Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005
Helgarblað X>V
—'-----
Greta Guðnadótt-
ir fiðluleikari
Verður I Bústaða-
kirkju annað kvöld.
I nær hálfa öld hefur Kammermúsikklúbbur Reykjavíkur veriö ein buröarstoðin
í tónlistarlífi höfuðborgarinnar og sinnt flutningi tónlistar sem á sér ekki skjól
hjá stærri tónlistarstofnunum. Klúbburinn hefur alla tíð verið undir stjóm
áhugamanna en hefur auðgað íslenskt tónlistarlíf með starfsemi sinni.
Strengjatónlist í Bústaðakirkju
l/m langt árabil hefur Kammermúsik-
klúbburinn haft aðsetur i Bústaðakirkju. A
sunnudagskvöldið verða þar fjórðu tón-
leikar klúbbsins á þessum vetri. Fluttir
verða kvintett eftir Beethoven og kvartett-
ar eftir þá Mozart og Brahms.
Það verða þau Greta Guðnadóttir,
Zbigniew Dubik, Þórunn Ósk Marinósdóttir
og Hrafnkell Orri Egilsson sem skipa kvart-
ettinn en Jónlna Auður Hilmarsdáttir sest i
hópinn þegar Beethoven-kvintett i C-dúr,
op. 29 verður fluttur.
Beethoven-kvintettinn mun vera einikvint-
ettinn sem hann samdi, aðrir kvintettar hans
eru umritanir. Verkiðsamdihann 1801 ásama
skeiði og Pastoral-sónatan og 2. sinfónian
voru skrifaðar. Kvintettinn er talinn lokakafl-
Inn á fyrsta skelði hans sem tónskálds.
Kammertónlistin var i upphafi stofutón-
list fyrir heldra fólk Evrópu. Þannig spilaði
Mozart með Haydn á heimili Esterhazy
prins á árunum uppúr 1784 og þar frum-
fluttu þeir ásamt öðrum kvartettinn sem
fluttur verður i Bústaðakirkju á sunnu-
dag, K 458, sem er einn afsex slikum sem
Wolfgang tileinkaði Jósep Haydn vini
sínum.
Síðasta verkið á efnisskránni er op. 11:
strengjakvartett I G-dúr frá 1890. Þannig
endurspeglar efnisskrá tónleikanna annað
kvöld þróun i smærri strengjaverkum
Evrópumeistaranna íhundrað og tuttugu
ár.
Tónleikarnir hefjast I Bústaðakirkju kl. 20
á sunnudagskvöldið og er miðasala við
innganginn.
Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýningu í Duushúsum, Listasafni Reykjanesbæjar, í dag og bætir um betur
með fjórum nýjum verkum sem verða til sýnis í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Hefur ekkert verkanna
verið sýnt áður, en þau eru máluð á síðustu árum. Þetta er fyrsta sýning Kristínar um tveggja ára skeið.
Kristín Gunnlaugsdóttir
Myndir hennar bera keim af j
kirkjulegri iist en eru þó
undarlega náiægt okkur.
islenska óperan og Osta- og smjörsal-
an hafa undirritað samstarfssamning
vegna tónieikaferðar Óperunnar norð-
ur i Laugarborg i Eyjafjarðarsveit i febr-
úarog hefstþað samstarf með tón-
leikahaldi á morgun i Laugarborg.
Islenska óperan hefur átt ágætis
samstarfvið Tónvinafélag Laugarborg-
ar og Eyjafjarðarsveit undanfarin miss-
eri ognúer aftur komið að þvi að lista-
menn á vegum Óperunnar sæki Eyfirð-
inga heim. A morgun munu þau Elin
Ósk Óskarsdóttir sópran ogJóhann
Friðgeir Valdimarsson tenór ásamt Kurt
Kopecky á pianó halda tónleika í Laug-
arborg. Á tónleikunum mun þrieykið
meðal annars flytja ariur og dúetta úr
Toscu, La Bohéme, Madme Butterfly,
Manon Lescaut, La Traviata og
Macbeth. Flugfélag íslands kemur
einnig að kostun verkefnisins.
Elín Ósk og Jóhann Friðgeir eru um
þessar mundir önnum kafin við æfingar
á Toscu þar sem þau syngja hlutverk
elskendanna Toscu og Cavaradossi.
Tosca verður frumsýnd hjá Islensku óp-
erunni 11. febrúar nk. og er það Bretinn
Jamie Hayes sem leikstýrir verkinu en
hann hlaut mikið lofgagnrýnenda fyrir
uppfærslu sina á Macbeth hjá islensku
óperunni árið 2003 sem var tilnefnd til
menningarverðlauna DV.
