Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005
Helgarblað DV
„Mér þykir meat um vert að fá
afi hafa hana hjá mér og er aldrei
meö neitt prógramm í gangi þegar
Birta er hjá mér," segir Bjarki Hall-
varösson sem á átta ára sttílku sem
eldd býr hjá honum. Nú býr hún
reyndar í Danmörku þar sem
mófiir hennar er í námi og því sér
Bjarld hana ekid eins oft og hann
annars myndi gera.
Bjarki var aðeins sautján ára
þegar hún fæddist og bjó meö
móöur hennar í eitt ár. SfÖan skildi
leiðir og Birta fylgdi móöur sinni
en Bjarki fékk að hafa Birtu hjá sér
um helgar. „Ég flutti aftur heim tfl
foreldra minna í skamman tíma
eftir það og við vorum þar tfl að
byrja meö. Nú bý ég með annarri
konu og Birta á herbergi hjá okkur
sem hún er 1 þegar hún kemur.
Hún var síöast hjá mér um jólin en
næst sé ég hana vonandi í febrúar,
en þá er frí í skólanum hjá henni.
Ég er aÖ vona aö hún geti komiö og
veriÖ smá tíma hjá mér þá,“ segir
Bjarki og bætir viö að ef þaö gangi
ekki upp þá komi hún hingað um
páskana.
Bjarld segir aö helst af öllu vildi
hann hafa hana alltaf hjá sér en í
gegnum árin hefur þaö aldrei
brugöist aö hann sé meö hana
aöra hvora helgi frá fösmdegi fram
á mánudag. „Eg sótti hana vana-
lega f leikskólann á föstudegi og
skilaði henni tfl baka á mánudegi.
Viö létum fara vel um okkur,
spjölluöum mfldö saman og kúrö-
um. Ég foröast aö hafa mfldö próf-
gramm í gangi en reyni að hafa
heimilislífið sem eölflegast þegar
hún er hjá okkur. Stundum förum
viö í bíó og svo heimsæki ég for-
eldra mína og ættingja. Að ööru
leyti erum við heima," segir hann.
Bjarki saknar dóttur sinnar mfldö
en þaö er rúmt ár síðan hún flutti
utan.
„í sumar kemur hún og verður
hjá mér á meðan hún er í fríi frá
skólanum en þaö er ekki eins langt
og hér á landi. Hún á svo vonandi
eftir að flytja tfl baka meö móður
sinni og eftfr því sem hún eldist þá
verður auöveldara fyrir hana aö
koma heim tfl mín þegar hún sjálf
vill. Mitt heimfli stendur henni
alltaf opiö og þar getur hún verið
eins lengi og mamma hennar og
hún sjálf kæra sig um,“ segir Bjarki
sem ekld hefur eignast annað
bam. „Ætli ég vandi mig ekld þeg-
ar þar að kemur og reyni aö sjá tfl
þess að það bam geti búið hjá mér
til framtföar," segir hann.
Árna Elliot fór í klippingu í gær en hann hefur safnað hári í
mörg ár. Árni leitar nú að framtíðarfyrirsætum fyrir módel-
keppnina Face of the North.
Fannar (Kompanfinu Fékk að klippa Ijósu lokkana
„Já ég held að hann verði bara sætur," segir Chloé Ophelia,
kærasta Árna Elliot, en þau eru eitt heitasta par landsins. Hárið
á Árna hefur verið vörumerki hans í mörg ár en nú er svo komið
að hann ætlar að leyfa því að fjúka. Chloé sagðist hlakka til að sjá
hann eftir klippingu.
„Mér finnst hann auðvitað alltaf
sætur, með sítt hár eða ekki, en ég
hlakka mjög til að sjá útkomuna"
segir þessi glæsilega snót. Árni var
sáttur eftir klippinguna enda glæsi-
legur piltur ekki síður en kærastan.
„Jú mér finnst þetta fínt, ég verð bara
að venjast þessu. Ég var náttúrlega
búinn að vera með sítt hár í ein
ögur ár svo þetta var orðinn vani.
g hugsa samt að ég safiii aftur, mér
líkar betur við mig þannig“ segir
Árni. Það var hann Fannar í
Kompaníinu sem fór mjúkum hönd-
um um hár Áma. Breytingin er rosa-
lega mikil þó að ekkert hafi gert við
hárið nema það klippa það. Ámi
stendur í ströngu þessa dagana við
að undirbúa módelkeppnina Face of
the North sem er stærsti tískuvið-
burður landsins. Hún fer ffam í apríl
næstkomandi. „Það er brjálað að
gera, þetta verður rosalega flott í ár. í
fyrra kom Fashion TV á keppnina og
gerði þátt um hana. Þeir vom svo
spenntir fyrir þessu að núna ætla
þeir að koma tveimur vikum fyrir
keppni og gera þátt um undirbúning
hennar. Það verða lfka útsendarar frá
öllum helstu tískuborgum heims auk
þess sem að við höfum boðið fullt af
frægu fólki, þannig að öll umgjörðin
verður með hin glæsilegasta." Hann
hvetur alla sem hafa áhuga á módel-
störfum til að koma í pmfú um
helgina. „Það verða opnar prufur á
Broadway um helgina, 12-18 bæði á
laugardag og sunnudag. Við viljum
sjá sem flesta og allir sem hafa áhuga
ættu að láta sjá sig. Tinna sem vann í
fyrra er núna í New York og er að
gera það gott svo þetta opnar margar
dyr fyrir rétta fólldð."
Árni fyrir klippinguna. Slöustu augnablikin meö síöa háriö.
Hftir klippingu. Chloé getur nú ekki veriö annað en ánægö meö þetta.