilingasalon opln Kl 18*30 Kynnisferð um ieikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LfKAMA - BÓKIÐ í TÍMA Miðasalan i Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Miðasölusimi 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.