Jólagjöfin - 24.12.1921, Side 34
32
Jólagjöfin
Messaö er fyrir Grænlendinga tvisvar eöa jafnvel þrisvar á
dag um jólin, en einu sinni fyrir okkur.
Þaö er oröinn vani meö Grænlendingum, aö koma heim til
hinna dönsku fjölskyldna, þegar einhver hátíð er eöa tyllidagar
og heilsa okkur með handabandi. Þetta er aö vísu vinsam-
legur og fallegur siður. Þó verður því ekki neitaö, að hann
getur orðið dálítið hvimleiður og getur valdið töluveröum
töfum frá heimilisstörfum. Það væri þó sök sér, ef allir kæmu
í einu. En það er sjaldnast því að heilsa. Vanalegast kemur
„einn í hóp og tveir í lest“, og eru þeir því að koma allan
liölangan daginn. Afleiðingin verður sú, að maður verður sí-
felt að vera á ferðinni inn og fram til dyra, því að gestirnir
koma sjaldnast inn, þegar þeir fara þessar samfagnaðarferðir
sínar. A'erst er þó aö eiga við krakkana. Þeim þykir sérstak-
lega gaman að þessum ferðum og láta sjaldnast nægja að
koma einu sinni, heldur hvað eftir annað, þangað til maður
verður nauðbeygður til að biðja þau að láta þar við sitja, þar
eð nóg sé komið af svo góðu.
Ef vel viðrar, stunda menn úti-íþróttir um jólin. Fer þá
unga kynslóðin á skíöum og skemtir sér hið besta, — sér-
staklega þegar einhver dettur kylliflatur. Hinir, sém rosknari
eru, fara þá stundum á dýraveiðar, eða ef miklar hörkur hafa
gengið, er lagt af stað út á hákarlamið. Það er eitthvert hið
skemtilegasta ferðalag, að fara lángar leiðir eftir spegilslétt-
um ísnum, þegar láréttir geislar sólarinnar leika um mann.
.Sólstöðuröðullinn sést þá renna að eins upp yfir sjóndeildar-
hringinn og fær fullvissað menn um, að þeir lifa hin yndis-
legustu og hvítustu jól, sem unt er að lifa á jarðríki.
Jólin á Grænlandi eru, eins og sést á þessu, fremur fáskrúð-
ug. Alt er þar með „ættfeðra fyrirkomulagi" og svo óbrotið
og blátt áfram, að verulegur blær hinna upprunalegu jóla hvílir
yfir öllu. Og hver sá maður, sem hefir einhvern tíma lifað
jól i Grænlandi, mun aldrei geta gleymt þeim.
j