Jólagjöfin - 24.12.1921, Síða 33
Jólagjöfin
31
og tímaritum; sömuleiöis gljámyndir og ljósmyndir af mönn-
um, sem þeir þekkja og mönnum, sem þeir vita engin deili á
Grænlendingar elska ljósiö, eins og áöur er sagt, og setja því
alstaöar ljós um jólin, þar sem unt er aö koma þeim fyrir.
Þaö má heita, aö kveikt sé á jólatré á hverju grænlensku
heimili. En Grænlendingar kveikja ekki á þeim aöfangadags-
kvöldiö, heldur á jólamorguninn eöa þá einhvern daginn milli
jóla og nýárs.
Meiri háttar heimboö eöa samkvæmislíf þekkist ekki. Ný-
lendustjórinn býöur aö eins verslunarmönnunum og einstaka
manni þar fyrir utan, einhvern tíma um jólin. En annars eru
allar veitingar fólgnar í kaffi, kaffi, kaffi.
Opinberar skemtanir eru engar, nema hinir venjulegu dans-
leikir, sem haldnir eru í trésmíðahúsinu, þegar fólk hefir fengiö
verulega löngun til þess að létta sér upp. Hinir reyndari og
ráðsettari menn setjast þá stundum viö spil. Hvað þaö spil
heitir, hygg eg að fæstir viti, og eftir hvers konar reglum
er spilað, veit enginn, sem ekki er borinn og barnfæddur Græn-
lendingur. Grænlendingar spila ekki um peninga, heldur um
eldspítur. Þaö hefir þó aldrei heyrst, aö spilað hafi veriö um
svo gífurlegar upphæðir, aö þær hafi numið heilum eldspitna-
stokkum. Hins vegar hefir þaö heyrst, aö í einu meiri háttar
veiöiþorpi hafi menn spilað um heilan sel. Þaö er þó aðgæt-
andi, aö þar hafa selirnir verið í svo lágu veröi, að einn ein-
asti selur hefir ekki gert „byrgt né óbyrgt“.
Við, Danir, erum venjulega hver heima hjá sér aöfanga-
dagskvöldið, en ef niargar danskar fjölskyldur eru í einu og
sama þorpi, er vanalegt aö þær heimsæki hver aðra um jólin.
Þeim er og oft boðið til kaffidrykkju hjá Grænlendingum.