Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 70
Nóvember
Júpíter er enn bjartasta kvöldstjarnan, lágt á suðausturhimni við
myrkur. Hann er í steingeitarmerki. Mars kemur upp í norðaustri þegar
á kvöldið líður og er á lofti til morguns. Hann er í krabbamerki, bjart-
astur stjarna á þeim slóðum og þekkist á rauðgula litnum. Venus er
bjartasta stjarnan á morgunhimninum, en nálgast sól. Hún sést lágt á
lofti í suðaustri fyrir sólarupprás. Satúrnus kemur upp í austri að álið-
inni nóttu og er kominn allhátt á Ioft f suðaustri eða suðri í birtingu.
Hann er í meyjarmerki, álíka bjartur og bjartasta fastastjarnan í því
merki (Spíka).
Desember
Júpíter er sem fyrr bjartasta kvöldstjarnan, lágt á suðurhimni við
myrkur. Hann er í steingeitarmerki. Mars kemur upp í norðaustri þegar
líður á kvöld og er á lofti til morguns. Hann er vestast í ljónsmerki, mun
bjartari en nokkur fastastjarna þar í grennd. Satúrnus kemur upp í
austri snemma nætur og er allhátt í suðri eða suðvestri í birtingu. Hann
er í meyjarmerki, álíka bjartur og bjartasta fastastjarnan í því merki
(Spíka).
Úranus er í vatnsberamerki í byrjun árs, reikar yfir í fiskamerki í
marslok og þaðan aftur í vatnsberamerki í október. Hann er í gagn-
stöðu við sól í september og er þá í hásuðri á miðnætti, 23° yfir sjónbaug
í Reykjavík. Birtustig Úranusar er nálægt +5,8 svo að hann sést tæplega
með berum augum.
Neptúnus er í steingeitarmerki allt árið, talsvert vestar en Úranus og
heldur sunnar á himni. Birtustig Neptúnusar er nálægt +8 svo að sjón-
auka þarf til að sjá hann.
HRINGAR SATÚRNUSAR
I byrjun árs snúa hringarnir suðurhlið að jörðu, en halli hringflat-
arins er aðeins 1° og fer minnkandi. Hinn 4. september fer jörð gegnum
hringflötinn, og sjást hringarnir þá á rönd. Eftir það snúa hringarnir
norðurhlið að jörðu og verður hallinn orðinn 5° í árslok. Hallinn getur
mest orðið 27° og sjást hringarnir þá best. Pað gerist næst árið 2017.
Breytingin úr lágmarki í hámark (eða hámarki í lágmark) tekur um sjö
ár, þ.e. fjórðung af umferðartíma Satúrnusar um sólu.
(68)