Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 68
Jamiíir
Venus er skærasta stjarnan á kvöldhimninum og hækkar stöðugt á
lofti. Hún kemst lengst frá sól um miðjan mánuðinn. Framan af janúar
eru Júpíter og Merkúríus líka kvöldstjörnur, en svo lágt á lofti og nærri
sól að erfitt verður að sjá þær. Satúrnus kemur upp síðla kvölds og er
á lofti fram í birtingu. Hann er í ljónsmerki, bjartari en nokkur fasta-
stjarna á þeim slóðum.
Febrúar
Venus skartar á suðvesturhimni þegar dimmir að kvöldi. Hún verður
með bjartasta móti og nær 26° hæð við myrkur í Reykjavík. Þótt hún
sé fyrst og fremst kvöldstjarna verður hugsanlega unnt að sjá hana að
morgni til þegar á mánuðinn líður, lágt á lofti í aust-norðaustri skömmu
fyrir sólarupprás. Satúrnus verður eina bjarta reikistjarnan á nætur-
himninum. í byrjun mánaðar kemur hann ekki upp fyrr en að áliðnu
kvöldi, en í mánaðarlok er hann á lofti allar myrkurstundir í Reykjavík.
Hann er í ljónsmerki, bjartastur stjarna þar um slóðir.
Mars
Venus er sem fyrr skærasta stjarna himins. Hún er kvöldstjarna á
vesturhimni, áberandi í fyrstu, en nálgast stöðugt sól og verður lágt á
lofti við sólsetur í mánaðarlok. Vegna þess hve björt hún er, gæti hún
líka sést að morgni til lágt á austurhimni fyrir sólarupprás. Satúrnus er
á lofti allar stundir þegar dimmt er í Reykjavík. Hann er í ljónsmerki,
bjartastur stjarna þar. Hann kemst í gagnstöðu við sól 8. mars og er þá
í hásuðri á miðnætti.
Apríl
Satúrnus er á lofti allar myrkurstundir í Reykjavík. Hann er í ljóns-
merki, bjartari en nokkur fastastjarna þar í nánd. Merkúríus kemur
fram undan sól og verður kvöldstjarna þegar líður á mánuðinn. Frá 19.
til 28. apríl nær hann 8° hæð á norðvesturhimni við myrkur í Reykjavík.
Birta hans fer minnkandi á þessu tímaskeiði. Venus er morgunstjarna,
en liggur illa við athugun. Þó verður unnt að sjá hana lágt á himni í
austri skömmu fyrir sólarupprás.
Maí
Merkúríus er kvöldstjarna í byrjun mánaðar, lágt á lofti í norðvestri
við myrkur í Reykjavík. Hann nálgast sól og hverfur brátt í sólarbirt-
una. Satúrnus er á lofti allar myrkurstundir mánaðarins. Hann er enn
í ljónsmerki, allhátt í vest-suðvestri um lágnættið. Venus er morgun-
stjarna, en liggur illa við athugun, kemst skammt yfir sjónbaug í austri
fyrir sólarupprás í Reykjavík.
(66)