Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2009, Page 128
Emil Hallfreðsson skoraði glæsilegt mark í lok fyrri hálf-
Ieiks, og náðu Spánverjar ekki að jafna fyrr en á 86. mínútu.
Eftir alla þessa tapleiki og jafntefli kom loks íslenskur sigur á
Laugardalsvelli 12. september, en þá unnu Islendingar Norður-
Ira 2-1. Armann Smári Björnsson skoraði annað mark Islands
en hitt var sjálfsmark Norður-Ira. Næsti leikur Islands í und-
ankeppninni var einnig á heimavelli, 13. október, en nú kom tap
fyrir Lettum 2-4. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði bæði mörk
Islands og sló um leið markamet Ríkharðs Jónssonar. Eiður
hafði eftir þennan leik skorað 19 mörk en Ríkharður skoraði á
sínum tíma 17 mörk.
Lengi getur vont versnað og 17. október mátti íslenska lands-
liðið þola einhvern versta ósigur í sögu sinni, þegar liðið tapaði
3-0 fyrir Liechtenstein, en leikurinn fór fram í Vaduz. Eftir
þennan leik ákvað stjórn knattspyrnusambandsins að framlengja
ekki samning sinn við Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara. Hann
hætti því störfum 31. október. í hans stað var ráðinn Olafur
Jóhannesson og stýrði hann liðinu í síðasta leik Islendinga í
undankeppni Evrópumeistarakeppninnar 2008. Þessi leikur var
við Dani og fór fram á Parken í Kaupmannahöfn 21. nóvember.
Lítil breyting til batnaðar varð á íslenska liðinu og sigruðu
Danir 3-0. Islendingar urðu í næstneðsta sæti í sínum riðli með
8 stig. Spánverjar urðu efstir með 28 stig og Svíar komu næstir
með 26 stig.
Islenska kvennalandsliðið hóf þátttöku í undankeppni Evrópu-
meistaramótsins 2008 með sigri á Grikkjum í Aþenu 31.
maí 0-3. Margrét Lára Viðarsdóttir, Asthildur Helgadóttir og
Greta Mjöll Samúelsdóttir skoruðu mörkin. Næsti leikur var á
Laugardalsvelli 16. júní og þá unnu Islendingar óvæntan sigur á
Frökkum 1-0, en franska liðið var talið hið sterkasta í riðlinum.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði markið. Aftur var leikið á
Laugardalsvelli 21. júní og nú gegn Serbum. Sá leikur vannst
5-0 og skoruðu þær Dóra Stefánsdóttir, Dóra María Lárusdóttir,
Katrín Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir sitt markið
hver, en eitt markið var sjálfsmark Serba. Um 6.000 manns sáu
þennan leik og var það aðsóknarmet í leik í kvennaknattspyrnu
á íslandi. Síðasti leikur ársins í undankeppninni var í Dravograd
(126)