Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Síða 101
ÁRFERÐI
Árið 2007 var mjög hlýtt og er talið hið tíunda hlýjasta frá því
mælingar hófust á vesturhluta landsins. Langvarandi þurrkar
og hlýindi voru um miðbik sumars en mjög úrkomusamt um
haustið.
Mestur hiti, sem mældist á árinu á veðurathugunarstöðvum,
var á Hjarðarlandi í Biskupstungum 8. júlí, 24,1 stig og á sjálf-
virkri stöð einnig á Hjarðarlandi 9. júlí 24,6 stig. Mestur kuldi
varð í Möðrudal 16. janúar, en þar mældist 26,2 stiga frost og á
sjálfvirkri stöð í Svartárkoti einnig 16. janúar -29,6 stig. Mest
sólarhringsúrkoma mældist í Kvískerjum í Öræfum 28. sept-
ember 157,0 mm.
í Reykjavík var meðalhiti ársins 5,5 stig, sem er 1,2 stigum
yfir meðaltali áranna 1961-1990. Var þetta 10. hlýjasta ár í
bænum frá því að mælingar hófust. Sólskinsstundir í Reykjavík
voru 1.509, sem er 240 stundum meira en í meðalári. Úrkoma
í Reykjavík varð 1.125,4 mm, sem er 41% meira en í með-
alári. Þetta er næstmesta úrkoma í bænum frá því að mælingar
hófust, en mest varð úrkoman árið 1921, 1.291 mm. Mestur
hiti í Reykjavík á árinu mældist 14. júlí 20,5 stig. Kaldast varð
í bænum 20. janúar en þá mældist 10,0 stiga frost. Mesta sól-
arhringsúrkoma í Reykjavík varð 5. október 33,0 mm.
Á Akureyri var meðalhiti ársins 4,5 stig, sem er 1,2 stigum
ofan við meðaltal áranna 1961-1990. Sólskinsstundir á Akureyri
voru 1.058, sem er 13 stundum ofan við meðallag. Úrkoma
varð 493 mm, sem er 3 mm meira en í meðalári. Mestur hiti
á Akureyri á árinu mældist 20. júlí 22,0 stig, en kaldast varð
16. janúar, en þá mældist þar 17,0 stiga frost. Mest sólarhrings-
úrkoma á Akureyri varð 11. október, 30,3 mm.
í janúar var umhleypingasöm veðrátta. Fyrstu dagana var
hlýtt, en kólnaði þegar vika var af mánuðinum og hélst sá kuldi
fram um 20. Eftir það hlýnaði á ný. Dagana 12.-14, snjóaði
mikið í Reykjavík og náði snjódýptin 22 cm. Er þetta mesta
snjódýpt í bænum síðan í janúar 1993. Mikið óveður gerði í
Öræfasveit 25. janúar. Fóru hviður í 40-50 m/sek. Klæðning
flettist af þjóðveginum við Kvísker. - í febrúar var veðrátta
(99)