Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 38
Þegar gífurleg flóðbylgja sem rís af jarðskjálftum tortímir 160 þúsund mannslífum fara sterk viðbrögð eins og ótal eftirskjálftar um alla heims- byggðina. Slíkar hörmungar kalla fram samkennd og samstöðu víða - en einnig spurningar sem fyrr og síðar hafa angrað þá sem reyna að finna í hverjum atburði Guðs vilja. Með öðrum orðum: enn og aftur er spurt, hvort það sé vilji almættisins að slík ósköp gangi yfir æðri tilgangur með skelfilegu mann- ■ Árni Bergmann Heimsmálapistill Guð heimsækir ísland Lengst af hafa trúaðir menn hall- ast að því, að almættið væri með náttúruhamförum að refsa syndugu mannfólki fyrir afbrot þess. Síra Jón Steingrímsson byrjar sitt fræga rit um Skaftárelda á því að slá því föstu að „sá réttláti guð“ hafi eins og ann- álar sýna alloft heimsótt Island „með jarðeldastraffi og öðrum eyði- leggingum þegar hann hefur séð að guðhræðsla og réttvísi hafa tekið að ganga úr góðu lagi og kunni ei ann- ars að koma í stand aftur". Hann tel- ur og maklegt að hans eigin sóknar- börnum sé refsað fyrir að hafa lagst í „stjórnleysi, andvara og iðrunar- leysi" ofan á drykkjuskap, tóbaks- svall og matvendni. Réttlæti Guðs? Þessi viðhorf urðu einmitt á öld Jóns eldklerks fyrir umtalsverðu áfalli. Árið 1755 lagði mikill jarð- skjálfti Lissabon í rúst og drap sextíu þúsundir manna. Höfðingjar upp- lýsingastefnunnar, Voltaire og fleiri, spurðu sem vonlegt var, hvort íbúar Lissabon hefðu verið syndugri menn en þeir til dæmis sem bjuggu í Lundúnum eða París? Hamfarirnar urðu þeim að röksemd gegn þeirri bjartsýnistrú að mannfólkið lifði í heimi, sem gæti ekki verið betri en hann er, undir vökulu auga réttíáts Guðs. Síðan leið fram tíminn og vís- indin fundu svör við því hvernig á jarðskjálftum stendur. En sú nátt- úrufræði varð að vonum lítil huggun þeim sem vanist hafa að treysta á réttvísi algóðs og almáttugs Guðs. Það er þess vegna að enn í dag er spurt: hvernig lætur Guð annað eins viðgangast? Þótt margt hafi breyst síðan á dögum Skaftárelda þá eru vissulega enn til trúaðir menn sem svara eins og algengast var í þá daga: Guð er að refsa, minna á sig, minna á smæð og vanmátt dreissugs mannskyns sem heldur að það komist af án hans. Þessi viðhorf má heyra í sjónvarps- útsendingum sumra biblíufastra manna og heyrst hefur í múslímaklerkum sem tala með svip- uðum hætti. En hitt er lfklegra, að trúaðir menn forðist svo grimman boðskap. Þeir eru líklegri til að við- urkenna að þegar kemur að böli svo stóru sem hörmungarnar í Ind- landshafi eru, þá bresti allur skiln- ingur. Einn breskur biskup segir á þessa leið: Við vitum að Guð kemur ekki í veg fyrir þjáningar en hann gefur fyrirheit um að úr böli verði bætt. Aðrir reyna að minna á „að fátt er svo með öllu illt“ - leggja nokkra áherslu á það, að í hörmungum kemur fram samstaða og fórnfús hjálpsemi - reyna þó að gæta sín á því að fara ekki að réttíæta hörm- ungar með því að gera of mikið úr jákvæðum aukaverkunum sem þær geti haft. Hneyksli þjáningarinnar Efasemdamenn og trúleysingjar segja sem svo (og það ekki í fýrsta sinn, óskiljanlegar og yfirþyrmandi hörmungar eru svosem ekkert nýtt): Þeir trúuðu vilja gjarna að Guð skipti sér af atburðum, því þá er ástæða til að biðja hann liðsinnis - en um leið