Magnús ostaforstjóri og Bjarni
Daníelsson óperustjóri ganga
frá Norðurlandsdíl.
Mynd - islenska óperan
ínar í Duushúsum ...mátturinn
og dýrðin, að eilffu...
Mátturlim gg dýröln
Viðfangsefni Kristínar hafa
löngum haft trúarlegt yfirbragð:
sýninguna sem opnuð er í dag
kallar Kristín „mátturinn og
dýrðin, að eilífu“.
Kristín útskrifaðist úr
Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1987 og
fór þá beint í framhalds-
nám til Ítalíu. Þar lærði
hún meðal annars íkona-
gerð í Róm og stundaði
nám í Ríkisakademíunni í
Flórens árin 1988-1993.
Kristín hefur síðustu fimmt-
án árin tekið þátt í mörgum
sýningum, hér heima og erlend-
is og er þetta tíunda einkasýning
hennar. I tilefni 90 ára vígsluafmæl-
is Keflavíkurkirkju verða fjögur verk
eftir Kristínu sýnd í safnaðarheimili
kirkjunnar, Kirkjulundi, og verður
sá hluti sýningarinnar opnaður kl.
16 í dag.
sýningarskrá segir Auður Ólafsdótt-
ir listfræðingur um listamanninn:
„í þeim persónulega reit sem Krist-
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
STÓRA SVIÐ
mmsMnmnmmm
leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara-
sögu Böðvars Guðmundssonar
I kvöld kl 20 - UPPSELT
Fim 27/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20 - UPPSEtT
Su 30/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 5/2 kl. 20 - UPPSELT. Sun 6/2 kl 20,
Fi 10/2 kl 20 - UPPSELT,
Fö 11/2 kl 20 UPPSEU,
Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20,
Fö 18/2 kl 20
HERI HERASON
e. Coline Serreau
Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20
LINA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14,
Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14 Sfðustu sýningar
Fjölskyldusýning
THEMATCH, ÆFING í PARADÍS, BOLTI
1 dag kl 14 - UPPSELT Slðasta sýning
m
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
BELGISKA KONGO
e. Braga Ólafsson, Crlman fyrir besta leik í
aðalhlutverki í kvöld kl 20,
Su 23/1 kl 20 - UPPSELT,
Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT,
Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20
Sýningum lýkur f febrúar
AUSA eftir Lee Hall
/samstarfi við LA. Lau 29/1 kl 20, Su 6/2 kl 20,
Fö11/2kl20 Ath: Lækkað miðaverð
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI.SÖGN ehf. og LA
Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20
SAUMASTOFAN 30 ARUM SIÐAR
eftir Agnar Jón Egiisson. I samstarfi við TÓBlAS.
I kvöld kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20.
ATH: Bönnuð yngrí en 12 ára
BOUGEZPASBOUGER
Frönsk - japönsk nýsirkussýning
Lau 29/1 kl 20 - kr. 2.100
Aðeins þessi eina sýning
Börn 12 ára og yngri fá frftt f Borgarleikhúsið { fylgd fullorðinna
- gildir ekki á bamasýningar
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Miðasölusimi S68 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
19:00
g kvöldsi
l.-.l
I TlMA
ín hefur helgað sér í listasögunni
hefur stundum verið að finna
sérkennilegar mannverur sem
hver guðdómur og hver eilífð
myndu vera fullsæmd af:
fagureyga, toginleita öld-
unga með hárskúfa og í
skóm með uppbrettri tá,
standa þar tveir og tveir
gegnt hvor öðrum, mitt í
ómældu af bláu. Líkt og
einsemd mannsins sem
hefur þörf fyrir speglun
eða samveru." Og síðar í
sama texta má finna: „í nýrri
verkum Kristínar hafa öldung-
arnir ójarðnesku vikið fyrir rót-
föstum voldugum trjám, með
trausta, samfléttaða boli. Tré finn-
ast líka í eldri verkum Kristínar, en
þau eru af öðrum toga, eru mjó og
spíruleg, andleg tré. Nýju trén eru
hins vegar gömul tré, með rætur
djúpt í jörðu, krónan teygir sig hins
vegar ekkert sérstaklega hátt til
himins."
Lesendur sem eru kunnugir verk-
um Kristínar munu þekkja það yfir-
bragð sem Auður lýsir. Þótt Kristín
standi föstum fótum í hefðinni og
myndir hennar beri með sér keim af
kirkjulegri list þá eru þau á sinn hátt
undarlega nálægt okkur. Það kann
að skýra vinsældir hennar sem lista-
manns en verk hennar eru jafnan
eftirsótt.
Sýningin er opin alla daga firá kl.
13-17.30 og stendur til 6. mars.