Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Qupperneq 92
GÓUPÁSKAR OG SUMARPÁSKAR
Algengast er að páskadagur sé í einmánuði. Ef páskar eru mjög
snemma getur páskadagur fallið á góu. Það heita góupáskar. Slíkt er
mjög sjaldgæft og vekur gjarna nokkra athygli. Frá upphafi 20. aldar
hefur þetta aðeins gerst þrisvar, árin 1913, 1940 og 2008. Næstu góu-
páskar verða svo ekki fyrr en árið 2160. Meðaltíminn milli góupáska er
35 ár, en bilið er æði misjafnt, getur farið niður í 11 ár og upp í 152 ár.
Ef páskar verða svo síðla að páskadagur lendir í hörpumánuði, þ.e.
eftir fyrsta sumardag, heita það sumarpáskar. Þeir eru öllu algengari
en góupáskar og verða að meðaltali á 15 ára fresti. Stysta bilið er 3 ár
en það lengsta 41 ár. Á síðustu öld urðu sumarpáskar sjö sinnum. Var
það árin 1905,1916,1943,1962,1973,1984 og 2000. Á þessari öld ger-
ist þetta sex sinnum, árin 2011, 2038, 2057, 2068, 2079 og 2095. Þegar
sumarpáskar verða, faila tveir hátíðisdagar á sömu dagsetningu, skír-
dagur og sumardagurinn fyrsti.
FJÖLL SEM SJÁST FRÁ REYKJAVÍK
Meðfylgjandi tafla sýnir helstu fjöll sem sjást frá Reykjavík og
nokkrar hæðir í nágrenninu. Hnattstaðan (norðlæg breidd og vestlæg
lengd) miðast við hápunkt fjalls eða hæðar. Hæðartölur eru í metrum,
en fjarlægðir í kílómetrum. Fjarlægðir og áttir reiknast frá Skólavörðu-
holti. Áttin í gráðum reiknast hringinn frá norðri um austur.
Breidd
Snæfellsjökull 64°48,2'
Akrafjall 64°20,6'
Skarðsheiði 64°28,2'
Esja 64°14,6'
Mosfell 64°11,7'
Helgafeli í Mosfellssv. 64°10,5'
Grímmannsfell 64°09,5'
Úlfarsfell 64°08,8'
Hengill 64°05,2'
Vífilsfell 64°02,3'
Vatnsendahvarf 64°05,4'
Rjúpnahæð 64°05,0'
Öskjuhlíð 64°07,8'
Helgafell v/Kaidársei 64°00,6'
Keilir 63°56,5'
Valhúsahæð 64°09,2'
Skóiavörðuholt 64°08,5'
Lengd Hæð Fjarlœgð Att
23°46,8' 1445 116 310° NV
21°56,7' 640 22 358° N
21°45,2' 1053 38 13° NNA
21°36,1' 910 19 54° NA
21°38,2' 282 15 67° ANA
21°39,1' 217 14 74° ANA
21°31,2' 484 20 84° A
21°42,6' 294 11 87° A
21°19,0' 803 30 101° ASA
21°33,4' 656 21 122° ASA
21°49,3' 145 7,7 138° SA
21°50,5' 134 7,7 147° SSA
21°55,1' 59 1,4 163° SSA
21°51,0' 338 15 166° SSA
22°10,4' 379 25 209° SSV
21°59,6' 30 3,5 292° VNV
21°55,6' 37 0,0
(90)