vilja þeir komast hjá því að segja, að hörmungarnar séu að hans ráði og vilja. Því þá standa þeir enn og aftur frammi fyrir hugsun sem heggur mjög nærri þeim: Ef Guð lætur ann- að eins viðgangast þá er hann ann- aðhvort ekki góður eða ekki almátt- ugur. Trúmenn eiga vissulega úr vöndu að ráða. Þeim finnst eitthvað skárra að eiga við það böl, sem mennirnir valda sjálfir - til dæmis í styrjöldum og öðrum skepnuskap. Þá segja þeir sem svo, að við lifum í föllnum heimi og að menn muni fara illa með það frelsi sem þeim var gefið nema þeir lúti leiðsögn hins æðsta vilja. En þegar náttúran spýr eldi, skekur jörðina, reisir flóðbylgj- ur, þá verða góðar skýringar dýrar. Spurningar um „hneyksli þjáningar- innar" sem alltaf eru erfiðar verða enn torrráðnari þegar böl gengur yfir mannfólkið sem engin mennsk ákvörðun kemur að. Gömul svör og ný í rauninni snúa trúmenn með einum og öðrum hætti til guðfræði- legrar bjartsýni fyrri tíma. Fyrir meir en 200 árum, þegar trúleysi var enn fremur sjaldgæft, hugsuðu menn sér að þrátt fyrir allt mundi hið illa, og þar með þjáningin óverðskuldaða, snúast til góðs og þjóna hinu góða. í allþekktu riti um „Hið illa og guð kærleikans" eftir guðfræðinginn John Hick, er átjándu aldar bjartsýn- in gagnrýnd með ýmsum hætti - ekki síst fyrir að hún geri í raun lítið úr þjáningunni. Hick viðurkennir að hann eigi enga skýringu, enga kenn- ingu sem geti skýrt svo vel væri hið ógurlega tilgangsleysi óverðskuld- aðrar þjáningar og hann viðurkenn- ir fúslega að hér sé um að ræða hina skæðustu ögrun við trú kristins manns. En svo vísar hann á framtíð- ina, á eilífðina - á það grundvallar- traust á tilverunni sem segir sem svo: Engin þjáning má til vera sem ekki verður að þætti í áætíun Guðs, sem að öðrum kosti verðskuldar ekki að vera við kærleika kenndur - eða þá ræður ekki við sitt sköpunar- verk. Mismunun í dauða Þessar spurningar eru vissulega ekki þær einu sem sækja að trúuð- um sem vantrúuðum þegar hörm- ungar eins og þær sem urðu í Ind- landshafi dynja. Allir geta komið sér saman um, að menn hafi verið svo uppteknir af því að hugsa um þá hættu að við sjálf eyðileggjum til- verugrundvöll okkar að menn hafi gleymt því að jörðin sjálf býr yfir tor- tímingaröflum sem setja okkur í spor löngu genginna vanmáttugra og fáfróðra forfeðra í ríkari mæli en við gerðum okkur grein fyrir. Fréttirnar af hörmungasvæðun- um minna líka á annað: á sjálf- hverfni hins ríka heims, á það að andspænis dauðanum er einskonar nýlendustefna í fullu gildi. Fjölmiðl- ar spyrja fyrst og síðast: hvað um okkar fólk, hver og einn túristi frá ríku landi sem fórst eða komst af fær athygli og forvitni sem keyrir úr hófi - meðan heimamenn eru aðeins stórar tölur, háar líkhrúgur? Það beiska lán í óláni þeirra landa sem verst urðu úti er einmitt í því fólgið, að þar var mikið af ferðamönnum frá Vesturlöndum. Þeir fórust líka - og þar með var sú samstaða tryggð sem kemur nú fram í óvenju mikilli gjafmildi efnaðra samfélaga. Ekki er langt liðið síðan jarðskjálftar urðu í Kína sem enn mannskæðari voru en þeir sem nú urðu á Indlandshafs- botni. Öngvir Vesturlandamenn voru þar á slóðum - og þess vegna liðu þær hörmungar hjá og gleymd- ust rétt eins og hvert annað smáslys í umferðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.