Jólagjöfin - 24.12.1921, Blaðsíða 58
56
Jólagjöfin
heldur til þess a'Ö láta langa lífsreynslu þeirra og trúfesti veröa
ávaxtarsama í lífi sonarins, sem nú átti aö g-efa þeim?
En öllunr þessum óráönu gáturn yfirsterkari, áleitnar og
ákveönari varö spurning urn það : hvaöa hlutverk beiö
barnsins hennar sjálfrar? Arf átti hún engan, aö
gefa þvi, enga þekkingu né afburöa-hæfileika, og ekki heldur
nein úrræöi til að afla því slíkra gæöa. Mundu ekki allar
áhyggjur hennar og sorgir, efasemdir og'ístööuleysi, setja mót
á sálu barnsins ? Og þá varð henni oft að andvarpa til Guös:
„Leið þú mig út úr rayrkri efasemdanna!“ — Mintist hún
þá aftur fyrirheitisins, sem engillinn haföi flutt henni, aö
h a n n, sem hún átti að fæða, mundi rnikill verða og kallast
sonur hins hæsta — og sál hennar fyltist lotningarfullri til-
beiðsluþrá. Smám saman varö henni þaö ljósara, hver og hví-
líkur hann átti að verða, aö hann var hinn fyrir-
h e i t n i, — f u 11 n æ g i n g h i n n a r m i k 1 u e f t i r-
væntingar. Sál hennar þráði frelsarann. Og í hinni sælu
eftirvæntingu fann hún öruggan frið.
Önd mín lofar Drottinn,
og andi minn gleöst í Guði, frelsara mínum,
því að hann hefir litið á lítilmótleik ambáttar sinnar;
því sjá, héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja.
* * *
Sólin er hnigin niður í eldhafiö bakvið Júdeufjöll.
Úti í garðinum sitja þær, Elísabet og María, og njóta hvíldar
eftir dagsverkiö. Kvöldkyrðin hjúpar landið. Fuglarnir fljúga
heim í hreiðrin sín. Og blómin teiga kvöld-döggina.
Mörg hugljúf orð hafa þeim farið í milli, frændkonunum.
um það, sem báðar eiga í vændum. Elísabet hefir svo undur
gott lag á því, að glæða góðu vonirnar og traustið. Vinnu-
vönum og þróttmiklum hönduin heldur hún um mjúku meyjar-
hendina — eins og það er eöli reynslunnar að hlúa að hinu
miður reynda, — og í því finnur María öruggleik.-----------
— Jæja, María mín, nóttin er að detta á og við verðum að
fara að ganga til hvílu, svo að þú fáir nægan þrótt til ferða-
lagsins á morgun. Hlakkarðu ekki til að koma heim aftur?
— Jú, frænka, nú finst mér eg vera orðin svo styrk og
örugg, að eg kvíði engu. Látum hvern segja sem hann