Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 106
á árinu 2007 (22.884 árið áður). Brunaútköll hjá liðinu á árinu
voru 1.460 (1.440) og sjúkraflutningar voru 23.746 (21.444).
- A Akureyri fór slökkviliðið í 2.145 útköll (2.018 ) ýmist vegna
bruna eða sjúkraflutninga. Af sjúkraflutningunum voru 493
með flugi.
BÚNAÐUR
Arið 2007 var í meðallagi til búskapar. Vorið var kalt og
sumarið þurrt víða um land, en haustið úrkomusamt á Suður-
landi. 8. júní hófst sláttur á tveimur bæjum í Eyjafirði og einum
undir Eyjafjöllum.
Heyfengur o.fl.
Talið er, að rúlluheyfengur, pakkaður í plast, hafi numið
1.810.457 rúmmetrum (1.789.969 árið áður). Vothey var 38.920
rúmmetrar (21.185) og þurrhey 144.541 rúmmetri (164.258).
- Framleiðslu á graskögglum hefur nú verið hætt. - Frærækt
nam 39,9 tonnum (36,0 tonnum árið áður) af óhúðuðu fræi.
- Kornrækt var minni en árið áður, og var nú sáð í tæplega
3.000 hektara, sem er um 600 hektörum minna en árið áður.
Kornuppskeran var um 11.260 tonn (um 11.250 árið áður).
Uppskera
Kartöfluuppskera var ívið minni en árið áður, og er talið,
að um 9.500 tonn af kartöflum hafi komið til nytja á árinu
hjá þeim, sem hafa kartöflur til sölu (um 10.000 árið áður).
- Tómatauppskera var 1.603 tonn (1.724 árið áður), gúrkuupp-
skera 1.343 tonn (1.1.24), og paprikuuppskera 147 tonn (130).
Ber spruttu vel um allt land og var berjatínsla landsmanna
áreiðanlega með mesta og besta móti.
Sláturafuröir, mjólk o.fl.
Slátrað var 546.841 fjár í sláturhúsum (536.081) árið áður).
Af því voru 506.141 dilkur (497.509) og 37.000 fullorðið fé
(35.953).
Meðalfallþungi dilka var 15,31 kg, sem er 0,3 kg minni
fallþungi en árið áður. Kindakjötsframleiðslan var 8.644 tonn
(104)