Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 Helgarblað DV Anna Francisca er hundakerling út í gegn og hennar helsta áhugamál eru hundar. Hún hefur allt frá því hún var lítil stelpa sýnt hunda á sýningum og er á leið á stærstu hundasýningu í heimi, Crufts í Birmingham, um miðjan mars til að sýna. Þar verður hún fulltrúi okkar og mun sýna Enskan pointer. > Fj 4- Hún gengur undir nafninu Anna Husky og það er ekki út í loftið. Siberian Husky-hundar eru önnu afar hugleiknir; og ekki aðeins Husky, heldur allir nundar. Hennar helsta áhugamál eru einttíitt hundar en Rósa móðir hennar ræktar tegundina á heimili sínu á Vatns- enda. „Ég var fimm eða sex ára þegar ég eignaðist minn fyrsta hund, en þá fékk fjölskyldan Labrador-tík sem við áttum í nokkur ár. Ahuginn vaknaði síðan fyrir alvöru þegar við eignuðumst Þórshamars - Týra, ís- lenskan fjárhund sem við eigum enn. Upp frá því komst lítið annað að en hundar. Móðir mín hafði lengi haft augastað á Siberian Husky- hundum, en á Ítalíu er Ankalý-rækt- unin, einn fremsta ræktun þeirra í heiminum og við mamma fórum út til að kynna okkur tegundina og leita eftir því að fá keypta hunda, fýrir um það bil fimm eða sex árum," segir Anna um hvenær hún varð hundun- um að bráð. Husky-hundar frá Ítalíu Síðan þá hefur Anna meira eða minna notað allan sinn frítíma til að sinna hundunum. Þær mæðgur keyptu fyrst tvær tíkur og síðan fengu þær rakka sem Anna hefur mjög oft sýnt og náð góðum árangri með á sýningum. Hann heitir Latino og er faðir allra þeirra hvolpa sem hér hafa fæðst síðan. „Ég fór síðan að sýna hunda á sýningum HRFÍ með ungum sýnendum, en þar eru það sýnendur sem keppa sín á milli en ekki hundarnir," segir Anna og bætir við að árangurinn felist í því hversu góðu sambandi sýnandinn nái við hundinn. Anna hefur oftar en einu sinni borið sigur úr býtum á þeim sýning- um og einnig sýnt á stórum sýning- um í Evrópu. Nú síðast í desember var hún á stórri sýningu í Stokk- hólmi og aðra helgina í mars verður hún á Crufts, stærstu hundasýningu í heiminum sem alltaf er haldin í Bretlandi. Þar mun Anna sýna Ensk- an pointer sem hún hittir fyrst klukkustund fyrir sýningu. „Það er einmitt það sem gildir - að ná sam- bandi við hundinn og til þess höfum við aðeins klukkustund og sitjum öll við sama bor'ð. Við þurfum að sýna hundinn þannig að hans bestu hlið- ar njóti sín sem allra best. Út á það gengur þetta,“ segir Anna sem hlakkar mjög til sýningarinnar. Helgina áður er sýning hjá HRFÍ og þar ætíar Anna að sýna Husky-hunda móður sinnar og litla Chihuahua-tík sem aðeins er nokk- urra mánaða og er undan Baldintátu sem er í eigu tengdamóður hennar sem ræktað hefur þá hundategund. „Já, ég var svo lánsöm að eignast kærasta sem kemur úr mikilli hundaíjölskyldu. Nei, það stóð alls ekki utan á honum þegar ég hitti hann fyrst en ég var afskaplega ánægð að hitta fyrir fólk sem talaði sama tungumál og ég,“ segir Anna hlæjandi. Framtíðin mun tengjast dýrum Kærastinn heitir Guðmundur Örn Kærnested og býr í Mosfells- dalnum en þar er Anna með annan fótínn. Hann útskrifast sem stúdent á húsasmíðabraut í vor en Anna er í Fjölbraut í Breiðholti á náttúru- ffæðibraut. Hennar takmark er að verða jafnvel dýralæknir eða hunda- þjálfari. „Það er alveg ljóst, hvað sem verður fyrir valinu að það tengist dýrurn," segir hún en hún er einnig í hestum og ríður reglulega út. Um þessar mundir er Anna að „Viö þurfum aðsýna hundinn þannig að hans bestu hliðar njóti sín sem allra best og séu Ijósar. Út á það gengur sýningin." byrja með hóp í sýningarþjálfun fýrir marssýningu HRFÍ en hún segir nauðsynlegt að æfa vel fyrir sýning- ar. Þannig nái fólk betri tengslum við hundinn og getí sýnt hans bestu hliðar. Dómarar átti sig fljótt á því hvernig hundarnir eru sýndir og eftir því sem tengslin eru betri því meiri möguleikar eru á að hundur- inn njóti sín. „Já, flestir vina minna tengjast hundum og eru hundaeig- endur en ég á líka vini utan hund- anna,“ segir hún og skellihlær. Þeir skilja mig ekki alltaf en taka tillit til hundaáhugans. Þetta er æðislegt áhugamál og það er kominn tími til að stjórnvöld fari að átta sig á hve margir það eru sem hafa áhuga á hundum og vilja veg hans sem mestan. Eins og staðan er þá fylgja þau þeim áhuga ekki eftir og víst er að við hundafólk verðum að huga að því að eignast okkar fulltrúa inni á þing,“ segir Anna Francisca sem oft- ast gengur undir nafninu Husky meðal kunningja og vina. bergljot@dv.is Glóey i bi l> • Sli: Sft l<10 k Útsala - Útsala Lýstu upp stofuna, borðstofuna, svefherbergið, barnaherbergið, ganginn, forstofuna, baðherbergið, elhúsið og sumarhúsið. Inniljós og útiljós, fjölbreytt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.