Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 108
tæki á sama búinu. Kostnaður við þessa vélvæðingu er rnjög
mikill. Fyrsti mjaltaþjónninn var fluttur inn árið 1999 og settur
upp í Bjólu í Rangárþingi ytra.
Afurðahæsta fjárbú landsins var á Sauðá á Vatnsnesi. Þar
voru 353 ær, sem skiluðu 38,5 kílóum af kjöti hver.
Loðdýrabú voru í árslok 23, þar af eitt refabú (23 árið áður).
Verð á minkaskinnum var mjög hátt og hærra en árið áður, sem
var þó metár.
Lax- og silungsveiöi
Laxveiði var heldur meiri á árinu 2007 en árið áður. Alls
veiddust 53.703 laxar á stöng úr ám landsins (45.545 árið áður).
Af þeim var 9.691 sleppt aftur (8.735) eða 18%. 6.826 laxar
veiddust í net í ám (5.953), en frá hafbeitarstöðvum komu engir
laxar. Nær öll laxveiði í net er nú í jökulánum á Suðurlandi,
Þjórsá, Ölfusá og Hvítá. - Mesta laxveiði á stöng þetta árið var
í Eystri-Rangá en þar veiddust 7.497 laxar (2.471 árið áður),
Ytri-Rangá var í öðru sæti með 5.600 (4.459) og Þverá/Kjarrá í
þriðja sæti með 2.404 laxa (2.156). Næst á eftir þessum þremur
ám komu Selá í Vopnafirði 2.227, Langá 1.456 og Norðurá
1.447.
Veiði á urriða var mest í Veiðivötnum 13.272 (8.540 árið
áður). Þá kom Laxá á Asum með 4.549 (5.279) og Laxá í
Mývatnssveit var í þriðja sæti með 4.354 urriða (5.470). Af
bleikju veiddist mest í Veiðivötnum 8.406 (8.099) og í öðru sæti
var Víðidalsá og Fitjaá 1.725 bleikjur (1.460). í þriðja sæti var
Hlíðarvatn með 1.480 bleikjur (1.897).
Ymislegt
Tólfta búnaðarþing eftir sameiningu Búnaðarfélags íslands
og Stéttarsambands bænda fór fram í Reykjavík í byrjun mars.
Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bænda-
samtakanna. Hann hlaut 46 atkvæði af 49. - Aðalfundur Skóg-
ræktarfélags Islands var haldinn í ágúst á Egilsstöðum. Nýr for-
maður, Magnús Gunnarsson forstjóri Avant, var kosinn á fund-
inum. Valið var tré ársins, 101 árs gömul fura á Hallormsstað,
13 metrar á hæð.
(106)