Jólagjöfin - 24.12.1921, Side 39
Jólagjöfin
37
þaö hafi veriö einhver bóndadurgur ofan úr Kjós eöa austan
úr Flóa. Eg var því ekki lengi aö hugsa mig um, nema braut
saman minn aögöngumiöa og vísaði honum í mitt sæti, og gat
þess, að hann skyldi geyma miðann vel og helst láta hann í
vasa sinn. Hann gerði það og tók ekki eftir neinu og þakk-
aði mér auðmjúklega fyrir.
Svo flýtti eg mér í hans sæti, við hliðina á Rögnu. Sagði
eg henni svo alla söguna, og hló hún dátt aö öllu saman,
Seinna vék hún eitthvað að því, að við mundum hittast um
jólin. Eg get líka sagt þér það, Arngrímur, að hún var mikið
að spyrja eftir þér, og hvernig þér gengi námið, og um for-
eldra þína. Eg sagði að þú værir fyrirmynd meö reglusemi
og ástundun og mundir líklega taka embættispróf í vor. Og
ennfremur aö foreldrar þínir væru stórríkir og faðir þinn mesti
sauöbóndinn i allri sýslunni."
„Agnar! hvernig stóð á því, að þú fórst með önnur eins
ósannindi ? Þú veist að mér er ómögulegt að taka próf i vor, og
að faðir minn er orðinn efnalítill. Eg er búinn að fara með
það alt saman.“
Agnar hló.
„Eg vissi þetta alt saman. En hitt lét betur í eyrum. Og
ef hún fer að rekast i þessu seinna, þá segi eg bara að eg hafi
heyrt þetta. Svo nær það ekki lengra.“
„Þú ert ljóti skúmurinn, Agnar. Þú ættir skilið, að fá eitt
staup fyrir þetta. Var ekki eitthvað eftir í flöskunni?“
„Jú. En eg ætla að eiga það inni þar til seinna. En hvaö er
þetta? Það kemur einhver framan ganginn."
Það var drepið á dyrnar.
„Kom!“ kallaði Arngrímur.
Það var pósturinn. Hann rétti Arngrími tvö bréf. Arngrím-
ur bauð honurn vindil og þáði hann það. Síðan fór hann.
„Nú fer eg,“ sagði Agnar. „Hver veit nema eg hafi fengið
bréf og það sé heima. Eg átti von á bréfi frá henni litlu lipur-
tá. Þú skilur. Vertu blessaður á meðan. Við skulum seinna tala
nánara um jólaleyfið.“
Þar með var Agnar þotinn á dyr.
Arngrímur leit á bréfin. Hann þekti skrift móður sinnar á
öðru bréfinu. Hann lagði það á borðið og reif hitt upp. Það
var frá gömlum skólabróður hans, sem nú dvaldi við háskól-
ann í Höfn. Hann las það með ánægju. Það voru fjörugar
lýsingar af stúdentalífinu í Höfn og ýmsum skemtunum, sem
þeir tóku þátt í, og um sambúðina á Garði. Arngrímur ósk-