Jólagjöfin - 24.12.1921, Qupperneq 17
Jólagjöfin
15
kúnni. Hún lét hugfallast og fór aö gráta, er henni varS litiö
framan í hann.
— Eg skal reyfia aö fara niöur í kaupstaðinn, mælti hann
En auövitaö get eg ekki komiö heim fyr en á morgun. Þor-
iröu aö vera ein meö börnin?
— Mér finst eg ekki vera hrædd viö neitt framar, svaraöi
hún og harkaöi af sér. Svo bætti hún viö blíðlega:
— Þú drekkur mjólkur-sopann úr kúnni áöur en þú ferö.
Og hún bjó sig til aö fara aö rnjólka.
— Nei, svaraði hann og reyndi áö bera sig vel. Eg ætti þá
aö sitja fyrir matbjörginni.
Hann tók tóman poka, stakk honum undir hendi sér og fór.
* *
*
Hann náöi til kaupstaðarins undir kvöld. Búöin var full af
viöskiftamönnum, er stóöu framan viö búöarboröiö. Inn fyrir
fengu þeir ekki aö koma, nema einn eöa tveir í senn. Og þeir
fátækari urðu aö halda sig fyrir utan, meöan þeir voru af-
greiddir. Þrír búöarsveinar voru á þönum innan viö boröiö.
Hann sá, aö skiftavinirnir voru látnir afhenda úttektarseöla,
til þess aö afgreiðslan gengi greiölegar. Hann fékk sér lán-
aðan blýant og snepil af umbúðapappir og skrifaöi það, sem
hann óskaði að fá. Hann hugsaði sem svo:
Eg sé, að allir aðrir fá það, sem þeir biöja um. Ef til vill
fæ eg líka þaö, sem eg skrifa á blaöiö, — af því að jólin fara
i Viönd, — eöa af því, aö ösin er svo mikil. Og hann bætti viö
á miðann, umfram nauðsynjarnar, tveimur jólakertum og einni
brúöu.
Þreklega höndin skalf, er að honum kom og hann rétti búð-
arsveininum miðann. En sveinninn afgreiddi hann ekki viö-
stööulaust — eins og hina. Hann fór fyrst og leit í höfuö-
bókina. Síðan fór hann meö miðann inn í skrifstofu. — Hjart-
aö barðist i Stóra-Jóni, eins og í dreng-snáöa, sem staðinn
er aö prettum.
Aö vörmu spori kom sveinninn út úr skrifstofunni 0g til
Stóra-Jóns.
— Verslunarstjórinn vill fá aö finna þig inn í skrifstofu.