Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Blaðsíða 120
Sigurbjörn ranglega sagður Hjartarson), Sverrir Ármannsson og
Bjarni Einarsson, - Á íslandsmóti í tvímenningi, sem fór fram í
lok apríl, sigruðu þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson. Þeir
hlutu 315,2 stig. Ómar Olgeirsson og Kristján Blöndal urðu í
öðru sæti með 296,4 stig. - Bryndís Þorsteinsdóttir og María
Haraldsdóttir sigruðu í tvímenningskeppni kvenna, sem haldin
var í október.
Fimleikar. íslandsmót var haldið í Reykjavík 17. og 18. mars.
íslandsmeistarar í fjölþraut urðu Margrét Huida Karlsdóttir
(Gerplu) í kvennaflokki og Viktor Kristmannsson (Gerpiu) í
karlaflokki, en hann sigraði fjórða árið í röð. Margrét Hulda
sigraði í æfingum á tvíslá og slá en Kristjana Sæunn Ólafsdóttir
(Gerplu) í æfingum á gólfi. Fríða Rún Einarsdóttir (Gerplu)
sigraði í stökki. Viktor Kristmannsson sigraði í æfingum á
svifrá, á gólfi, í hringjum og í stökki, en Bjarki Ásgeirsson
(Ármanni) í æfingum á bogahesti og Dýri Kristjánsson (Gerplu)
á tvíslá.
Á Norðurlandamóti unglinga í fimleikum sem haldið var í
Kaupmannahöfn í apríl varð Fríða Rún Einarsdóttir sexfaldur
Norðurlandameistari. Hún sigraði í fjölþrautinni og öllum ein-
staklingsgreinum. Þá var hún í sigursveit Islands, sem sigraði
í liðakeppni.
Frjálsíþróttir. Víðavangshlaup ÍR var haldið í 92. sinn á
sumardaginn fyrsta. Sigurvegari í karlaflokki var Kári Steinn
Karlsson (Breiðabliki) þriðja árið í röð á 14,48 mín, en íris
Anna Skúladóttir (Fjölni) sigraði í kvennaflokki á 18,02 mín.
Meistaramót íslands var haldið í 81. sinn á Sauðárkróksvelli
í lok júlí. Silja Úlfarsdóttir (FH) sigraði í fjórum einstaklings-
greinum, 100 m hlaupi, 200 m hlaupi, 400 m hlaupi og 400 m
grindahlaupi. Ásdís Hjálmsdóttir (Ármanni) sigraði í kúluvarpi
og kringlukasti. Sveinn Elías Elíasson (Fjölni) sigraði í 100, 200
og 400 m hlaupum. ÍR sigraði í stigakeppni mótsins og hlaut
238 stig. FH varð í öðru sæti með 216 stig og Breiðablik í 3. sæti
með 145 stig. - Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Islands var
haldin á Laugardalsvelli 11.-12. ágúst. FH-ingar sigruðu bæði
í keppni karla og kvenna og unnu bikarmeistaratitilinn í 17.
sinn með 185 stig. Breiðablik fékk 150 stig og Ármann/Fjölnir
(118)