Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Side 64
MYRKVAR 2009
Sólmyrkvar
1. Hringmyrkvi á sólu 26. janúar. Myrkvinn sést á hafinu sunnan við
Afríku, á Indlandshafi og í Indónesíu.
2. Almyrkvi á sólu 21.-22. júlí. Almyrkvinn hefst á norðvestur-Ind-
landi og fer yfir Indland, Nepal, Bútan, Bangladess, Kína og út á
Kyrrahaf. Hámark myrkvans verður nálægt eynni Iwo Jima þar sem
almyrkvinn varir í 6,7 mínútur og verður sá lengsti á þessari öld.
Mesta breidd myrkvaferilsins (tunglskuggans) verður um 260 km.
Tunglmyrkvar
1. Hálfskuggamyrkvi á tungli 9. febrúar. Sést ekki hér á landi.
2. Hálfskuggamyrkvi á tungli 7. júlí. Sést ekki hér á landi.
3. Hálfskuggamyrkvi á tungli 5.-6. ágúst. Myrkvinn stendur frá kl.
23 01 til kl. 02 17. Tunglið verður á lofti í Reykjavík, en hálfskugga-
myrkvar eru daufir og erfitt að greina þá. Pegar myrkvinn er mestur,
kl. 00 39, nær hálfskugginn yfir tæpan helming af þvermáli tungls.
4. Deildarmyrkvi á tungli 31. desember. Daufur hálfskugginn byrjar
að færast yfir tunglið kl. 17 15. Tungl snertir alskuggann kl. 18 52 og
er laust við hann aftur kl. 19 54. Pegar myrkvinn er mestur, kl. 19 23,
hylur alskugginn aðeins 8% af þvermáli tungls. Tunglið er á austur-
himni í Reykjavík meðan myrkvinn varir.
Stjörnumyrkvar
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu séð.
Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls, en kemur aftur í ljós
við vesturröndina. Tunglið er um það bil klukkustund að færast breidd
sína til austurs miðað við stjörnurnar þannig að myrkvinn getur staðið
svo lengi. Að jafnaði sést fyrirbærið aðeins í sjónauka. Ef stjarnan er
mjög björt er hugsanlegt að myrkvinn sjáist að degi til.
I töfiunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnumyrkva
sem sjást munu í Reykjavík á þessu ári. Tímasetning myrkvanna er til-
greind upp á tíunda hluta úr mínútu. Flestir þessara myrkva munu sjást
annars staðar á landinu, en munað getur nokkrum mínútum á tímanum.
Nöfn stjarnanna eru ýmist dregin af latneskum heitum stjörnumerkja
eða númeri í stjörnuskrá. Pannig merkir „p Taur“ stjörnuna Mí (grísk-
ur bókstafur) í stjörnumerkinu Taurus (Nautið) og „114 Taur“ táknar
stjörnu númer 114 í sama merki. Tala eins og „93874“, þar sem stjörnu-
merki er ekki tilgreint, vísar til stjörnu með því númeri í svonefndri
Smithson-stjörnuskrá (Smithsonian Astrophysical Observatory Star
Catalog, skammstafað SAO). Með birtu er átt við birtustig stjörnunn-
ar, sbr. bls. 61.1 aftasta dálki er sýnt hvort stjarnan er að hverfa (H) eða
birtast (B) og hvar á tunglröndinni það gerist. Tölurnar merkja gráður
sem reiknast rangsælis frá norðurpunkti tunglkringlunnar.
(62)